Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 20
Til heilla skal hús byggja Föstudaginn 3. nóv. sl. var formlega í notkun tekið hið nýja og glæsilega húsnæði að Hátúni 10 d þar sem Starfsþjálfun fatlaðra og Tölvumiðstöð fatlaðra munu hafa framtíðarathvarf gott. Mikill fjöldi góðra gesta sótti hátíð þessa heim og m.a. var hópur fyrrum nemenda skólans, sem setti skemmtilegan svip á athöfn alla. Það var stjórnarformaður Starfsþjálfunar fatlaðra, Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri, sem stjóm- aði samkomunni og flutti ávarp í upphafi. Hún bauð alla hjartanlega velkomna og fyrrver- andi nemendur alveg sérstaklega. Hún kvað bæði Starfsþjálfun fatl- aðra og Tölvumiðstöð fatlaðra eiga sér ámóta langa sögu og í raun þróast hlið við hlið og færi vel á því að hið nýja glæsilega hús hýsti báðar. Hún minnti á hve Öryrkjabandalagið hefði verið báðum bakhjarl traustur og þakkaði það. Hönnuðir hússins voru þeir Vilhjálmur Hjálm- arsson arkitekt og Vífill Oddsson verkfræðingur ásamt samstarfsfólki á Teiknistofunni Óðinstorgi. Verktaki framkvæmda var Ami Jóhannesson og eftirlitsmaður Guðni Walderhaug og færði Margrét þeim og öllum, sem að hefðu komið hugheila þökk. Hún kvað húsið vera veglega umgjörð um þessa þýðingarmiklu starfsemi sem áunnið hefði sér sess og sannað gildi sitt. Félagsmálaráðherra, Páll Pétursson, flutti því næst ávarp. Hann samfagnaði í upphafi Starfsþjálfun og Tölvumiðstöð með þennan glæsta áfanga, minnti á hve miklu tölvubyltingin hefði mörgum skilað einmitt á þessum vettvangi. Hann rakti aðeins aðdragandann, Skóla fatlaðra, sem Rauði krossinn, ÖBÍ og SEM - samtökin hefðu staðið að og gat um góðan hlut fv. félagsmála- ráðherra, Alexanders Stefánssonar að stofnun Starfs- þjálfunar fatlaðra, sem síðan hefði verið samstarfsverkefni ráðuneytis og Öryrkjabandalagsins. Hann kvað Framkvæmdasjóð fatlaðra alfarið hafa kostað bygginguna, svo og tekið ríkan þátt í búnaði þ.m.t. tölvukaupum. Lagði áherzlu á alhliða starfsráðgjöf og fræðslu til fatlaðra svo auka mætti sem mest atvinnuþátttöku þeirra. Færði hlýjar hamingjuóskir . Jón Torfi Jónasson, stjórnarform. Tölvu- miðstöðvar, lýsti yfir mikilli ánægju með þessi tímamót hjá Tölvumiðstöð. Hann greindi frá upphafi starfseminnar og gat sérstaklega um hlut Hrafns Sæmundssonar að því. Rakti síðan nokki'a helztu þættina í starfseminni, kvað ráðuneytið hafa góðan skilning sýnt og sagði sambýli þessara tveggja stofnana afar dýrmætt. Forstöðumaður Starfsþjálfunar, Guðrún Hannesdóttir, sagði þetta vera stórkostlega stund s.s. á óskastund hefði verið hitt hvað framkvæmdina snerti þar sem heilladísirnar hefðu að verki verið. Vissulega væri þetta glæsilega hús viðurkenning á starfinu sem þama færi frarn. Hún lýsti svo starfseminni nokkuð. Hún sagði 12 hópa alls hafa í Starfs- þjálfun komið - 98 hefðu öllum þrem önnum lokið og 200 einstaklingar á námskeiðum verið. Hún færði Margréti Margeirs- dóttur sérstakar þakkir fyrir hennar ötula stuðn- ing og óbilandi áhuga. Þakkaði einnig sérstak- lega fyrrverandi stjómar- mönnum, Amþóri Helga- syni og Ingimundi Magnússyni, enda fynd- ist henni ævinlega sem hér væri um sérstakt af- kvæmi Arnþórs að ræða. Færði einnig alúðarþakkir öllum sem hefðu komið að verki, svo húsnæðið yrði fullbúið og færði starfsfólki Öryrkjabandalagsins einlægar þakkir fyrir samstarf áranna. Sigrún Jóhannsdóttir, forst.m. Tölvumiðstöðvar, kvað þetta ánægjuefni mikið öllum sem að kæmu á einhvern veg. I nýju, rúmgóðu húsnæði yrði enn betra að sinna mikil- vægum verkefnum, því meginhlutverki sem ætlað væri að inna af hendi. Fór svo yfir upplýsinga- og ráðgjafar- hlutverk Tölvumiðstöðvar. Nauðsynin mest væri að fylgjast sem bezt með og tileinka sér nýjungar í hraðfara þróun og koma þekkingu og möguleikum sem mest og bezt til skila. Þá kom Árni Jóhannesson, verktaki hússins, afhenti lyklana og færði Starfsþjálfun um leið gjöf, sagði að einkar ánægjulegt hefði verið að vinna að þessu verkefni. s Olöf Ríkarðsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, flutti alúðarfyllstu heillaóskir. Hún kvað bandalaginu rnikið ánægjuefni að hafa mátt taka svo myndarlegan þátt í metnaðarfullu starfi. Menntun væri einn af hornsteinum velferðarinnar. Öryrkjabandalagið veitti áárinu 1.5. millj. kr. til búnaðarkaupa og við þetta tækifæri afhenti Ólöf einnig peningagjöf sem til tækjakaupa skyldi renna. Steinn Guðmundsson frá Oddfellowstúkunni Skúla fógeta færði fram hamingjuóskir hlýjar og færði Starfsþjálfun að gjöf 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.