Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 15
en hitt hafa þeir aðilar lagt fram sem vistrými hafa tryggt sér að meðtöldum einstökum gjöfum eða 60% kostn- aðar. Þá að starfsfólki og stöðugildum vikið. Starfsfólk í stöðugildum sam- svarar því að starfsmaður sé á hvern vistmann eða urn 120 stöðugildi, en mun fleiri einstaklingar eru í þessum stöðugildum eða eitthvað liðlega 200, það gera mörg hlutastörf. Séra Sigurður kvað rekstur allan hafa afar vel gengið. Allar áætlanir hefðu staðizt og vel það og m.a. nefndi hann að nýting á hvert sjúkra- rúm væri íkringum 100%. Að lokum þessa spjalls var spurt um það, hvernig ástand og horfur væru nú í þessum málaflokki. Fram kom að vandinn er mjög mikill í dag. 200 rnanns eru nú metnir með brýna þörf til vistunar. Áætlað er að þessi þörf vaxi um 20 á ári næstu árin. Fyrirhugað hjúkrunarheimili Reykja- víkurborgar og Rauða kross íslands í Mjódd leysir hluta vandans, en mjög átakanlegur vandi er óleystur og hann verður á einhvem veg að leysa. Frum- drög eru til að heimili á Seltjarnarnesi fyrir 56 manns og sömuleiðis eru til frumdrög að heimili í Kópavogi, hvoru tveggja unnin á vegum Eir. Lengra varð spjallið ekki að sinni við séra Sigurð, en vissulega ljóst að Hlerað í hornum Maður einn nyrðra fór afar vitlaust með öll orðatiltæki og tók sérkennilega til orða að öðru leyti. Hann sagði t.d. þegar hann kom frá því að sjá hús sitt í ljósum logum: Þá stóð mér bara ekki á sel. Hann var einu sinni að áminna son sinn um mætingu á sjóinn annars vegar og hér hefur verið einkar vel að öllu staðið, andrúmsloft allt hlýlegt og heimilislegt og hitt fullvíst að fram skal halda, ef koma á til móts við hina miklu þörf sem á auknu rými er. Við þremenningar þökkum einkar vel fyrir okkur, veitingar góðar og alúð alla og öllum sem á Eir búa og að starfa er allra heilla árnað. H.S. hins vegar að aka ekki drukkinn undir stýri. Þetta kom þannig út: Mundu nú Láki að þú átt að mæta til sjós korter í nótt og það er bannað að keyra undir stýri. Hann hafði líka þetta orðtak: Margt smátt gerir lítið eitt. Hann var einu sinni spurður að þvf úr hverju Björg- vin bróðir hans hefði dáið og svarið kom samstundis: Sama og ég. Og í lokin þegar hann var að hæla hreysti sinni til sjós: Þarna var ég heilu ver- tíðirnar í hvernig veðri sem var ber- handarlaus. Bréfaskólinn 55 ára • • Oryrkjabandalag Islands er aðili að Bréfaskólanum sem stofnaður var af Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga í október árið 1940. Skólinn varð því 55 ára nú fyrir skömmu. Af því tilefni var framkvæmdastjórnum aðildar- félaga skólans hóað saman í óform- legt kaffi og spjall þann 31. okt. síðastliðinn. Af þessu tilefni bárust skólanum góðar gjafir sem notaðar verða til ýmiss búnaðar sem skól- ann hefur vanhagað um lengi. Aðildarfélög skólans nú eru: Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bændasamtök Islands, Kven- félagasamband íslands, Ung- mennafélag Islands og Öryrkja- bandalag íslands. Skólinn er sjálfs- eignarstofnun og er ætlast til að hann standi undir sér af eigin sjálfs- aflafé. Það hefur hann hinsvegar aldrei gert, rfkið hefur í mörg ár veitt skólanum styrk sem hefur farið langt með að greiða laun starfsmanna, auk þess hafa aðildar- félög styrkt skólann. Skólinn hefur eingöngu stundað fjarkennslu í bréfaformi. Þörf virðist vera fyrir Ólafur H. Sigurjónsson. skóla af þessari gerð, nemendur eru nú í haust liðlega fimmhundruð. Nemendur eru flestir búsettir utan höfuðborgarsvæðis og sinnir skól- inn þörf sem enginn annar skóli gerir. Ljóst er hinsvegar að Bréfa- skólinn þarf að bjóða nám- skeið sín á fjölbreytilegri máta og hefur vinna við það þegar hafist. Þannig er ætlunin að auk hefðbund- ins bréfanáms verði unnt að taka sömu námskeið þar sem samskiptin fari fram í gegnum tölvunet. Stór hluti af starfsemi Bréfaskólans hefur löngum verið kennsla í tungumálum, íslenska fyrir útlend- inga er t.d. námsefni sem mjög mikil eftirspurn hefur verið eftir. Skólinn hefur sett sér það verkefni og þá helst í samstarfi við aðra að færa þetta námsefni í búning margmiðlunar. Þetta er einfaldlega vegna þess að með þeim hætti skapast nýir möguleikar við sjálfs- nám nemenda og þessi nýja tækni verður algengari. Skólinn er hins- vegar ekki í stakk búinn til að gera þetta á eigin spýtur einfaldlega vegna þess að verkefnið er það kostnaðarsamt, íslendingum er hinsvegar nauðsynlegt að útbúa fræðsluefni af þessari gerð, eins og verið er að gera hjá öðrum þjóðum. Fyrir utan almennt framlag til menningarinnar þurfa aðildarfélög skólans að skilgreina hvað þau vilja að skólinn geri sérstaklega fyrir sína félagsmenn. Ólafur H. Sigurjónsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.