Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 18
I nánd við nýja öld Vigfús Gunnarsson lítur til baka og skyggnist til framtíðar Fáein formálsorð ritstjóra: Vigfús er fæddur 15. okt. 1927 að Litla - Hamri í Eyjafjarðarsveit. Faðir hans er Eyfirðingur en móðir hans er frá Brokey á Breiðafirði. Hann er elstur þriggja systkina. Fyrstu æviárin bjó fjölskyldan á Litla - Hamri og í Reykjavík en fluttist til Stykkishólms 1932 og þar átti Vigfús heima þar til hann fluttist til Reykjavíkur 1956 og hefur búið að Hátúni 8 síðan 1960. Á stríðsárunum fór Vigfús í Samvinnuskólann og vann við skrifstofustörf eftir að heim kom og frá því að hann fluttist til Reykjavíkur hefur hann unnið við endurskoðun. Löggiltur endurskoðandi varð hann 1970 og hefur síðan unnið hjá Ríkisendurskoðun. Og er Vigfúsi nú gefið orðið, en hann rifjar upp ýmislegt frá æviskeiði svo og er til framtíðar horft: Mannlíf við Breiðafjörð síðustu árin fyrir stríð yrstu minningarnareru frá 1932, þegar ég kom í fyrsta skipti í Brokey til afa og ömmu. Nokkrum dögum seinna veiktist ég af lömun- arveiki öllum til hrellingar, því að enginn vissi hvað þetta var. Lagt var af stað á vélbát til að ná í lækni, brast þá á ofsaveður og báturinn varð að snúa við til Brokeyjar. Þetta sama ár fluttust foreldrar mínir í Hólminn. I Stykkishólmi átti ég síðan heima í 24 ár. Þar var mikið menningarlíf og gott að búa. Eg minnist síðustu áranna fyrir stríð. Kreppan mikla var búin að leika marga grátt og litla eða enga vinnu var að hafa. Menn sneru bökum saman, spýttu í lófana og stofnuðu samvinnufélög til að leysa vandann. Ræktunarfélag var stofnað 1933 og eignuðust allir þátttakendur nýræktina 1 -1,5 ha túnskika hver. Varð af þessu ómetanleg búbót að geta framleitt mjólk og kjöt fyrir heimilin í frí- stundum sínum. Foreldrar mínir áttu tvær kýr og hafði ég þann starfa að reka þær í haga að morgni, sækja að kvöldi og stundum fékk ég að mjólka þær. Eg minnist einnig heyskapar- starfa í nýræktinni með mikilli ánægju. Nú er golfvöllur þar sem ég var við heyskap. I Brokey dvaldi ég oft á sumrin og kynntist þar marg- breytilegu eyjalífi. Var ég þá oft ræðari hjá afa, sem átti lítinn árabát til að fara á milli eyjanna. Að veiða sel, smáfisk, fugla, tína egg og hirða dún var meðal daglegra starfa. Að reka og sækja kýr og smala kindum, fylgjast með fuglalífi og hlusta á fullorðna fólkið ræða um landsins gagn og nauðsynjar var góður skóli fyrir stráka. Fyrir stríð var Kaupfélag Stykk- ishólms að hefja hraðfrystingu fisks og komu margir dragnótabátar víða að til að leggja upp afla. Alltaf var mikið um að vera við höfnina, sem var aðalleiksvæði okkar krakkanna, því að við fylgdumst vel með öllu athafnalífi. Þegar timburskip, sem- entsskip eða kolaskip komu var mikið um að vera. Verkamennirnir ýmist steingráir eða svartir. Frystiskip komu til að taka fisk eða kjöt, strandferða- skipin komu reglulega og bátarnir stóri Baldur og litli Baldur fóru í reglubundnar ferðir til a.m.k. 12 hafna við Breiðafjörð, því að vegakerfið og bílaflotinn voru ekki upp á marga fiska. Á haustin í sláturtíðinni var nrikið uin að vera, líf og fjör, og mikið höndlað til vetrarins. Hólmurinn var virkileg verslunarmiðstöð. Félagslíf var gott í Hólminum. Þátttaka í bama- stúkunni Björk og síðar í stúku full- orðinna Helgafelli var mannbætandi. Ungmennafélagið Snæfell starfaði af miklum myndarskap og var ég þar félagi, og um tíma sat ég í stjóm þess og einnig í stjórn Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalsýslu. Árið 1952 heyrði ég í útvarpinu um stofnun Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjavík og gerðist ég strax ævifélagi í því félagi. Félagsmálastörf í Reykjavík 1957 - 1995 ólin var komin hátt á loft í marsmánuði 1957. Við vinnu- félagarnir í Endurskoðun Sam- bandsins, ég og Olafur B. Steinsen, sem nú er heimilismaður á Dvalar- heimili Sjálfsbjargar, vorum að ræða málefni fatlaðra þegar þeirri hugdettu skaut upp að skrifa nú Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og biðja það að gangast fyrir félagsstarfsemi meðal fatlaðra. Bréfið var sent og ekki leið á löngu þar til búið var að safna saman vöskum hópi karla og kvenna, þar á meðal voru Aðalbjörn Gunnlaugsson, Gunnar Finnsson, Gylfi Baldursson, Hlaðgerður Snæbjörnsdóttir og fleiri. Til félagsstarfsins fengum við bíl- skúrinn við æfingastöð félagsins að Sjafnargötu 14. Hófst nú líflegt félagsstarf. Brátt fréttist af fleirum sem voru að stofna til félagsskapar meðal hreyfihamlaðra undir nafninu Sjálfsbjörg. Ventum við nú okkar kvæði í kross og gengum til liðs við Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og lentum fljótlega í stjórn. I blaðinu Sjálfsbjörg sem kom út haustið 1960 er birt svofelld starfsskýrsla frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra í Reykja- vík. “Skemmtikvöld voru 11 talsins á árinu, félagst'undir fjórir. Auk þess voru haldnar þrjár skemmtanir fyrir fötluð börn á aldrinum 6-12 ára. Sauma- og föndur- “klúbbar” hafa starfað reglulega frá byrjun febrúar. Á árinu var haldin hlutavelta, og tókst hún framar vonum. Hafin var útgáfa félagsblaðs. Ein skemmtiferð varfarin á sumrinu. Félagið hefur opna skrif- 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.