Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 21
Gnótt var góðra gesta. frá stúkunni tvær tölvur af fullkomnustu gerð. Þá talaði Tómas Helgason, stjórnarform. Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins og færði fram árnaðaróskir. Stjórn Hússjóðs hefði við hæfi þótt, þegar flutt væri úr húsakynnum Hússjóðs að láta fylgja heimanmund nokkum og afhenti peningagjöf. Helgi Seljan færði fram heillaóskir Stjórnarnefndar um málefni fatlaðra sem hefði hratt og vel innt af hendi framlög til þessa húss. Hann fór einnig með erindi tvö sem hér fylgja með. Með atfylgi góðu er áfanga náð sem undurvel fagna má. Hér verða mun fjölmörgu frækorni sáð framtíðarveginum á. Hér glímu menn þreyta á þroskaleið og þrótt til athafna finna, að farsældar verði þeim gatan greið gjöfulum verkum að sinna. Hér mannlíf grói með sóma og sann í sókninni fram á við. Með námi menn öðlast auðinn þann þar andinn á veitul mið. Og iðkuð verði sú lærdómslist sem lán og farsæld mun glæða. í Hringsjá eigi fólk væna vist á vegi til sannra gæða. ✓ Olafur Jakobsson úr hópi núverandi nemenda kvaðst í skýjunum vera yfir þessum glæsilega áfanga. Færði heillaóskir nemenda skólans sem hefðu honum svo mikið að þakka. Elín Sigurðardóttir, fyrrv. nemi í Starfsþjálfun fatlaðra flutti svo ávarp sem í heild er hér birt. Gestir þágu góðar veitingar og ekki má gleyma hinum ljúfu harmonikkuhljómum sem gestum mættu við komuna og fylgdu þeim einnig út í kvöldkyrrðina en sá snillingur tónanna, Reynir Jónasson, var þar að verki. Allra heilla er árnað þeim sem þarna starfa og nema í nútíð og framtíð. H.S. Elín Sigurðardóttir: s Arnað hamingju og heilla Hér komum við saman til að fagna þessum stóra áfanga í starfi Starfsþjálfunar fatlaðra, þegar starfsemin flytur í nýtt og betra húsnæði. Það er mikið fagnaðarefni fyrir öryrkja að í þessu efni erum við í sókn. Öryrkjar eru því miður á flestum vígstöðvum í vöm og baráttan nú erfið og göngum við þar eftir grýttum vegi, en sókn er besta vörnin og er ánægjulegt að ganga hér um og sjá hvað vel er hugsað um þarfir nemenda og öllu haglega fyrir komið. Mig langar að nota tækifærið fyrir hönd nemenda fyrr og nú að þakka öllum þeim sem komu nálægt og unnu fyrir Starfsþjálfun fatlaðra til að koma þessari byggingu upp. Við skulum hafa það hugfast að hér er um brautryðjendastarf að ræða og Island er að ég held eina landið sem býður upp á skóla sem þennan. Hér er komið nýtt skólahúsnæði sem lengi hefur verið draumur allra þeirra sem láta sér annt um Starfsþjálfun fatlaðra. Starfsþjálfun getur skipt miklu fyrir öryrkja sem verður að skipuleggja og breyta lífi sínu eftir veikindi eða slys, þá getur það skipt öllu að fá aðstoð og hjálp til að byrja upp á nýtt. Það er ekki auðvelt skref fyrir nemandann að koma sér til náms eftir áfall, ég fullyrði að hér skapast sú vinátta sem hjálpar ekki bara yfir fyrsta þröskuldinn, hér hittist fólk sem allt hefur upplifað svipaða reynslu og skilur hvert annað og gerir hvað það getur til að létta hvert öðru róðurinn með hjálp góðra kennara. Hér er allt nýtt og fallegt, en þó er það von mín að þið takið með ykkur eitt frá níundu hæðinni niður á jörðina, það eru ekki gömlu tölvurnar sem lemja varð létt á svo þær færu í gang ef þær þá fóru af stað, nei og það er ekkert sem teiknað er af arkitektum né smíðað á verkstæðum og listamaðurinn getur ekki einu sinni skapað það. Þessi skóli getur ekki án þess verið þó það sjáist ekki við fyrstu sýn, og hvað er það svo gott fólk. Jú það er góði andinn sem alltaf var í gamla skólanum, andi samvinnu og samhjálpar, ef einhver gat ekki eitthvað kom sá sem betri var og aðstoðaði. Þar var ekki vítt til veggja og oft þröngt á þingi en þar sannaðist að þröngt mega sáttir sitja. Ef sá andi verður áfram mun skóli þessi eflast og skila góðu. Að endingu hjartanlega til hamingju með nýja húsið, ég óska kennurum og nemend- um sem hér eiga eftir að stunda nám Guðs blessunar og megi gæfa og gleði ætíð vera með þeim sem hér dvelja. Elín Sigurðardóttir, fyrrverandi nemandi í Starfsþjálfun fatlaðra. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.