Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 45
Kvöldstund í Eirbergi nemenda og starfsfólks og reynt að finna lausn sem allir geta sætt sig við. Sjálfboðaliðar: Á HKNC er mikið byggt á sjálf- boðaliðum og eru um 100 sjálfboða- liðar á skrá. Er þetta ýmist ungt fólk í skólum eða eftirlaunaþegar. Það er algengt að sjálfboðaliðar komi einu sinni til tvisvar í viku og séu þá alltaf í sömu vinnunni, sem dæmi kemur einn alltaf á fimmtu- dagskvöldum til að fara með í sund, annar kemur til að fara með að versla. Síðan er fólk sem kemur alltaf í sömu deildirnar og tekur þátt í starfinu þar. Á HKNC segja þau, að ómögu- legt sé að vera án sjálfboðaliðanna. Stuðningshópar: Stuðningshópar eru í gangi einu sinni í viku og hafði ég ánægju af að taka þátt í því starfi. Ég spurði annan hópinn hvað væri mikilvægast fyrir þau þegar endur- hæfingunni væri lokið. Það sem flest þeirra voru sammála um var stuðn- ingur heima og þá voru þau í flestum tilfellum að talaum að komast á milli, ef þau vildu gera annað en fara á milli vinnu og heimilis. í Ameríku er engin ferðaþjónusta, þannig að nota verður þau almenn- ingsfarartæki sem í boði eru. Og ann- að atriði sem þau voru sammála um að væri mikilvægast var að hafa tæki- færi til að taka þátt í stuðningshóp. ✓ Aður en ég fór heim fór ég til Washington DC og skoðaði háskóla fyrir heyrnarlausa þar sem daufblindir hafa verið í námi. Er það góður kostur fyrir þá sem eru færir um að fara í háskólanám og eru mjög sjálfstæðir, en þeir verða sjálfir að koma sér á milli húsa í tíma og sjá að öllu leyti um sig. Síðan flaug ég til Atlanta og skoð- aði endurhæfingarstofnun fyrir blinda og fyrir heymarlausa, en núna eru þeir að byrja að hanna þjónustuna fyrir daufblinda. Einnig var ég svo heppin að kom- ast á fund með foreldrum daufblindra í Atlanta. Sagði ég þeim svolítið frá því sem við erum að gera hér á landi og fékk að heyra það sem brann á þeim. Kristín Jónsdóttir. Hinn 10. október sl. var dagur geðheilbrigðis. Eins og segir í ágætum bæklingi, sem Rauði kross íslands hefur gefið út í samvinnu við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er geðheilsa annað og meira en að vera laus við geðsjúkdóma. Hún er m.a. tilfinningar manneskjunnar og hvernig hún tekst á við kröfur lífsins. Að kvöldi 10. okt. var haldinn fræðslufundur um geðheilbrigðismál í Eirbergi á lóð Landsspítalans. Þar voru flutt nokkur ágætis- erindi en fundinum stjórnaði Tómas Helgason, pró- fessor. Lárus Helgason, yfirlæknir, talaði um geðfatlaða inni á stofnunum. Högni Óskarsson, geðlæknir, talaði um geðfatlaða utan stofnana. Þá talaði Magnús Þor- grímsson, sálfræðingur um geðhjálp og síðan talaði Jón Stefánsson, geð- læknir, um geðvernd. Að síðustu talaði Hannes Pétursson, yfirlæknir geðdeildar Borgarspítalans, um rannsóknir í geðlæknisfræðum. Eftir erindin voru fyrirspumir og umræður. Imáli fyrirlesara kom fram að m.a. vegna lokana geðdeilda er ekki hægt að grípa nógu fljótt inn í sjúk- Hlerað í hornum Hafnfirðingur nokkur fór í söluferð á togara til Hull og þegar að landgöngu leið þá fór hann til skipstjórans, kvaðst ekki kunna ensku en langaði hins veg- ar mjög á krá að fá sér bjór. Skipstjór- inn bað hann engar áhyggjur að hafa, tala bara hátt og skýrt, þá myndu þeir skilja þyrstan mann. Hafnfirðingurinn fór svo á krána og sagði hægt og skýrt við afgreiðslumanninn: „Mig langar í einn bjór“. Og bjórinn kom hjá bros- andi afgreiðslumanninum. Hafnfirð- ingurinn saup drjúgum og sagði svo afar hægt og skýrt: „Ég heiti Gunnar og er frá Hafnarfirði“. Afgreiðslumað- urinn svaraði þá í sama dúr: „Ég heiti dómsferli einstaklinganna og leggja þá inn og er þá ekki annað til ráða en að láta þá hafa fullan örorkulífeyri til þess að þeir geti bjargað sér fjárhags- lega úti í samfélaginu. Atvinnuleysið stuðlar einnig mjög að því að fleiri og fleiri úr þessum hópi fara á örorku- lífeyri því einhvernveginn verður fólk aðlifa. Ogþáspyr maður sjálfan sig hvað vinnst með lokun geðdeild- anna annað en fjár- hagslegt tjón og það sem verra er heilsutjón. Það er ekki hægt að ætlast til að geðfatlaðir bjargi sér á eigin spýtur svo vikum og mánuðum skiptir án þess að eiga sjálfsagt inn- hlaup á geðdeildirnar. Fundurinn var fjölsóttur og öllum opinn. Erindi fyrirlesaranna voru alveg sérstaklega Ijós og skýr og með afbrigðum vel flutt. Flutningur hefur nefnilega svo ótrúlega mikið að segja. Að flytja mál sitt ljóst og skýrt og á góðri íslensku skilar alveg ótrúlega miklu til áheyrenda og það gerðu þessir ágætu menn allir sem einn. Hafi þeir þökk fyrir ánægjulega og fræðandi kvöldstund um mál þeirra sem hvað minnst mega sín í þjóð- félaginu. Ásgerður Ingimarsdóttir Ragnar og er frá Reykjavík“. Þá varð Hafnfirðingnunr að orði: „Fyrst við erum báðir frá íslandi af hverju tölum við þá ensku?“ * Járnkarl mikill hvarf úr kaupfélagi eystra. Við leit fannst hann hjá karli einum, sem sagðist hafa fundið hann. Aðspurður um fundarstað svaraði hann: “Égfannhannárekiútviðeyj- ar.” Umræða var um það í hópi ferða- félaga hve bamsfæðingar væru fátíðar í tiltekinni heimsborg eða 0,4 börn á hjón. Þá spurði einn: “Ja, hvað þarf þá rnarga einstaklinga til að búa til eitt barn?” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.