Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 16
Ólöf Ríkarðsdóttir, form. ÖBÍ: Meginreglur Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í samfélaginu að er okkur Öryrkjabanda- lagsfólki gleðiefni, hversu margir hafa séð sér fært að koma hingað í dag og ég býð ykkur öll hjartanlega velkomin. Tilefni þessarar ráðstefnu er að kynna meginreglur Sam- einuðu þjóðanna um jafna möguleika fatlaðra til þátttöku í samfélaginu. Regl- urnar voru samþykktar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaðar af fulltrúum allra aðildarlandanna, þar á meðal Islandi, þann 20. desember 1993. Jafnframt var þá ákveðið að hinn 3. desember skyldi verða alþjóðadagur fatlaðra. Island var fyrst Norðurland- anna til þess að láta þýða meginreglurn- ar en félagsmálaráðuneytið sá um þá framkvæmd fljótlega eftir samþykkt þeirra eða árið 1994. Öryrkjabandalagið hefur nú, fyrir þessa ráðstefnu, gefið lit lítinn, aðgengilegan bækling um reglurnar, þýddan og staðfærðan, þar sem í fljótu bragði er hægt að sjá um hvað þær fjalla. Þetta hvorttveggja liggur hér frammi á fundinum. Meginreglurnar voru lokaáfanginn í áratugar átaki Sameinuðu þjóðanna til þess að vekja athygli þjóða heims á hinum margvíslegu hagsmunamálum fatlaðs fólks og þoka þeim áfram. Atakið hófst með alþjóðaári fatlaðra 1981 og var síðan fylgt eftir með ákvörðun um að áratugurinn 1982 - 1992, skyldi helgaður þessum málefnum. Aherslumál þessa áratugar voru skilgreind í þrennu lagi: I fyrsta lagi var það fyrirbyggjandi starfsemi, til þess að koma í veg fyrir fötlun, t.d. slysavamir, jafnframt því sem stefnt skyldi að því að létta óhjákvæmilega fötlun, með tilliti til trygginga, hjálpartækja og umhverfis. I öðru lagi skyldi lögð áhersla á endurhæfingu á öllum sviðum. I þriðja lagi skyldi stefnt að jafnrétti og þátttöku fatlaðra í samfélaginu. En áratugurinn varð ekki jafn árangursríkur og menn höfðu vænst. I fyrstu mátti merkja framfarir í ýmsum aðildarlöndum SÞ, en um miðjan áratuginn var greinilegt að áhuginn fór dvínandi og í mörgum ríkjum heims hafði engin breyting orðið á. Það læðist einnig að manni sá grunur að hlutur Sameinuðu þjóðanna, sá sem sneri að framkvæmd hafi ekki verið sem skyldi, þar sem framan af áratugnum voru 14 manns sem unnu að málefnum fatlaðra á vettvangi þeirra, nú í aprílmánuði síðast liðnum vann þar aðeins einn. Hvað var nú til ráða? Um þetta leyti var unnið að barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því vaknaði sú hugmynd, sem fljótlega var komið á framfæri að nauðsynlegt væri að fá sambærilega mannréttindaskrá, er óhætt að kalla það, fyrir fatlað fólk. Að vísu er til mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna, sem er auðvitað ætlað að ná til alls mannkyns. Sú er þó ekki raunin. Þessvegna var talin nauðsyn á sérstaki'i mannréttindaskrá fyrir börn, og sama gilti einnig um konur og fatlað fólk. Það tók nokkurn tíma að vinna þessari tillögu fylgi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, henni var fyrst algjörlega hafnað af tveimur ástæðum, vegna kostnaðar og hins að sérstök lög um fatlað fólk væru til þess fallin að aðgreina þann hóp frá öðrum. En það var hægt um vik að benda á hliðstæðuna um barnasáttmálann. A endanum tókst þó að ná samkomulagi um þær megin- reglur um jafna möguleika fatlaðra til þátttöku í sam- félaginu. sem samþykktar voru í lok árs 1993, eins og áður segir. Þetta eru þó reglur en ekki lög, en þrátt fyrir það er þarna um að ræða samþykktir, þar sem Sameinuðu þjóð- irnar snúa sér beint til stjórnvalda í hverju landi og regl- urnar tuttugu og tvær eru bein skilaboð þeiua til stjórnvalda og þjóðþinga um hvað þurfi að gjöra á þessum vettvangi og hvernig það skuli framkvæmt. Sá er þó galli á gjöf Njarðar að samþykktinni fylgir engin fjárveiting frá hendi Sameinuðu þjóðanna. Það eru því frjáls framlög nokkurra aðildarlanda sem standa undir kostnaði við þá starfsemi sem fylgir útbreiðslu reglnanna. Sá sem átti hugmyndina að setningu meginreglnanna var Svíinn Bengt Lindqvist og hann átti jafnframt mikinn þátt í samningu þeirra. Regnhlífarsamtök fatlaðra á Norðurlöndunum, eða Norðurlandaráð fatlaðra eins og þau kalla sig, beitti sér fyrir því við alla utanríkisráðherra Norðurlandanna að Lindkvist yrði ráðinn eftirlitsmaður við framkvæmd þeirra og var það síðar samþykkt á vettvangi SÞ. Bengt Lindkvist hefur sér til fulltingis ráðgjafarnefnd, sem skipuð er fulltrúum sex alþjóða- samtaka fatlaðra. Bengt Lindquist á sæti á sænska þinginu. Hann var um skeið varafélagsmálaráðherra Svía, þar sem hann hafði m.a. á sinni könnu málefni barna, aldraðra og fatlaðra. Lindkvist er kennari að mennt og sjálfur blindur og veit því hvar skórinn kreppir. Hann var um árabil formaður sænsku öryrkjasamtakanna og hefur jafnframt tekið mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi um málefni fatlaðra. Bengt Lindquist flutti einmitt erindi um 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.