Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 23
og taugafræðileg skoðun og þroska- mat. Greiningin er þó aðeins fyrsta skrefið á langri leið þar sem mikillar þolinmæði og eljusemi er krafist af jafnt foreldrum og ættingjum sem öðrum þeim er með barnið hafa að gera. Ein þekktasta kraftbirting mis- þroskans er ofvirkni og oft setur fólk samasemmerki þarna á milli. Það er mikill misskilningur. Börn geta verið ofvirk en án annarra misþroska ein- kenna og fjöldamörg misþroska börn eru alls ekki ofvirk. Hins vegar er ofvirknin yfirleitt það áberandi hegð- unarvandamál að umhverfið neyðist til þess að bregðast hart við því. Það hömluleysi sem þar birtist hefur lengi verið mönnum ráðgáta en rannsóknir undanfarin ár hafa leitt til þess að í einstaka tilfellum hefur verið reynt að taka á ofvirkninni með lyfjagjöf. Þetta er þó mjög mismunandi eftir löndum. Lyfjagjöf hefur að vissu marki auðveldað ofvirkum einstakl- ingum að ná utan um líf sitt. Lyfin eru þó engin allsherjarlausn og hvert tilfelli fyrir sig er skoðað rækilega áður en samþykki til lyfjagjafar er veitt. Og hér er í hnotskurn stærsta vandamál þeirra sem fást við mis- þroska. Hvert tilfelli fyrir sig er einstakt og tveir einstaklingar geta þannig verið mjög misþroska án þess að eitt einasta einkenni sé sameigin- legt. Þess vegna hafa vísindin átt erfitt með að viðurkenna misþroska sem fötlun þótt það sé nú mjög að breytast. Margir stríða klárlega við fötlun á meðan aðrir eru á gráu svæði. Nokkrir helstu hópar fagfólks sem vinna með misþroska börn eru, auk foreldranna, barnalæknar, iðjuþjálfar, kennarar og sérkennarar á öllurn skólastigum, talmeinafræðingar, þroskaþjálfar, sálfræðingar, listþjálfar og á stundum geðlæknar. Verulegur hluti barna sem greinist með misþroska heldur áfram að vera með misþroska einkenni á fullorð- insaldri. Þessi einkenni geta valdið umtalsverðri röskun á daglegu lífi þeirra og verið þeim fjötur um fót lífið allt. Hér sem svo víða annars staðar leita einstaklingarnir þó lausna sem henta þeim en það verður að segjast eins og er, að í okkar tæknivædda ofurhraðasamfélagi eru horfur ekki alltaf góðar á farsælli framtíð fyrir stóran hluta misþroska fólks. Foreldrafélag misþroska barna var stofnað í apríl 1988 og í því eru hátt á þriðja hundrað félaga. Starf- semi félagsins hefur einkum verið í formi fræðslufunda og útgáfu frétta- bréfs en í því eru birtir útdrættir úr fyrirlestrum, þýddar og frumsamdar greinar og annað fræðslu- og kynn- ingarefni auk auglýsinga er varða starfsemi félagsins. Fréttabréfin eru send öllum félögum og þess utan eru þau send í alla grunnskóla landsins, fjöldamargar aðrar stofnanir og á ann- að hundrað fagaðilar fá þau einnig send sér að kostnaðarlausu. Auk þessa hafa verið gefnar út samantektir úr fréttabréfunum, Starf og stefna, sem hingað til hefur komið út þrisvar sinnum. Foreldrafélagið stendur í samvinnu við Iþróttafélag fatlaðra fyrir íþróttatímum og sundkennslu en þrátt fyrir alla þessa starfsemi hefur félagið aldrei haft starfskraft á launurn, allt starfið hefur verið unnið í sjálfboðavinnu. essi örstutta yfirlitsgrein færir lesendum vonandi aukinn skiln- ing á vandamálum misþroska barna og misþroska fullorðins fólks. Vilji einhver lesandi fá meira að heyra eða lesa, er einfaldast að skrifa til For- eldrafélags misþroska barna, pósthólfi 5475, 125 Reykjavík eða hringja í Foreldrasamtökin í síma 568 0790 en þar eru gefnar upplýsingar um starf- semi félagsins og kynningarefni sent út. Þess má að lokum geta að í október 1996 verður haldið fjórða norræna þingið um misþroska, að þessu sinni í Arósum í Danmörku, með þátttöku bæði fagfólks og foreldra. Að þinginu stendur samnorræna nefndin um misþroska en fsland á aðild að nefndinni. Fjallað verður sérstaklega um stöðu misþroska unglingaog ungs fullorðins fólks, möguleika þeirra og vandkvæði. Áhugasamir geta snúið sér til foreldrafélagsins. Matthías Kristiansen, formaður Foreldrafélags misþroska barna. Grein þessi byggir að nokkru á skrifum Sveins Más Gunnarssonar barnalœknis en hann lést íjúlí1995. Hann var einn af helstu frum- kvöðlum í kynningu á og starfi með misþroska börn á Islandi. Hlerað í hornum Tvær litlar mýs földu sig í holunni sinni þegar þær sáu köttinn nálgast. Þær heyrðu hann ganga mjálmandi í kringum holuna. Síðan heyrðu þær geltið í æstum hundi sem kom nær en fjarlægðist síðan og dó svo alveg út: Þá hættu mýsnar sér út úr holunni, beint í gin kattarins, sem mælti spaklega eftir málsverðinn: „Eg hefi alltaf sagt að það borgaði sig að kunna fleiri en eitt tungumál“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.