Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 3
Helgi Hróðmarsson fulltrúi: Eitt samfélag fyrir alla Starfsemi hagsmunasamtaka fatlaðra á íslandi hefur að undanförnu óvenju mikið litast af varnarbaráttu. Sífellt er verið að vega að réttindum og kjörum öryrkja og því ekki vanþörf á að halda vöku sinni. ÞEKKING Hollt er að setjast niður og aðgæta hvaða leiðir er best að fara til að ná fram baráttumálum sínum, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða samtök. Nauðsynlegt er auðvitað að trúa á málstaðinn og vera tilbúinn til að berjast fyrir honum af dugnaði, víðsýni og þekkingu. Þekking t.d. á uppbyggingu ríkisvalds og framkvæmdavalds er nauð- synleg til að skilja þá veikleika sem þar kunna að vera. Sem aftur er nauðsynlegur grunnur til að benda á breyt- ingar. LEIÐIR TIL AÐ NÁ SETTU MARKI Við skulum ekki gleyma því að framfarir í þjóðfélaginu hafa oft á tíðum orðið til fyrir dugnað og áræði einstaklinga og hópa. Þar sem réttur hefur ekki endilega reynst sjálfgefinn, er oft nauðsynlegt að berjast fyrir honum. Margt af því sem við teljum sjálfsagt í dag hefur fengist vegna þess að hinn almenni borgari hefur staðið upp og lýst nauðsyn þess að ná fram úrbótum. Þetta er sá bakgrunnur sem við höfum fyrir okkur, bakgrunnur sem gefur okkur stöðuga von um áframhaldandi framfarir í þjóðfélaginu. Til að ná fram baráttumálum sínum er nauðsynlegt að takmarka baráttuna við ákveðið málefni og skilgreina skýrt markmiðin. í öðru lagi þarf að vita hverja best er að fást við til að ná fram markmiðunum. í þriðja lagi verðum við að sannfæra viðkomandi um að okkar málstaður sé verðugur. I fjórða lagi verðum við að kynna málefnið og taka saman höndum við aðila sem eru tilbúnir til að styðja okkur. í fimmta lagi verðum við að vera tilbúin til að halda baráttunni áfram í stað þess að slaka á. Það sem skiptir máli er að yfirvöld eða þeir sem ráða ferðinni hverju sinni telji ekki bara æskilegt heldur nauðsynlegt að framkvæma það sem beðið er um. ÁKVEÐNI, SANNGIRNI, TRÚNAÐUR Nauðsynlegt er að erindið sé borið fram af einurð og ákveðni. En þrátt fyrir það verður að gæta sanngirni og kurteisi. Ekki er vænlegt til árangurs að tala til manna með hnefunum. Öll ofangreind atriði byggja þó á því að sannleikur og heiðarleiki ráði ferðinni. Trúnaðarbrestur er eitthvað það versta sem upp getur komið í samskiptum. Ef trúnaðurinn er ekki með í för er hætta á að öll önnur vinna við annars góð málefni sé á brauðfótum. Vissulega getur trúnaður verið harður húsbóndi, þ.e. það getur verið erfitt að segja satt við ákveðnar aðstæður en sannleikurinn stendur hinsvegar með okkur og styrkir þegar á reynir og upp er staðið. Helgi Hróðmarsson. SAMSTARF "ögulegt er að sameinast öðrum einstaklingum eða samtökum með svipuð markmið. Hvort sem baráttan er innanlands eða á alþjóða- vettvangi er samvinna ávallt styrkur. Þá eru fjölmiðlar nauðsynlegir í þessu sambandi. Fjölmiðlarþarfnast frétta og einstaklingar og samtök þarfnast fjöl- miðlanna til að koma fréttunum til skiia. Ofangreindar leiðirhafa m.a. verið hafðar að leiðarljósi í samtökum sem nefnast Mobility International og eru alþjóðleg samtök ungs fatlaðs fólks. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp eru aðilar að þessum samtökum og hefur undirritaður verið fulltrúi Öryrkjabandalagsins í samtökunum undanfarin ár. Þetta sýnir okkur að alls staðar er barátta nauðsynleg og víða er verið að vinna að því að ná fram bættum kjörum og jafnrétti fatlaðra á við aðra þjóðfélagsþegna. Þannig má segja að ofangreind aðferða- fræði sé alþjóðleg. RÉTTUR NÁUNGA OKKAR Mikilvægt er að hafa í huga fyrir þá sem stjórna og hafa þannig mikil áhrif á skiptingu þeirra gæða sem við njótum, að gera sér grein fyrir að náungi okkar er ekki baraeinhver. Náunginn erhluti af okkur. Þess vegna eiga öll þau lífsgæði sem við teljum sjálfsögð fyrir okkur sjálf að verajafn sjálfsögð fyrir náunga okkar. Þannig má flokka það undir mismunun ef ákveðnir hópar hafa minni möguleika en aðrir á því að nálgast lífsgæðin. Ekki er nægilegt að tala fallega og sýna áhuga þegar það hentar, heldur verður að vinna á hagnýtan hátt, þannig að ljóst sé að það sem framkvæmt er skili sér örugglega í formi bættra kjara og meiri lífsgæða. m; ÞROUN ' argar þjóðir heims hafa náð ótrúlega langt á stuttum . tíma. Sú kynslóð sem nú er um sjötugt hefur séð fleiri stórviðburði gerast og upplifað meiri breytingar en nokkur kynslóð á undan henni. Það eru t.d. að verða 30 ár síðan menn voru fyrst sendir til tunglsins. Þrátt fyrirþetta virðast menn stundum gleyma svo einföldum og sjálfsögðum réttindum manneskju í hjólastól að komast leiðar sinnar svo eitthvað sé nefnt. Hver er forgangsröðin? Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.