Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Side 27
efni einnig hefði verið húsbúnaðar- styrkur til Starfsþjálfunar fatlaðra upp á 1.5 millj. kr. Kvað íslenzka talgervilinn hafa verið styrktan, en forritaútgáfa honum tengd væri væntanleg innan tíðar. Úthlutun hefði fram farið úr tveim sjóðum bandalaginu tengdum á árinu, en frá þeim glögglega greint hér. Minntist á handbókina um aðgengi sem nú væri alveg á næstu grösum, en Rannsóknarstofnun byggingaiðn- aðarins gæfi hana svo út og dreifði henni. Hún sagði ærið verkefni framund- an hjá samstarfsnefndinni við laun- þegasamtökin, ef takast ætti að verja kjör lífeyrisþega. Hún fór svo yfir hin erlendu sam- skipti, lærdómsrík og nauðsynleg um leið, en fyrir þeim er allgóð grein gerð héríblaðinu. Gat sér í lagi um fund- inn um ferlimál í nóvember á síðasta ári. Ólöf gat um það að starf norrænu nefndarinnar um málefni fatlaðra væri nú í hættu vegna niðurskurðaráforma. Að lokum sagði Ólöf það brýna nauðsyn að efla sem bezt tengsl við landsbyggðina, sem í of miklu lág- marki væru. Hún færði svo stjóm og starfsfólki einlægar þakkir fyrir ágætt starf og samstarf. Eftir kaffihlé flutti Tómas Helga- son formaður stjórnar Hússjóðs skýrslu sína, en megininntak hennar birt hér til verðugs fróðleiks um far- sælt starf. Hann ítrekaði sér í lagi það að fötlunarhópunum væri í engu mis- munað hjá Hússjóði s.s. ljósar tölur sýndu og sönnuðu. Þá fluttu þau Asgerður Ingimars- dóttir og Helgi Seljan skýrslu skrif- stofu bandalagsins og skal hér á fáu einu tæpt. Ásgerður kvað víðtæka réttindagæzlu fyrir okkar fólk standa upp úr og þar væri alltof mikið um tilhneigingu til skerðingar hjá ríkis- valdinu. Hún minnti á misheppnaða tilraun til breytingar á stjórnarskrá á liðnum vetri sem ÖBÍ og Þroskahjálp vildu fá fram til frekari stuðnings fötluðum. Hún ræddi og mikilvægi erlendra samskipta fyrir okkur til að fylgjast betur með gjörðum annarra svo og til að kynna okkar sjónarmið. Hún bað aðildarfélögin aldrei að gleyma því að þau væru bandalagið “Það hressir Haukur minn“ og hagur beggja færi saman í öllum meginmálum. Minnti félögin á nauð- syn varðstöðu um heildarmálefni sem sérmálefni og gat um lottóið í því sambandi, sem gæta þyrfti grannt að. Helgi minnti og á hina stöðugu og nú um stundir einstaklega erfiðu varnarbaráttu sem heyja yrði fyrir öryrkja hönd. Hann kvað kjaramál í víðustu merking, skattamál og almenn vandamál vegna bágra kjara verða aðalviðfangsefni daganna. Hann ræddi um setu í nefndum og ráðum, en mikilvægt væri að Öryrkja- bandalagið væri með í verkum sem víðast, ábyrgð með aðhaldi oft far- sælust. Ræddi nauðsyn þess að Öryrkjabandalagið ætti fulla aðild að tryggingaráði. Hann fór svo yfir samskipti við félögin og varpaði því fram til athugunar, hvort árlega skyldi fundað með félagastjórnum til að stilla saman strengi. Þessi vísa hans er máske forskrift að önn daganna: Um starfsins verkalaun það vísast er og vefst ei lengur nokkuð fyrir mér. Það eitt sem vannst mun eftir lifa hér en önnin hljóð til varnar gleymast fer. Næsti dagskrárliður var skýrsla Jóns Þórs Jóhannssonar stjórn- arform. Vinnustaða ÖBI um starfsemi þeirra. Hann kvað rekstur ársins '94 hafa gæti Tómas verið að segja. betur gengið en árið áður og þau markmið sem menn settu sér að mestu náðst. Nýjareiningarbættust viðþar sem væri prjónastofan og ræstinga- deild. Starfsmannafjöldi var 27 manns í lok árs '93 en var 41 í lok '94. 33 öryrkjar voru þá í 18 stöðugildum. Umsetning jókst verulega eða um 80%, en þó er halli á rekstrinum. Jón Þór vék að því að Fram- kvæmdasjóður fatlaðra hefði enn ekki veitt neitt til Vinnustaða ÖBÍ, þrátt fyrir mikil tækjakaup og aukin um- svif. Rekstarframlag ríkisins hefði og óbreytt verið svo undarlegt sem það væri þegar slík aukning yrði. Hann kvað velvilja Öryrkjabanda- lagsins hafa mestu ráðið um mögu- leika til aukningar sem og skipulags- breytinga. Jón Þór kom inn á hugmyndir um þjónustuverkefni Vinnustaða ÖBI og Starfsþjálfunar fatlaðra til þjálfunar og hjálpar til útvegunar verkefna fyrir öryrkja. Rakti í lokin helztu verkefni sem að er unnið, en fjölbreytnin ærin orð- ið. Sótt yrði fram svo sem frekast mætti til að finna og skapa arðbær verkefni, auka um leið við atvinnu- tækifæri fyrir öryrkja. Þakkaði gott samstarf við stjórn- endur sem starfsfólk. á var komið að hlut Eyjólfs Guðmundssonar endurskoðanda að tíunda reikninga fyrir árið 1994. Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.