Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 36
ALYKTANIR AÐALFUNDAR ÖRYRKJ AB AND AL AGSIN S Séð yfir fundarsalinn. IAðalfundur Öryrkjabandalags . íslands haldinn 14. okt. 1995 mótmælir harðlega þeirri skerðingu lífeyristrygginga, sem boðuð er í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1996 og sem valda mun mörgum lífeyrisþega þungum búsifjum ef fram nær að ganga. Þetta gerist með þrennu móti: I fyrsta lagi er áformað að skerða tekjur lífeyrisþega um 450 millj. kr. á næsta ári með því að aftengja bætur almennri launaþróun í landinu og lækka eingreiðsluupphæðir um leið. I öðru lagi boðar frumvarpið skertar tekjur lífeyrisþega um samtals 285 millj. kr. með því að fjármagns- tekjur skuli skerða tekjutengdar bætur og eins með sérstakri skerðingu hjá þeim sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð eftir að það varð lagaskylda. I þriðja lagi er ætlunin að lækka heimildarbætur lífeyrisþega um sam- tals 250 millj. kr. Þessi áform sýnast skerða tekjur lífeyrisþega frá því sem orðið hefði að óbreyttu um nær einn milljarð króna eða sem svarar um 7% af heildarupphæð til bótaþega. Af þessum tilefnum ályktar aðal- fundurinn svohljóðandi: Öryrkjabandalag Islands treystir því að bætur lífeyrisþega fylgi launa- þróun í landinu hverju sinni svo og að eingreiðslur launakerfisins skili sér að fullu inn í tryggingakerfið. Öryrkjabandalagið vill einnig mega treysta því að á meðan fjármagns- tekjuskattur hefur almennt ekki verið lagður á þá þyki fjarstæða að skerða bætur lífeyrisþega af völdum hugs- anlegra fjármagnstekna. Öryrkja- bandalagið bendir sömuleiðis á að hinar ýmsu heimildarbætur til líf- eyrisþega hafa oft úrslitaáhrif á það að þeir komist af og því er varað sérstaklega við lækkun þeirra. Öryrkjabandalag Islands skorar því á hið háa Alþingi að tryggja það að áform þessi nái ekki fram að ganga. 2Aðalfundur Öryrkjabandalags .íslands haldinn 14. okt. 1995 skorar á hið háa Alþingi að breyta lögum um almannatryggingar á þann veg að Öryrkjabandalag íslands - heildarsamtök fatlaðra á íslandi - tilnefni fulltrúa í tryggingaráð með fullum réttindum til allrar ákvarðana- töku. Lög um málefni fatlaðra kveða á um fulla stjórnunaraðild að Stjórn- arnefnd um málefni fatlaðra og ekki síður ætti sú stjórnunaraðild að gilda um tryggingaráð sem hefur svo víð- tækt valdsvið í málefnum fatlaðra sem raun ber vitni. 3Aðalfundur Öryrkjabandalags .íslands haldinn 14. okt. 1995 mótmælir harðlega þeirri skerðingu á þátttöku almannatrygginga í bifreiða- kaupum hreyfihamlaðra sem nú er gert ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir 1996 en þar er heildarfjárveiting til bifreiðakaupastyrkja áformuð 160 millj. kr. eða óbreytt fjárhæð frá 1995 og 1994. Fundurinn skorar á stjórn- völd og Alþingi að tryggja það að á næsta ári verði þátttaka almanna- trygginga í bifreiðakaupum fatlaðra aukin enda hafa fjárhæðir farið lækk- andi undanfarin ár að raungildi. Nú skilar hreyfihamlað fólk inn leyfum sínum til styrkveitinga í stórauknum mæli, þar sem það ræður ekki við að kaupa eða endurnýja bifreiðar sínar. Þá mótmælir fundurinn því mjög harðlega að hreyfihömluðum öryrkj- um sé synjað um bifreiðakaupastyrk vegna eignaviðmiðunar og telur slíkt í algjörri mótsögn við forsendur þess- arar fyrirgreiðslu sem er tilkomin vegna þess umframkostnaðar sem fólk hefur af hreyfihömlun sinni. 4Aðalfundur Öryrkjabandalags .íslands haldinn 14. okt. 1995 harmar þá ákvörðun tryggingaráðs að hætta skuli frá og með næstu ára- mótum að veita lán til bifreiðakaupa hreyfihamlaðra hjá Tryggingastofnun ríkisins. Um áratugaskeið hafa hreyfi- hamlaðir nýtt sér hin ágætu greiðslu- kjör þessara lána sem ásamt styrkjum til bifreiðakaupa hafa oft mestu ráðið um möguleika þeirra til að eignast bifreið. Greiðslukjör þessara lána hafa verið og eru enn miklum mun hag- stæðari en annarsstaðar á lánamarkaði og því hafa hreyfihamlaðir í ríkum mæli leitað til Tryggingastofnunar ríkisins og fengið þar góða og örugga fyrirgreiðslu. Aðalfundur Öryrkja- bandalags Islands skorar á trygg- ingaráð að endurskoða þessa ákvörð- un sína í ljósi mikilvægis þess fyrir hreyfihamlaða að njóta áfram þessarar fyrirgreiðslu. SAðalfundur Öryrkjabandalags . íslands mótmælir harðlega þeirri gjörð heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytis frá í mars á liðnum vetri að skila láglaunasamningi laun- þegahreyfingarinnar aðeins að hluta yfir í bætur tryggingaþega. I stað þeirrar rúmlega 7% hækkunar sem 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.