Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 26
Frá aðalfundi • • / Oryrkjabandalags Islands Laugardaginn 14. okt. sl. var 34. aðalfundur Öryrkja- bandalags íslands haldinn að Grand Hótel Reykjavík og hófst hann kl. 9 árdegis. Formaður bandalagsins, Ólöf Rík- arðsdóttir, setti fund og bauð fólk vel- komið til fundar. Borizt höfðu kjör- bréf fyrir 61 fulltrúa frá 21 félagi. Fundinn sátu fulltrúar félaga, starfs- fólk og gestir, svo fundargestir munu alls hafa verið nær 80 talsins. Fundarstjórar voru þau Helgi Hjörvar og Þórey J. Ólafsdóttir og til fundarritunar voru þeir valdir Helgi Hróðmarsson og Ólafur H. Sigur- jónsson. Fyrsta dagskrármál aðalfundar var aðildarumsókn Foreldrafélags mis- þroska barna. Stjórn bandalagsins lagði einróma til við aðalfundinn, að umsóknin yrði samþykkt og var svo gert samhljóða svo og fagnað með lófataki. Formaður félagsins, Matthías Kristiansen, þakkaði hinar góðu viðtökur og fagnaði því að félagið skyldi orðið aðildarfélag Öryrkja- bandalagsins. Markmið félagsins væri að fræða um eðli misþroska og leita úrlausna þeim til handa er fyrir yrðu. Því meiri sem vitneskjaþeirra væri um misþroska og afleiðingar hans, þeim mun frekar fyndist þeim sem félagið ætti erindi inn í Öryrkja- bandalagið. Misþroski gæti enda til fullrar örorku leitt og fyrir þá sem harðast yrðu úti þyrfti mest að vinna og bandalagið væri þar kjörinn vett- vangur. Fyrirþessu nýjaaðildarfélagi verður gerð nánari grein hér í blaðinu. Annað dagskrármál fundarins var svo skýrsla stjórnar sem for- maður Ólöf Ríkarðsdóttir flutti. Hún fagnaði aðild nýs félags og kvað fé- lögin nú 22 eins og reglur Sameinuðu þjóðanna. Minnti í upphafi rnáls á góða og velheppnaða ráðstefnu um meginreglur SÞ daginn áður, fyrstu almennu kynninguna á þessum regl- um. Stjórnarfundir voru alls 4 á starfsárinu og 11 fundir framkvæmda- stjórnar. Hún kvað nú harkalega vegið að kjörum öryrkja og höfuðverkefni nú að hnekkja þeirri atlögu. Endurskoð- un tryggingalöggjafar stæði fyrir dyrum og þar yrði Helgi Seljan fulltrúi bandalagsins. Þar yrði vel á verði að vera, ef miða ætti við áform fjárlaga- frumvarps nú. Ólöf minnti á hina margþættu fyrirgreiðslu er fram færi á vegum bandalagsins og vék sérstak- lega að lögfræðiþjónustunni sem Jóhannes Albert Sævarsson annast. í stuttri samantekt hans sem Ólöf flutti kom fram að viðtöl á liðnu starfsári hefðu verið nálægt 250 og ótal símtöl til viðbótar. Helztu mál væru: Af- greiðsla Tryggingastofnunar ríkisins og tryggingaráðs á málum lífeyris- þega, skattamál hvers konar og ágreiningur við hinar ýmsu stofnanir sem oft leiddi til málshöfðunar, þar sem gjafsóknarleið væri þá farin. Jóhannes kvaðst þess fullviss að starfsemin ætti ríkan rétt á sér. Þá vék formaður að stefnuskrárvinnu þeirri sem fram hefur farið undir styrkri stjórn Emils Thóroddsen, en 4 langir og strangir vinnufundir hefðu verið haldnir og gestgjafar verið: Reykja- lundur, Sjálfsbjörg, Styrktarfélag vangefinna auk bandalagsins sjálfs. Um drög að stefnumörkun verður síðar fjallað. Því næst sagði formaður frá nefndarstarfi á ráðuneytisgrunni vegna beiðni Þroskahjálpar um aðild að tekjum ÖBI frá Islenzkri getspá, en gerð hefði verið glögg grein fyrir öllum málum af hálfu bandalagsins þar sem m.a. hefði komið fram hver hlutur þroskaheftra í húsnæði banda- lagsins væri en hann næmi um 22%. Afram yrði fylgst rækilega með, svo mikið sem í húfi væri. Þá sagði hún frá samstöðuhátíðinni á Sauðárkróki sem var hin bezta og hefur fengið sína umfjöllun hér. Formaður taldi heimsóknir þessar sem og til einstakra félaga okkar hinar beztu og þyrfti betur að sinna. Hún gat um hinn glæsilega áfanga hjá Starfsþjálfun fatlaðra með húsnæðinu nýja, þar sem Tölvumið- stöð fatlaðra yrði einnig. Ólöf gat því næst um lærdómsríka heimsókn til Hjálpartækjamiðstöðvar T.R. þar sem endurnýting yxi stöðugt og væri nú komin yfir 50%. Þá kom hún inn á heimsóknir er- lendra gesta, sænskir hópar tveir, psoriasisfólk og blindir og sjónskertir, svo og hefðu danskir djáknar hingað komið. Formaður minnti þessu næst á dýr- mæti styrkveitinga bandalagsins fyrir aðildarfélögin svo og fleiri og gleði- 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.