Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands


Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1995, Blaðsíða 7
allan af spurning- um, þegar það sjálft eða aðstand- endur þeirra veikj- ast. Þaðeralmennt talinn sífellt mikil- vægari þáttur í meðferð að veita bæði sjúklingunum og aðstandendum þeirra nauðsynlega fræðslu. Grund- vallaratriði í allri fræðslu er að borin sé full virðing fyrir þeim sem á að fræða og hlustað sé á þær spurningar, hugsanir og tilfinn- ingar sem bærast með þeim. Er almennt borin næg virðing fyrir þeim sem veikjast og aðstand- endumþeirra? Erhlustað nægjanlega á þær spurningar, hugsanir og til- finningar sem bærast með þeim? Er tekið nægjanlegt mark á þeim skila- boðum, sem þeir eru að reyna að miðla? Þannig mætti lengi spyrja. Hvað tekur við þegar fólk út- skrifast af geðdeildum? A undan- förnum árum hafa verið stigin mikil- væg skref í þessu sambandi. Starfs- fólk geðdeilda vinnur þar gott starf í samvinnu við sveitarfélög og svæðis- skrifstofur málefna fatlaðra. Einnig hafa félög eins og Geðhjálp, Geð- vernd og Öryrkjabandalag íslands staðið að uppbyggingu á þjónustu við geðsjúka úti í samfélaginu. Þrátt fyrir að margt hafi verið gert eru geðfatl- aðirennþáágötunni,jafnvel í orðsins fyllstu merkingu. Til þess að þeir sem eru mest veikir geti lifað eðlilegu lífi, átt sér heimili og fyllt lífið innihaldi, þá þurfa þeir markvissan stuðning. Fólk þarf stuðning til að fóta sig að nýju, í sam- skiptum við vini og vandamenn, við að ráða við heimilisstörf, nám eða vinnu og tómstundir. Geðhjálp hefur lagt áherslu á að þessi hópur fái þenn- an stuðning. Geðhjálp stendur í dag fyrir stuðningsþjónustu við þá mest fötluðu. Þessi þjónusta þróaðist út frá félagsmiðstöð og skrifstofu félagsins, en þangað hefur m.a. leitað fólk sem er alvarlega fatlað vegna geðsjúk- dóma. Hugmyndin með þessari þjón- ustu var að hún byggðist á forsendum þeirra sem hennar njóta og innihald hennar væri mótað í samvinnu við neytendur. Að hve miklu leyti þetta hefur tekist get ég ekki sagt til um á þessu stigi. Vegna skorts á rekstrarfé söfn- uðust upp skuldir í fyrra og þess vegna varð félagið að loka skrifstofu sinni tímabundið. Skrifstofan hefur gegnt mjög mikil- vægu hlutverki, þar sem þangað hafa leitað sjúklingar og aðstandendur, m.a. þeir sem hafa setið uppi með í'ullt af ósvöruðum spurn- ingum og tilfinn- ingum eftir sam- skipti við opinbera aðila. Skrifstofan hefur kappkostað að styðja fólk við að leita svara og stutt það í að leita sér þjónustu og réttar síns. Það hefur verið algerlega óviðunandi að þessi starfsemi skuli hafa legið niðri. í dag er útlit fyrir að skrifstofan verði opnuð að nýju um næstu áramót. I því sambandi verður endurskoðuð sú stuðningsþjónusta sem er á vegum félagsins. Vonandi berum við gæfu til þess að félagið nái að blómstra með rekstri skrifstofu, félagsmiðstöðvar, stuðningsþjónustu og sambýla og hugsjónir þess nái að hlúa að þeim vaxtarbroddum sem ýti undir bætta þjónustu við geðsjúka og aðstand- endur þeirra. Magnús Þorgrímsson fv. form.Geðhjálpar Greinin er að stofni til erindi sem Magnús flutti á alþjóða- degi geðfatlaðra 10. okt. sl. Hlerað í hornum Drukkinn maður, sem var á leiðinni heim nótt eina, rakst á mann sem var að horfa á stjörnurnar gegnum stjörnukíki, sem hann hafði sett upp á þrífæti í garðinum hjá sér. Sá fulli leit upp í loftið og sá í sama bili stjömu- hrap. Þá gat hann ekki orða bundist, heldur gall við: „Vá, maður, þú ert aldeilis meistaraskytta!" Þorpsprestunum tveimur kom ekkert allt of vel saman, en einhvem tíma í guðrækniskasti ákváðu þeir að vinna saman í friði og vinsemd. „Þegar öllu er á botninn hvolft“, sagði annar þeirra, „erum við báðir þjónar guðs“. „Rétt er það“, svaraði hinn. „Svo við skulum þjóna honum sem best við kunnum - þú á þinn hátt, og ég á hans“. * Betlari nokkur stillti sér alltaf upp á sama stað við innganginn á stórum skýjakljúf, þar sem hundruð skrifstofa voru til húsa. Hann var að selja skó- reimar. Framkvæmdastjóri nokkur gerði það að reglu að borga betlar- anum andvirði skóreima daglega, án þess þó nokkru sinni að hirða þær. Dag einn, þegar betlarinn tók við sínum venjulegu 25 krónum gekk hann nokkur skref á eftir velgjörð- armanni sínum, klappaði honum létt á öxlina og sagði: „Mér þykir leitt að vera að kvarta en skóreimamar kosta núna þrjátíu krónur“. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.