Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 5
miðdegiskaffiðtilhans-ísokk! Sam-
vinnumenn í Reykjavík voru “Júðar
þess tíma,” sem kom til af því hvað
þeir héldu fast saman. Þeir voru því
litnir hornauga af íhaldssamari öflum
bæjarins. Eina skiptið sem ég var
laminn var af því að pabbi minn vann
hjá Sambandinu.”
Þetta voru miklir
aðhaldstímar. Stefán faðir
Halldórs var bókari og tók
iðulega bókhaldið heim
með sér. "Hann notaði
tússfjöður og reglustriku
til að gera reikningana
löglega - ég efast um að
hann hafi fengið borgað
fyrir þá heimavinnu.”
Reikningsfærslur á skrif-
borði föðurins áttu eftir að
reynast unga drengnum mikilvægt
veganesti síðar á lífsleiðinni. “Núna
get ég alltaf séð fyrir mér upp-
setningu á bókhaldi,” segir Halldór.
Barnagláka og barátta
við sjóndepru
“Þegar ég er tveggja ára uppgötvast
að ég er með barnagláku. Og mamma
fer með mig til Kaupmannahafnar.
Fjögurra og sex ára gamall er ég
skorinn þar upp af mjög þekktum
augnlækni sem gekk undir nafninu
“prófessor 3 K.” En læknavísindin
voru ekki búin að ná tökum á þessum
sjúkdómi. Hefði ég fæðst tíu árum
seinna, væri ég ekki blindur nú.”
Halldór segist hafa öfundað krakka
sem fengu að hlaupa um óhindrað.
“Af mér var aldrei sleppt hendinni,
ég sá svo illa.” Og ungi drengurinn
Halldór verður hæglátur og varkár
vegna fötlunar sinnar. “Strákarnir
gátu þó notað mig í marki í fótbolt-
anum. Þar gat ég helst þvælst fyrir,”
segir Halldór og hlær mikið.
Drengurinn Halldór fer aldrei í
barnaskóla, þykirofsjóndapur. Nem-
endur úr Kennaraskóla íslands kenna
honum heima 1-2 tíma á dag. Kristján
Sveinsson augnlæknir sker
Halldór upp 1932, þá níu
ára gamlan. “Eg fæ gler-
augu, en það var ekkert
gamanmál að verða gler-
augnaglámur! Þá fór
mamma með mig út að
glugganum á Fjölnisvegi
20 og viti menn - þama sá
ég í fyrsta skipti útidyraljós
yfir röntgendeild Land-
spítalans. Gleraugun gjör-
breyttu tilveru minni og ég
næ fullnaðarprófi úr Austurbæjar-
skóla.”
“Þáfannst mér guð
yfirgefa mig ”
Mikil breyting verður í lífi Hall-
dórs, þegar móðir hans deyr mjög
skyndilega úr lungnabólgu 1934,
þegar hann er ellefu ára. “Þá fannst
mér guð hafa yfirgefið mig.” Föður-
amma hans hafði dáið tveimur árum
áður. Halldórfékksnemmaaðkynn-
ast dauðanum. “Við pabbi förum að
búa einir saman og af illri nauðsyn fer
ég að sjá um mig sjálfur.”
í Akureyringahúsinu á Baldurs-
götu 11 fæddist lítil stúlka fjómm dög-
um eftir að Halldór kom í heiminn.
Þetta var dóttir Aðalsteins Kristins-
sonar og konu hans sem voru mikið
vinafólk foreldra Halldórs.
“Við áttum að verða hjón,” segir
Halldórbrosandi. Þótt það gengi ekki
eftir, lágu leiðir unga fólksins saman
í undirbúningsdeild Einars Magnús-
sonar fyrir Menntaskólann í Reykja-
vík.
Árið 1937 stendur mikið til hjá
fjórtán ára dreng. “Þá átti ég að ferm-
ast um vorið og þreyta inntökupróf í
M.R.” Einföld bólusetning setur strik
í reikninginn. Halldór veikist svo
heiftarlega af sprautunni að hann
missir af fermingunni og hluta inn-
tökuprófsins.
“Þá er ég sendur norður til Jónasar
frænda í Kristnesi, eins og alltaf á
sumrin.” Einkennilega örlagaþrung-
ið, að Halldór skyldi vera eina ferm-
ingarbarnið í Lögmannshlíð og síðar
ganga til altaris þegar verið var að
vígja Friðrik föðurbróður hans til
Hólabiskups. “Þarna gekk ég til alt-
aris með eintómum prestum,” segir
Halldór, sem man alltaf eftir sólinni
sem skein á kápuna hans Jóns Helga-
sonar biskups sem var að vígja hinn
verðandi vígslubiskup. Biskupskápa
þessi hangir nú á Þjóðminjasafni Is-
lands - hana bar fyrstur manna Jón
Arason Hólabiskup. Halldór lýkur
inntökuprófinu um haustið. Af 130
nemendum sem þreyttu prófið náðu
aðeins 27 inngöngu. “Eg varsáell-
efti inn í skólann og ellefti út úr
honum.”
Menntaskólaár í þokumóðu
blindu og stríðs
“Eg sá ótrúlega illa og alls ekki á
töfluna, þótt ég sæti alveg upp við
hana. “Þú ert mesti “sjónsvikahrapp-
ur “ sem ég hef fyrirhitt,” sagði enski
augnlæknirinn Fyson við mig, þegar
hann hafði athugað sjónina, alveg
undrandi á hvað ég hafði getað staðið
mig vel í skólanum. Oft er það svo,
að þeir sem sjá mjög illa segjast sjá
betur, en þeir sem sjá sæmilega
þykjast sjá verr - og eru þar af leiðandi
taldir mjög klárir, “ segir Halldór.
Halldór talar af mikilli innlifun um
menntaskólaárin sem greinilega eru
honum mjög hugleikin. “Þar bast ég
sterkum vináttuböndum. Skólafélagar
mínir úr M.R. eru miklir og góðir vinir
mínir enn í dag.”
Stríðið setti mark sitt á mennta-
skólaár Halldórs. “Við máttum ekki
fara á almenna dansleiki vegna stríðs-
ins, en skemmtum okkur því betur í
heimahúsum - tefldum og dönsuðum
og hlustuðum á B.B.C. Stríðið þjapp-
aði okkur saman og bekkurinn varð
Oddný Sv.
Björgvins.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5