Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 15
Jóhann Pétur junior með öðrum þingfulltrúum.
Hjólastóllinn
er hátindur útsýnis míns.
Samt held ég í vonina
um að losna úr honum.
Fjallað er um útgáfumál og fjár-
mál m.a. fjáröflun af ýmsu tagi:
Sjálfsbjargarklemmuna, happdrætti
og Hollvini Sjálfsbjargar sem áður er
um getið. Þá er allnokkur kafli um
húsnæðismál, fundi og ráðstefnur og
erlend samskipti sem eru m.a. í gegn-
um þátttöku landssambandsins í
Nordisk handikappförbund. Kafli er
um Sjálfsbjargarhúsið, en þar er eðli-
lega af ýmsu að taka svo margar vist-
arverur sem þar eru og fjölþætt starf-
semi af ýmsu tagi. Undir liðnum
félagsmál er fjallað um hin ýmsu
námskeið sem Sjálfsbjörg hefur staðið
að, ýmist ein eða með öðrum s.s.: Að
flytja að heiman, - Að verða fullorð-
inn, - Að eiga fatlað barn o.s.frv.
Úthlutun P - merkja er svo sérliður í
skýrslunni, en ásókn í þessi merki sem
Sjálfsbjörg hefur séð um úthlutun á
hefur farið mjög vaxandi. Breytingar
kunna að verða hér á skv. skýrslunni.
Þá er í skýrslunni að finna skýrslur
nefnda á vegum Sjálfsbjargar, Isf., svo
og skýrslur fulltrúa Sjálfsbjargar, lsf.
í stjómum samtaka og fyrirtækja og á
þessu sézt hve víða er komið við og
hversu fjölbreytnin í starfi landssam-
bandsins er mikil. Og aftur fer ritstjóri
á fund skólabarna og hér er ljóð Krist-
ínar Birgisdóttur, Húnavallaskóla.
Ég sit og horfi
ég er föst
í hjólastól.
Ég kemst ekki
mína leið.
Ég horfi á bíóið
en kemst ekki inn.
Ég horfi á skólann
en ég kemst ekki inn.
Ég horfi á sjoppuna
en kemst ekki inn.
Ég sit og horfi,
ég er föst.
Nokkrar lagabreytingar voru
gerðar á þinginu. Ávörp fluttu
um efnið: Málefni fatlaðra í nútíð og
framtíð: Aðalbjörg Dísa Guðjóns-
dóttir deildarstjóri Félagsmálastofn-
unar Reykjavíkur, Karl Steinar
Guðnason forstjóri Tryggingastofn-
unar ríkisins og Jón Hákon Magn-
ússon markaðsfulltrúi. Var gerður
góður rómur að máli þeirra og urðu
af því umræður nokkrar, fyrirspurnir
og athugasemdir. Kosning fór svo
fram í hinar ýmsu starfsnefndir innan
landssambandsins svo og í ýmis ráð
og nefndir. Stjórn Sjálfsbjargar -
landssambands fatlaðra skipa nú:
Formaður: Guðríður Ólafsdóttir.
Varaformaður: Birna Frímannsdóttir.
Ritari: SigurðurBjömsson. Gjaldkeri:
Ragnar Gunnar Þórhallsson. Með-
stjórnandi: Baldur Bragason. Vara-
stjórn skipa: Björg Kristjánsdóttir,
Guðmundur Magnússon og Kolbrún
Dögg Kristjánsdóttir. Lífeyris- og
tryggingamál eða kjaramál fatlaðra í
víðastri merking voru höfuðviðfangs-
efni þingsins og þar um ályktað.
Lagðar voru fram af starfshópi fjöl-
margar hugmyndir um breytingar á
tryggingalöggjöfinni til hagsbóta fyrir
fatlaða og munu þær sendar nefnd
þeirri sem nú er að störfum og end-
urskoða skal þetta um margt stagbætta
kerfi. Þingið samþykkti einnig ýmsar
aðrar ályktanir bæði almennar sem inn
á við um starf og hag Sjálfsbjargar-
landssambandsins. Þingið var vel sótt
en því stjórnuðu Sigurður Magnússon
og Snæbjöm Þórðarson. Sjálfsbjörg er
allra heilla árnað í umfangsmiklu
starfi sínu.
H.S.
Hlerað í hornum
Farþegi heyrði eftirfarandi samtal
tveggja ungra stúlkna: “Eg sagði
honum Gunnari í gær, að allt væri
búið á milli okkar”. “Og hvað sagði
hann?” “Breiddi bara sængina upp
fyrir haus”.
Maður lýsti heimsókn sinni í kjallara-
íbúð til ungra hjóna svo: “Það var svo
lágt til lofts að það var frágangssök
að éta þar neitt nema flatkökur”.
**
Háseti á togara kom út á þilfar með
peysuna sína í hendinni, en storm-
urinn greip peysuna og feykti henni
langt út á sjó. Hásetinn rauk til skip-
stjóra og sagði honum flaumósa frá
þessum mikla skaða. “Hvað er þetta
maður, þakkaðu guði fyrir að þú varst
ekki í peysunni”, sagði skipstjórinn í
rólegheitunum.
**
Það var á dögum Surtseyjargossins,
en þá voru farnar ferðir gagngert til
að skoða eldstöðvarnar. Kona spurði
vinkonu sína hvort hún ætlaði ekki í
Surtseyjarferð. Þá spurði vinkonan:
“Verður látin sápa í hana?” “Ertu frá
þérmanneskja. Það er ekki Iátin sápa
nema í Gullfoss og Geysi,” anzaði hin.
Lögfræðingur einn hóf varnarræðu
fyrir skjólstæðing sinn fyrir Hæstarétti
svo:“Þar sem skjólstæðingur minn
hefur falið mér að verja mál sitt vil
ég krefjast þess, að geðlæknir rann-
saki, hvort hann er með réttu ráði”.
**
Fjölskyldan var á ferð um Vatnsskarð
nyrðra og virti fyrir sér útsýnið yfir
Skagafjörð við minnismerki Stephans
G. Fjölskyldufaðirinn komst í mikla
stemmingu og mælti: “Skín við sólu
Skagafjörður.” Þá heyrðist í dóttur-
inni, táningsstúlku: “Alltafþarfhann
pabbi að vera að yrkja.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
15