Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 25
hafist handa um að hrinda tiilögum
ráðuneytisins í framkvæmd. Það er
því mikilsvert fyrir alla þá sem hér
eiga hlut að máli að taka nú höndum
saman við félagsmálaráðuneytið og
gera allt sem hugsanlegt er til þess að
tillögumarnái fram að ganga. Nokkr-
ir vinnustaðir hafa nú þegar tekið upp
hluta af því sem felst í tillögum nefnd-
ar félagsmálaráðuneytisins bæði hvað
varðar laun og réttindi starfsfólks síns
og ýmislegt annað sem varðar
atvinnuöryggi þess og eftir því sem
mér er best kunnugt munu Reykja-
lundur, Múlalundur og Vinnustaðir
Öryrkjabandalagsins vera þar til
fyrirmyndar.
Ég hef örlítið komið að þessum
málum á undanförnum árum sem for-
maður stjórnar Vinnustaða Öryrkja-
bandalags Islands, sem skilgreindir
eru sem verndaðir vinnustaðir og í
gegnum það starf kynnst nokkuð
ýmsum hliðum atvinnumála fatlaðra.
Mér er ljóst að almennur vinnumark-
aður verður að taka við langstærstum
hluta fatlaðra til starfa , en verndaðir
vinnustaðir verða til áfram og koma
til með að hafa mikilvægu hlutverki
að gegna í framtíðinni eins og hingað
til. Af þeirri stuttu reynslu sem ég hefi
fengið þar af umfjöllun um atvinnu-
mál fatlaðra og þátttöku í rekstri eins
fjölmennasta verndaða vinnustaðar
landsins, þá virðist mér að hægt væri
að nýta betur það opinbera fjármagn
sem veitt er til þessa málaflokks með
endurskipulagningu og viðhorfs-
breytingu til verkefnisins og vil ég því
setja fram nokkrar hugmyndir í því
sambandi.
Vinnustaðir fatlaðra í framtíðinni
verða að sjálfsögðu að vera
byggðir upp eftir þeim breytilegu
forsendum sem eru til staðar hverju
sinni. Við uppbyggingu og stjórnun
á vinnustað sem framleiða á markaðs-
og samkeppnishæfar vörur, eða
stunda þjónustustörf er mikilvægt að
hafa í huga nokkur meginatriði sem
ég tilgreini hér á eftir.
* Vanda þarf mjög til vals á stjóm-
armönnum fyrir vinnustaðinn og er
æskilegt að í slíkar stjómir veljist
aðilar sem hafa einhverja reynslu
af stjórnunarstörfum á því sviði
sem vinnustaðnum er ætlað að
starfa á bæði viðskiptalega og
félagslega.
* Mjög mikilvægt er að vandað sé til
vals á forstöðumanni fyrir vinnu-
staðinn. Að hann hafi þá þekkingu
til að bera sem þarf til þess að ná
árangri í rekstri, bæði hvað varðar
fjármálastjórnun, framleiðslu,
markaðs.setningu og annað sem
nauðsynlegt er til þess að rekst-
urinn verði hagkvæmur og að
framleiðsluvömrnar geti staðist þá
samkeppni sem við er að glíma
hverju sinni.
* Flest starfsfólk vinnustaðanna verði
valið úr röðum fatlaðra, en nauðsyn
ber til þess að einnig séu til staðar
fullfrískir aðilar til leiðbeiningar.
Við val á starfsfólki ber að hafa í
huga vinnugetu hvers og eins og
hvernig viðkomandi hugsanlega
fellur að þeim verkefnum sem í
boði eru.
* Gerður verði ráðningarsamningur
við hvern starfsmann þar sem fram
komi allir þeir meginþættir sem
venja er að geta um í almennum
ráðningarsamningum. Eins og
stendur er ýmislegt óljóst hvað
varðar þátttöku slíkra starfsmanna
í gjöldum til fagfélaga, lífeyrissjóða
og fleira á því sviði, en væntanlega
koma ákveðnar reglur þar um á
næstunni.
* Mikilvægt er að starfsfólk hvers
vinnustaðar verði sér þess með-
vitandi að afkoma og framtíð
vinnustaðarins byggist á störfum
þeirra. Þeim sé gerð grein fyrir
framleiðslu og söluáætlunum og
þannig stuðlað að því að hver og
einn eigi kost á því að fylgjast með
því sem verið er að vinna að á
hverjum tíma og að vinnuframlag
hvers og eins sé mikilvægt til þess
að árangur náist.
Við endurskipulagningu á
Vinnustöðum Öryrkjabandalags
Islands, höfum við sem vorum valdir
þar til stjórnarstarfa sett okkur ákveð-
in markmið og reglur sem falla mjög
að því sem ég hefi hér að framan talið.
Reksturinn þar hefur tekið mjög
ánægjulegum stakkaskiptum á síðustu
árum og nálgast nú óðum það takmark
okkar, sem erum þar í forsvari, að
framleiðslan þar skili það góðum
árangri að framleiðslukostnaðurinn
fáist greiddur og að einhver rekstr-
arafgangur verði áður en langt um líð-
ur.
Þetta er mjög blandaður vinnu-
staður bæði hvað varðar verkefni og
starfsfólk. Það starfa þar að staðaldri
35-40 öryrkjar í fjórum deildum sem
eru: Örtækni - tæknivinnustofa,
saumastofa, prjónastofa og ræstinga-
deild. Eins og þessi upptalning ber
með sér eru verkefnin af ýmsum toga
en þarna hefur tekist með markvissri
stjórnun að samhæfa hóp fólks, sem
vissulega var töluvert sundurleitur í
byrjun, en hefur náð vel saman. Það
hefur skipt miklu máli að vel hefur
tekist til með val á verkefnum sem
falla að þeirri framleiðslugetu sem
fyrir hendi er og að framleiðslan á
góða möguleika á því að standast þá
samkeppni sem fyrir er á frjálsum
markaði fyrir hliðstæðar vörur og
þjónustu.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
25