Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Side 26
Þó að ég hafi dvalið hér nokkuð við mínar eigin hugmyndir um rekstur verndaðra vinnustaða og þá sérstaklega Vinnustaði ÖBÍ þá geri ég mér að sjálfsögðu grein fyrir því að atvinnumál fatlaðra verða ekki ein- vörðungu leyst á slíkum stofnunum, fleira þarf að koma til. Fatlaðir verða að eiga aðgang að vinnumarkaðinum eftir sem eðlilegustum leiðum en lík- lega verður að tryggja atvinnuöryggi þeirra framar öðru í gegnum svæðis- bundnar vinnumiðlanir og þá með aðstoð frá opinberum aðilum eins og fram kemur í frumvarpi til laga um vinnumiðlun sem lagt hefur verið fyrir Alþingi. Eg vænti þess að sú vandaða til- lögugerð sem nefnd félagsmálaráðu- neytisins um atvinnumál fatlaðra hef- ur unnið og lagt fram í ágætri skýrslu verði til þess að nú verði hafist handa af réttum aðilum að hrinda henni í framkvæmd sem allra fyrst. Þeir sem eiga hér mestra hagsmuna að gæta þurfa því að snúa sér að því af alefli að tillögur nefndarinnar verði fram- kvæmdar. Jón Þór Jóhannsson Hlerað í hornum Ritstjórinn var eystra og fimm ára hnátan, dótturdóttirin, fékk að fylgja honum á flugvöllinn. Hún spurði: “Hlakkar þú ekki til að hitta Hönnu ömmu, þegar þú kemur suður?”, hverju afinn svaraði eindregið játandi. Þá sagði sú litla: “Já, þú hlakkar þá til að fara frá öllum barnabörnunum þínum”. Afinn átti ekkert andsvar. Kona ein mætti ungum manni sem ók bamavagni á undan sér. Bamiðorgaði allt hvað af tók í vagninum, en konan heyrði að maðurinn sagði í sífellu: “RólegurAxel, rólegurAxel”. Konan fékk að kíkja í vagninn, klappaði barninu, sem ekki linnti þó látum og sagði svo við unga manninn: “Já, hann heitir sem sé Axel”. Þá svaraði maðurinn: “Nei, hann heitir ekki Axel, það er ég sem heiti Axel”. Maður einn lýsti reykingakófi í her- bergi einu svo: “Þó maður hlypi með lambslæri þar í gegn, mundi það samt verða ofreykt”. Valgeir Sigurðsson, skjalavörður: Hrafn Ég byggði mér hreiður, bálk úr sprekum og hrísi, borið saman og tínt í ólíkum stöðum. Ég ól mína drauma: Áframhald krummakynsins, einkennin gömlu, ræktuð í þúsund liði. Ég flaug upp í hamra, fann mér þar tæpa syllu, festi þar byggð, og hugði nú gott til hokurs. Ég byggði mér hreiður, bjó þar glaður að mínu. Bæjanna þústir sýndust í nægum fjarska. Því varð mín undrun ógninni sjálfri stærri, er arka sá ég til fjallsins drápsmanninn slynga. Greip ég til flugsins. Útsýn er góð hér efra. - Eigi mun gisinn laupur minn halda höglum. Ort í apríllok og á fyrstu dögum maímánaðar 1965. Á afmælisdegi Stefáns Jónssonar Lífi leynir fold. Lítið fræ í mold sik teygir brátt í sólar átt. Hátt röðull hlær á himni, skær. Mjök Ijóma sund um morginstund. Gras vort es grænt, gagnsamt ok vænt, þat es lífs vors líf ok lands hlíf. Því hyllumk þann, er þess hróður vann ok gengr á þess fund með glaðri lund. Njót garpr góðs, jafnt geirs sem fljóðs. Legg ör á streng, hljót ærinn feng. Megi fiskr í ám ok fugl í trjám sækja himin sér í hendur þér! Flutt í afmælisveislu Stefáns Jónssonar 9. maí ‘83 (Athugasemd höfundar: Kvæðið er allt ort að morgni afmælisdagsins og hefur ekki tekið neinum breytingum síðan. - Höfuðlausn Egils Skallagrímssonar er eina fornkvæði vort sem getur státað af endarími. Því var það nú til gamans gert, og meðfram til þess að létta höfundinum verk sitt, að stæla að nokkru stíl og hátt sjálfrar Höfuðlausnar.) V.S. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.