Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Page 28
Molar til meltingar
Ekki er nema von þó
ýmsir spyrji að því í
hvað lottóféð fari, þ.e. sá
hluti sem til Öryrkja-
bandalagsins rennur. Oftar
en ekki er um lottóauð talað
og jafnvel látið að því liggja
að í sjóði sé safnað að ekki
sé nú á elskuríkar raddir
minnzt, sem halda að sóað
sé í einhverja óráðsíu.
Auðvitað er engin von til að
fólk almennt viti hvað
aðhafzt er hér á vettvangi
og fjölmiðlafólkið okkar
hefur ekki verið neitt
óskaplega iðið við að kynna
sér sannleik málsins til
upplýsingar fyrir almenn-
ing í hvað þessir óneitan-
lega miklu fjármunir fara.
Við hér á bæ erum heldur
ekki nógu dugleg að koma
staðreyndum mála á fram-
færi, og örugglega alltof
hógvær í raun, þó auglýsing
eigin verka sé afar hvimleið
svo ekki sé meira sagt.
Allt liggur þetta ofur-
ljóst fyrir í reikningum
hvers árs, en ekki síður í
fasteignum og öðrum
áþreifanlegum verkum m.a.
þessu blaði sem geymir
þessar línur. Það er ekki úr
vegi að upplýsa um hús-
eignir Hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins sem frá upp-
hafi hefur fengið mikinn
meirihluta þessara fjár-
muna. Og fyrir þau fleiri
hundruð öryrkja sem þessar
fasteignir hýsa eru þetta
ekki kaldar, tilgangslausar
byggingar, heldur notalegt
og öruggt athvarf hverjum
sem þar fær húsaskjól.
✓
Eg hygg að þeir muni á
einu máli um það, hve
ávöxtun lottófjárins sé
árangursrík og innihaldsrík
urn leið, enda ásóknin í
húsnæðið ein sér sönnun
um dýrmæti þess að mega
þannig öðlast öruggan
samastað gegn eins vægu
gjaldi og unnt er, eftir oft
hreina eyðimerkurgöngu
alltof lengi í leit að ein-
hverjuslíku. Sannastsagna
veit ég ekki hvort unnt
hefði verið að nýta þetta
fjármagn betur í þágu fleiri
og rétt að fólk sem leggur
lottóinu lið með kaupum
sínum viti hve vel er með
farið.
Aðeins til að nefna tölur
sem hafa raunar oftlega
birzt hér þá hafa alls verið
keyptar eða byggðar 252
íbúðir frá því lottóið hófst
auk þess sem skuldir eldri
íbúða Hússjóðs voru
greiddar upp. Þessar íbúðir
eru í öllum landshlutum, þó
langflestar séu hér á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og
aftur í tölur vitnað má að-
eins gera sér í hugarlund
viðbótarvanda í húsnæð-
ismálum, ef ekki hefði á
svo ágætan rnáta verið
skotið góðu skjólshúsi yfir
þá rúmlega 800 íbúa sem
eiga sitt leiguathvarf tryggt
hjáHússjóði. Þaðeruíbúar
með hinar ýmsu fatlanir
sem hér eiga húsaskjól, en
þroskaheftir eru flestir og
næstflestir eru svo geð-
fatlaðir.
**
✓
Iframhaldi af þessu kann
svo vel að vera að innt
sé eftir því hvert þeir fjár-
munir fari sem ekki renna
beint til húsnæðismála.
Öryrkjabandalag íslands
fær þá fjármuni beint til
sinnai' fjölbreyttu starfsemi,
styrkir með því fjármagni
hin fjölmörgu félög sín með
allgóðum framlögum til
hinna þörfustu verkefna,
styrkir annars öfluga
Vinnustaði Öryrkja-
bandalagsins, kostar sam-
eiginleg verkefni Þroska-
hjálpar og Öryrkjabanda-
lagsins, styrkir meira og
minna þær stofnanir er
bandalagið er aðili að, veitir
styrki til ýmiss konar
ágætra málefna sem tengj-
ast fötlun og starfi í þágu
fatlaðra, sinnir bráðnauð-
synlegum samskiptum við
útlönd og fær numið þar af
lærdóm um leið og aðrir eru
um okkur fræddir og svo
mætti áfram telja.
Rekstur bandalagsins
sjálfs er í allmiklu lágmarki
miðað við umfang starfsins
og fjölda félaga, en síðan
heldur það út miðli fjórum
sinnum á ári - þessu blaði -
þar sem um málgagn er að
ræða sem vettvang barátt-
unnar - sóknar sem varnar
- svo og er það fréttamiðill
sem fræða á jafnhliða því
sem það á að færa félögun-
um gagnkvæman fróðleik
urn innra starf hvers annars
og þjappa þeim um leið
saman til átaka. Menn
spyrja efalaust um umfang
starfs, hvort mikið sé
hingað leitað og fróðleik,
upplýsingum sem aðstoð
miðlað. Hingað koma ærið
margir, enn fleiri hringja og
óhætt að fullyrða að
erindum sé reynt að sinna
sem bezt og um leið fylgt
sem bezt eftir til úrlausnar.
Alltaf má enn betur gera
m.a. í varnarbaráttu þeirri
sem háð hefur verið allt um
of á liðinni tíð, en vissa mín
þó sú að ærin samvizku-
semi sé þó í okkar fylgd.
að er alveg óhætt að
fullyrða að í margt
mætagott verk hefði ekki
verið ráðist án hins dýr-
mæta stuðnings sem banda-
lagið hefur getað veitt frá
upphafi lottósins.
Við erum a.rn.k. afar
þakklát fólkinu í landinu,
hinum mikla fjölda sem
hefur gert þetta allt saman
kleift þennan áratug. Hér
hefur þjóðin sjálf verið að
verki af fúsum og frjálsum
vilja af framsýni og stórhug
og um leið vitandi það innst
inni að þessum fjármunum
yrði á farsælan veg varið.
Það er ljúf skylda Öryrkja-
bandalags Islands að svo
skuli gert, enda við það
leitast af fremsta megni að
veita fjármagni þessu þang-
að sem þess er helzt þörf.
Vonandi verður hér fram-
hald á í framtíðinni, svo
víða sem kallað er og knúið
á um verk sem vinna skal.
Enn fleiri fötluðum þarf að
tryggja öruggt húsnæði og
ætíð er nauðsynin söm að
veita fötluðum og félögum
28