Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Qupperneq 32
Af dágóðri iðju dægranna
Kristín Jónsdóttir, þroskaþjálfi, starfsmaður Hússjóðs Öryrkjabandalagsins
Formáli ritstjóra: Hér í alnæsta ná-
grenni erjar á akri Kristín Jóns-
dóttir og hefur ævinlega yfrið nóg
að starfa. Ritstjóri lagði fyrir hana
nokkrar forvitnispurningar sem
hún féllst fúslega á að svara og hafl
hún fyrir góða þökk.
Hvenær komstu hér til starfa
og hvað hafðirðu gert áður?
Eg kom til starfa hér í janúar 1988.
Ég starfaði í ein tólf ár í Trygginga-
stofnun ríkisins lengst af í félagsmála-
og upplýsingadeild. Ég lauk námi í
þroskaþjálfun árið 1983 og fór þá til
starfa í Blindradeild Alftamýrarskóla
og var þar í 3 ár, en svo kom ég hingað
til starfa frá Greiningar- og ráðgjafar-
stöð ríkisins. Auk þess hef ég í mörg
ár unnið að ýmsum hagsmunamálum
fatlaðra í tengslum við það félag sem
ég er í þ.e. Sjálfsbjörg landssamband
fatlaðra.
I hverju fólst svo starf þitt
í upphafi?
Störf mín hér fyrstu árin skiptust
að hluta á milli Hússjóðs Öryrkja-
bandalagsins og Vinnustofu Öryrkja-
bandalagsins. Með tímanum kom í
Ijós að megintími starfs míns fór í
vinnu við persónulega fyrirgreiðslu
við íbúa í Hátúni og fleiri og full þörf
var á að ég færi í fullt starf hjá Hús-
sjóði Öryrkjabandalagsins enda tók ég
þá við því hlutverki að tala við
umsækjendur íbúða hjá Hússjóðnum
sem hafði verið í höndum Asgerðar
Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra
Öryrkjabandalagsins til þess tíma.
Hvernig hafa þessi störf þín
svo þróast?
Þau hafa þróast þannig að ég reyni
að sjá til þess að fólk sem leigir hjá
okkur fái þau réttindi sem í boði eru á
hverjum tíma bæði varðandi félagsleg
úrræði og greiðslur frá Trygginga-
stofnun. Svo er mikill tími sem fer í
það að tala við það fólk sem er að
sækja um húsnæði hjá okkur og á
umsókn inni og fara yfir biðlistann og
meta hann á þann hátt að fólk sem er
í hvað brýnastri þörf komist í húsnæði
hjá okkur.
Kristín Jónsdóttir.
Sem starfsmaður Hússjóðs
fræddu okkur smávegis
um umfang hans nú
I Hátúnshúsunum eru 205 íbúðir
með um 230 íbúum. Nú eru íbúðir
Hússjóðs alls um 520 talsins og
nokkrar íbúðir eru í byggingu. Hús-
sjóður Öryrkjabandalagsins er annar
stærsti leigusali landsins með 800
íbúa, í eins lágri leigu og kostur er
enda vitað að öryrkjar hafa upp til
hópa litla greiðslugetu. Af þessum
520 íbúðum eru 439 á Stór- Reykja-
víkursvæðinu og 81 íbúð er úti á landi.
Fjölmennustu fötlunarhóparnir í
húsnæði okkar eru þroskaheftir eða
150 einstaklingar í 105 íbúðum og
einbýlishúsum, geðfatlaðir eru 132
talsins og hreyfihamlaðir 90. Á hverju
ári eru keyptar milli 25 og 30 íbúðir.
Það verður að segjast eins og er að
leigutekjur eru of lágar til að standa
undir lágmarksútgjöldum, enda marg-
ar íbúðir komnar á þann aldur að þær
krefjast aukins viðhalds.
I hverju felst svo þjónusta þín
við íbúana sem leigja hjá
Hússjóði? Er hún bundin íbúum
hér í Hátúni eingöngu?
Eins og áður sagði leigja hér í
Hátúni 230 einstaklingar sem eru á
öllum aldri. Tæplega eitt hundrað eru
yfir 67 ára aldri. Allir eru hér vegna
sinnar örorku en Öryrkjabandalagið
leigir einungis öryrkjum. Örorka er af
mismunandi toga og er þetta því mjög
litríkur hópur. Ég sinni einnig
öryrkjum sem búa hjá okkur annars
staðar en í Hátúni. Það gefur augaleið
að það er margs konar þjónusta sem
fólk þarf á að halda sem býr við
örorku eða hefur verið fatlað til langs
tíma og er auk þess orðið aldrað. Það
hefur verið stefna stjórnvalda og
hagsmunasamtaka fatlaðra að fólk
geti búið svo lengi sem kostur er innf
á sínu heimili. Ég ræði við fólk um
það hvaða þjónustu það þarf á að
halda og einnig oft um hvort áhugi sé
fyrir hendi að fara í nám eða atvinnu
sé þess kostur og einnig hvet ég fólk
gjama til þess að sækja það félagsstarf
sem boðið er upp á víðs vegar hvort
heldur er fyrir aldraða eða öryrkja og
auðvitað það sem stendur öllum til
boða, óháð fötlun.
Segðu mér af einhverju fleiru
af starfsvettvangi þínum
Mitt hlutverk er einnig að fara í
gegnum fmmskóg almannatrygginga-
kerfisins og reyna að sjá til þess að
fólk fái það sem því ber. I þessu sam-
bandi vil ég taka fram að reynsla mín
í störfum hjá Tryggingastofnun í 12
ár hefur komið sér vel í þessu starfi.
Samstarf okkar við Tryggingastofnun
hefur ávallt verið með ágætum.
Hvað viltu segja okkur um álit
þitt á lífskjörum þessa hóps?
Ég tel að óhætt sé að segja að
íbúum á vegum Hússjóðs sé nokkuð
vel sinnt, en það er ekki hægt annað
en minnast á kjör þessa fólks almennt
því þau eru oft til umræðu hér á bæ
að sjálfsögðu. Eins og áður sagði leig-
ir Hússjóður Öryrkjabandalagsins
einungis öryrkjum sem hafa að jafnaði
afkomu sína í gegnum almanna-
tryggingar. Húsaleiga hjá okkur er
eins lág og frekast er unnt. Einnig er
húsnæðið öruggt til frambúðar svo
fremi að einstaklingar standi í skilum
með sínar greiðslur og hegði sér sam-
kvæmt húsreglum sem tíðkast í fjöl-
býlishúsum. Algeng kjör einstaklings
eru þau að hafa örorkulífeyri, tekju-
tryggingu, heimilisuppbót og sérstaka
heimilisuppbót eða alls kr 57.466.- á
mánuði. Síðan breytast upphæðir að
sjálfsögðu eftir ýmsu, s.s. tjölskyldu-
stærð o. fl. Sumir hafa greiðslur úr
lífeyrissjóði og aðrir vinna hluta úr
degi t.d. á vernduðum vinnustöðum
eða hafa aðrar vinnutekjur. Húsaleigu-
bætur eru greiddar hjá sumum sveitar-
32