Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Blaðsíða 42
Frá fundi í Neista - aðstandendafélagi hjartveikra barna. 10 árum eftir fyrstu hjartaskurðað- gerðina sé búið að ákveða að kaupa nýja hjarta- og lungnavél svo og liggi í loftinu ákvörðun um næstu skref í hjartaskurðaðgerðum ungra barna. Birtar eru hinar ágætu ræður sem flutt- ar voru á hátíðarfundi í Perlunni á liðnu vori undir kjörorðinu: Tökum á - tækin vantar, en þeim var reynt að gera skil í síðasta blaði. Skemmtileg er frásögnin af samkomu á Landspít- alanum 14. júní sl. í tilefni af því að þann dag voru 10 ár liðin frá fyrsta hjartauppskurðinum. Það var Valgeir Vilhjálmsson frá Djúpavogi sem þá þrekraun þreytti, en í ávarpi Grétars yfirlæknis kom fram að hann væri ætíð nefndur Valgeir fyrsti, en heil- brigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir vildi kalla hann Valgeir kalda. Grétar yfirlæknir Ólafsson segir þá sögu að Valgeirhafi fyrir aðgerð verið spurður hvort hann kviði ekki fyrir en þá hafi hann svarað: Nei, alls ekki, þeir vanda sig sérstaklega vel við þann fyrsta. Imáli Grétars kom fram að 1740 aðgerðir hafa verið gerðar á þess- um nákvæmlega 10 árum og árangur eins og hann gerist beztur annars stað- ar. í ávarpi sínu við þetta tækifæri færði Ingólfur Viktorsson miklar og góðar þakkir til lækna og hjúkrunar- liðs frá LHS. Reynslusaga Ásgeirs Þórs Árnasonar er afar vel og lipur- lega skrifuð en hann fékk alvarlegt hjartaáfall aðeins 35 ára gamall. Lýs- ing Ásgeirs á því lætur engan ósnort- inn, ljós og ógnvekjandi í senn. I lokin vekur Ásgeir Þór athygli á því hversu erfiðlega honum gengur að fá starf við hæfi og segir að réttur sjúklinga til atvinnu og fleira í þessu landi þurfi að batna til muna. Fréttir eru frá Neista - aðstandendafélagi hjartveikra barna en þar stendur landssöfnun fyrir dyrum í október. Formaður Neista er Elín Viðarsdóttir. Sagt er frá hóprann- sókn í tengslum við heilsueflingu á Húsavík - en Húsavrk var einn svo- nefndra H - bæja. Af 137 sem þátt tóku reyktu 43%. Einnig var rangt mataræði mjög áberandi. 4. landsþing LHS verður svo haldið á Reykjalundi síðast í september og munu sækja það um 50 fulltrúar. * Meginstoð blað MS félagsins 1. tbl. 1996 hefur okkur borizt fjölbreytt að efni sem fyrrum. Oddný Fjóla Lámsdóttir er ábyrgðarmaður en Páll Pálsson ritstjóri. Að vonum tekur mikið rúm í ritinu umfjöllun um lyfið Interferon beta og úthlutun þess. For- maðurinn Gyða J. Ólafsdóttir fjallar um þetta mál í aðfararorðum eða leið- ara þar sem hún segir að æskilegt sé að allir þeir sem þurfa á lyfinu að halda eigi þess kost. Gyða segir að aðalverkefni félagsins sé að stuðla að og styrkja rannsóknir varðandi “gát- una stóm” og á þar við orsök MS sjúk- dómsins. Síðan koma viðtöl við fjóra aðila um lyfið Interferon beta og kennir þar margra fróðleiksgrasa. John Benedikz taugalæknir segir fyrstu úthlutun lyfsins hafa farið eftir þeirri gerð sjúkdómsins sem rann- sóknir hafa verið gerðar á og haldbær- ar niðurstöður fengizt og lýsir því svo nánar. Hans niðurstaða er sú að lækn- isfræðilegt mat muni ráða því hverjir fái lyfið. Hann segir að mörgum sé þegar farið að líða betur eftir meðferð- ina en varar við fölskum áhrifum svo og greinir hann frá aukaverkunum sem fylgja. S verrir Bergmann formað- ur Félags taugalækna segir frá fyrstu reglum og ýmsum vanköntum þeirra, en nýjar viðmiðunarreglur eru í undir- búningi þar sem t.d. öll aldurstakmörk verða afnumin en með þau ríkti ein- mitt afar mikil óánægja. Hann fer svo yfir fötlunarstig og hvenær komið er að þeim mörkum þar sem lyfið gagnar ekki því miður. Lyfið er dýrt og ef tal- að er um 80 sem lyfið fái kosti það 50 milljónir á ári. Sverrir kveður of snemmt að meta hinn raunverulega árangur. Sigurður Thorlacius tryggingayfir- læknir segir að alltaf verði að byggja á vísindalegri vitneskju hvað varðar þessa lyfjagjöf. Varðandi fyrstu reglur kveður hann mesta áherzlu hafa verið lagða á það að það fólk fengi lyfið sem mestar líkur væri á að það kæmi að gagni hjá. Sigurður bendir á að varðandi Interferon beta meðferð- ina séum við þó í fararbroddi í Evrópu. Við rýmkun reglna þurfi að huga að auknu fjármagni. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra bend- ir einmitt á hve við stöndum framar- lega í þessum efnum. Grundvallar- markmið heilbrigðiskerfisins íslenzka er að geta boðið landsmönnum upp á beztu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma. En varðandi Interferon beta verði fagmenn að hafa síðasta orðið. Sagt er frá boði Vigdísar forseta heim að Bessastöðum sem margt MS fólk þáði með þökkum. Hugleiðingar um þreytu eftir Valgeir Hjartarson frá Homafirði er hin bezta lesning - al- vara og léttleiki skiptast á. Hann segir litla gamansögu sem hér er látin fljóta með: Valgeir var á hestamannamóti, fékk sér smáreiðtúr með vinum, fór heldur langt og komst ekki af baki hjálparlaust, þurfti aðstoð kunningja sem studdu hann inn í bíl. Valgeir dreif sig svo í bað, lagði sig í klukku- tíma, og mætti á mótið aftur, en var þá spurður að því hvaða töfra hann notaði til að láta renna af sér á svo stuttum tíma! Mana K. Jónsdóttir sál- fræðingur á þarna grein um vitræna skerðingu af völdum MS. Hún segir ljóst af rannsóknum að minnistrufl- 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.