Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1996, Síða 46
• í B RENNIDEPLI
Lífskjör fatlaðra í víðastri merking
verða ævinlega helztu viðfangs-
efni Öryrkjabandalags íslands á
hverjum tíma. Ekki sízt á þetta við
þegar sífellt er að sótt vegna sparnað-
aráætlana í tryggingakerfinu.
Oft er það svo að viðkomandi
sparnaður kemur við tiltölulega fáa,
en er þá þeim mun tilfinnanlegri fyrir
þann hóp manna. Oftar en hitt tekur
þessi svokallaði sparnaður þó til
lífeyrisþega almennt, til almennrar
skerðingar á tekjum þeirra og um leið
lakari lífsafkomu yfirleitt.
Fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár
mun fram komið þegar línur þessar
verða lesnar, en von okkar sú að í engu
verði þar að finna frekari sparnaðar-
hugmyndir á kostnað okkar fólks. Það
hlýtur nefnilega að vera sjálfsögð
skylda stjómvalda að láta hluta batn-
andi þjóðarhags skila sér yfir til lífeyr-
isþega í landinu eins og annarra, ekki
sízt í ljósi þess að einmitt þessi hópur
ásamt öðru láglaunafólki í landinu
fórnaði mestu til þess að batinn í dag
mætti verða staðreynd. A þá skila-
skyldu verðum við að treysta.
Við skulum því vona að þetta ár
verði seinasta skerðingarárið hjá
öryrkjum og öldruðum og aftur fari
að rofa verulega til. Sannleikurinn
verið sá að í engu hefur eðlilega verið
skilað inn í tryggingakerfið þeim
kjarabótum sem láglaunahópar hafa
þó verið að fá og því fróðlegt að sjá
hvern úrskurð Umboðsmaður Alþing-
is mun kveðaupp í kæmmáli Öryrkja-
bandalagsins þ.a.l.
En á þessu ári hefur frekari uppbót
lífeyrisþega þó orðið fyrir til-
finnanlegustu og mestu hnjaski, fyrst
með hinni almennu skerðingu 1. mars
og síðan með útþurrkun frekari upp-
bótar hjá fjölmörgum í kjölfar reglu-
gerðar frá í maí sl. Það nöturlega við
þá aðgerð er það að reglugerð þessi
var upphaflega til þess ætluð að rétta
hlut þeirra verst settu, þeirra sem sízt
höfðu mátt við skerðingunni 1. mars
og sannarlega tóku sum ákvæði
hennar til þess og komu ýmsum til
góða, þó við hefðum viljað sjá
víðtækari áhrif þess, sem tækju til
fleiri um leið.
Ráðuneytið bætti þessu ákvæði
hins vegar inn í annars ágæta leiðrétt-
ingarreglugerð og nú em menn svo
sannarlega að uppskera þar af. Það
er ekki einungis að menn missi þannig
drjúgan tekjuhluta sinn með útþurrk-
un frekari uppbótar, heldur missa
menn um leið réttinn til niðurfellingar
afnotagjalds útvarps og sjónvarps, svo
hér munar sannarlega um í heimilis-
bókhaldi þeirra sem fyrir verða.
Tekjumörk segja ekki alla sögu um
aðstæður manna og lífsaðstöðu
yfirleitt, þar kemur margt fleira til og
á það var ráðuneytisfólki sannarlega
bent, þó engan bæri árangur.
Sannleikurinn enda sá að tekju-
mörk geta orðið afstæð. Viðmiðun
réttarins til frekari uppbótar nú eru 75
þús. í tekjur á mánuði. Setjum nú svo
að maður sé með 75.500,- kr. á mán-
uði, missir við það réttinn, missir
frekari uppbót, segjum upp á 5300 kr.
og er þá kominn sjálfkrafa niður í
70.200,- kr. eða nær engan veginn
þeim tekjumörkum sem við er miðað
og ætti þá á ný að öðlast þennan rétt,
eða hvað ?
Gegn þessu þurfa samtök lífeyris-
þega að snúast og leita leiðréttinga á
þessu, einkum í ljósi þess að tekju-
tölur einar segja aldrei allt, þar kemur
svo miklu fleira til í aðstæðum öllum.
**
Lesendur hafa eflaust veitt því
eftirtekt að ritstjóri reynir að gera
fréttabréfum og ritum félaga banda-
lagsins nokkur skil í blaðinu. Ymsir
hafa að því spurt hvers vegna það sé
gert, þegar einmitt sumir þeir sömu
þ.e. félagar þessara umræddu félaga
fái þessi blöð og um leið þetta einnig.
En einmitt þetta, að sumir fá en aðrir
ekki er ástæða þess að þetta er gert.
Það hefur æ ofan í æ kornið fram í
umræðunni um stefnuskrá bandalags-
ins að fulltrúar hinna ýmsu félaga
okkar hafa kvartað yfir að þeir vissu
ekki nægilega um það sem væri að
gerast á vettvangi hinna. Veikburða
tilraun til ákveðinnar fróðleiksdreif-
ingar er því hér á ferð hjá ritstjóra og
vonandi líta lesendur á þetta sem
ákveðna fróðleiksmola sem færir þá
eitthvað nær þeim félögum öðrum
sem innan Öryrkjabandalagsins eru.
Víst eru þetta stiklur einar og aðeins
tæpt á aðalatriðum, en ef fólk fýsir
fleira að sjá og heyra er ráðið það að
hafa samband við viðkomandi félag
og fá málgagn þess í hendur. Hér skal
svo tekið undir þá útbreiddu skoðun
sem fram hefur komið ítrekað í stefnu-
skiárvinnunni að nauðsyn er að félög-
in innan bandalagsins viti bærilega
hvert af öðru, fólk kynni sér hvað ver-
ið sé að bauka, fyrir hverju verið sé
að berjast á hinum bæjunum. Og eitt
er víst: Hinir almennu meginhags-
munir fólks í öllum þessum félögum
fara saman og baráttan, ekki sízt vam-
arbaráttan, má aldrei vera barátta fá-
menns forystuliðs eins, heldur um-
fram allt fjöldans í félögunum. Því þá
aðeins má árangurs vænta af erfiðinu.
**
in nefndin enn um heildar-
endurskoðun almannatrygg-
inganna er nú að störfum og á vissu-
lega ærið verk fyrir höndum. Mikil-
vægt er að fá inn í löggjöfina þær
réttarbætur sem nú eru mest knýjandi,
þó segja megi að mest sé nauðsynin
að lyfta grunni tryggingabótanna
verulega og þá einmitt í Ijósi þess
batnandi þjóðarhags sem gumað er af
í ræðu og riti. Hér hefur oftlega verið
að því vikið hver kjaragrunnur 65%
öryrkja er hjá Tryggingastofnun
ríkisins og þá um leið réttindagrunnur
einnig. Missir 65% af fyrri vinnu-
fæmi er ekkert smáræði, en slíkt ginn-
ungagap er þó á milli lífeyrisþega þ.e.
þeirra sem metnir eru 75% og hinna
65% örorkustyrkþega að engu tali
tekur og er þó vitað að ekki eru
greiðslur til lífeyrisþega með einkenni
ofrausnar.
• •
Ororkustyrkþeginn hefur sína
viðmiðun við örorkulífeyri
einan þ.e. hæst 3/4 hluta hans og ein-
mitt þeim bótaflokki hefur verið
haldið niðri á meðan aðrar bætur s.s.
tekjutrygging hafa þó meira hækkað
og þróun þessa má rekja allt til
upphafs tekjutryggingar 1971.
Örorkustyrkurinn er því innan við
46