Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 3
Ólöf Ríkarðsdóttir form. ÖBÍ: HÖFUM VIÐ GENGIÐ TIL GÓÐS? / Asíðastliðnu ári varð Öryrkjabandalag íslands 35 ára. Af því tilefni verður hér í örstuttu máli stiklað á nokkrum þáttum úr sögu þess. Hugmyndin að stofnun Öryrkjabanda- lags hafði átt sér nokkurn aðdraganda eða frá því síðla árs 1959. Þá komu saman full- trúar Blindrafélagsins, Sambands íslenskra berklasjúklinga og Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra. A þessum fyrsta fundi kom strax í ljós mikill samstarfsvilji og fljótlega var sett á laggimar samvinnunefnd með stofnun bandalags í huga. I ársbyrjun 1961 skilaði nefndin síðan áliti og taldi heppilegast að öll öryrkja- félögin og styrktarfélög öryrkja ættu aðild að bandalaginu, sem stæði svo opið samskonar félögum, er stofnuð yrðu síðar. Föstudaginn 5. maí 1961 var svo Öryrkjabandalag íslands stofnað, lög þess samþykkt og eftirtaldir fulltrúar stofnfélaganna sex kosnir í stjórn: Forseti var Oddur Ólafsson, Sambandi íslenskra berklasjúklinga, varaforseti Sveinbjörn Finnsson, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, gjaldkeri Zophanías Benediktsson, Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, ritari Sigríður Ingimarsdóttir, Styrktarfélagi vangefinna. Meðstjórnendur voru þeir Andrés Gestsson, Blindrafélaginu og Einar Eysteinsson, Blindravinafélagi íslands. Hin upphaflegu lög Öryrkjabandalagsins eru enn í fullu gildi, þótt þau hafi orðið ítarlegri með árunum. í þeim er meðal annars kveðið á um að hlutverk Öryrkjabanda- lagsins sé að koma fram fyrir hönd öryrkja gagnvart opinberum aðilum, að reka vinnumiðlunar- og upplýsingaskrifstofu fyrir öryrkja, að koma á samstarfi við félagasamtök erlendis, er vinna á líkum grundvelli og hagnýta reynslu þeirra í þágu bandalagsins. að vinna að öðrum sameiginlegum hagsmunamálum öryrkja. Þar er einnig lögð áhersla á að hvert aðildarfélag sé sjálfstætt um sín innri mál. Þótt fjárhagur væri bágur var strax á stofnárinu ráðist í að taka á leigu skrifstofuhúsnæði hjá SÍBS að Bræðraborgarstíg 9 í Reykjavík og var Guðmundur Löve ráðinn framkvæmdastjóri. Guðmundur sinnti því starfi af einstakri eljusemi og dugnaði til dauðadags árið 1978. Öryrkjabandalag íslands er að sjálfsögðu stofnað til þess að gæta hagsmuna fatlaðs fólks enda er kveðið á um það í lögunum eins og að ofan greinir. Fyrsti liður annarrar greinar laganna er afar mikilvægur en hann fjallar um það hlutverk bandalagsins að koma fram fyrir hönd öryrkja gagnvart opinberum aðilum í hverskyns hagsmunamálum, svo sem varðandi löggjöf og framkvæmd þeirra og í dómsmálum er snerta rétt fatlaðra. í þessu sambandi hefur bandalagið náð umtalsverðum árangri, sem sé þeim að sam- tökin hafa fyrir löngu hlotið viðurkenningu stjórnvalda sem hagsmunasamtök öryrkja. Sú viðurkenning kemur meðal annars fram í því að bandalagið fær til umsagnar frá opinberum aðilum tillögur til laga, reglugerða og ýmissa annarra málefna, er snerta málefni fatlaðs fólks og öryrkja. Þá fær Öryrkjabandalagið einatt aðild að nefndum og stjómum sem fjalla um þessi mál. að var lengst af veigamikill þáttur í starfi Guðntundar Löve að annast vinnumiðlun fyrir öryrkja eins og kveðið er á um í lögunum. Þörfin var gífurlega mikil og kom margt til. Margt fatlað fólk hafði ekki átt þess kost að afla sér menntunar, aðrir höfðu ekki líkamlega burði til erfiðisvinnu, og það var staðreynd þá, eins og er því miður raunin ennþá, að fatlað fólk lenti oftast neðst á lista þeirra er sóttu um atvinnu. Stundum heyrist að öryrkjafélög eigi ekki að standa í atvinnurekstri, en það er sannarlega ekki að ástæðulausu, sem mörg öryrkjafélög, þeirra á meðal Öryrkjabandalagið sjálft, hafa stofnað til atvinnurekstrar af einu eða öðru tagi fyrir fatlað fólk. Það heyrir nefnilega til undantekninga að sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar hafi atvinnuún'æði fyrir þá sem ekki geta skilað fullum vinnuafköstum vegna fötlunar. Öryrkjabandalagið rekur verndaða vinnustaði í húsa- kynnum bandalagsins að Hátúni 10. Reksturinn skiptist í fjóra þætti, tæknivinnustofuna Örtækni, saumastofu, prjónastofu og ræstingadeild. Allir þessir þættir ganga nú vel þrátt fyrir fjársvelti af hálfu ríkisins en samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber ríkinu að standa við bakið á rekstri verndaðra vinnustaða. Þetta fjársvelti hefur það í för með sér að erfitt er um vik að færa út kvíarnar og veita þannig fleira fólki atvinnu. Verndaðir vinnustaðir eru fyrst og fremst hugsaðir sem aðlögunartími fyrir almennan vinnumarkað. Reyndin er Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS mm 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.