Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 6
Sigurður Björnsson launafulltrúi: ÞAÐ ER VANDIAÐ FERÐASTí HENNIVERÖLD Mig langar í uppafi máls míns að þakka Öryrkjabandalagi Islands og Landssamtökunum Þroska- hjálp fyrir það framtak að halda þessa ráðstefnu. Það er nefnilega löngu tímabært að kryfja til mergjar þau vandamál sem eru misjafnlega erfiðir farartálm- ar á ferðum fatl- aðra, hvort heldur er innanlands eða utan. Ég kem til með að benda á þau vandamál sem ég hef reynslu af sem hreyfihamlaður ferðalangur, og einnig hvernig mætti að mínu mati gera betur því oft er það því miður hugsunarleysi, áhuga- leysi og vanþekking sem er fötluðum ferðamönnum mestur fjötur um fót. Aður en ég tek fyrir einstök atriði ætla ég að segja ykkur örstutta ferða- sögu sem gerðist fyrir réttum mánuði. Þannig er að ég er annar tveggja full- trúa Islands í starfshópi á vegum HELIOS verkefnisins sem kallast “Indipendent living - Mobility and transport”. Nefnd þessi fjallar fyrst og fremst um aðgengi fatlaðra að almenn- ingssamgöngum og reyndar samgöngu- kerfinuíheild. Éghélt af stað sem leið lá til Brussel ásamt sam- nefndarmanni mínum og hjálparmanni Steindóri Björnssyni. A leiðinni út varð ég fyrir því óhappi að togna á öxl og varð því bæði fatlaðri og ómeðfærilegri en ella svo ekki sé talað um óþægindin. Þegar komið var til Brussel var sá er hér talar orðinn útkeyrður eftir daginn enda plagaði öxlin stöðugt. Er hótelið hafði verið pantað hér heima hafði verið tekið fram að um hjólastól væri að ræða og í erlendri umsögn um hótelið leit út sem aðgengi væri vel þokka- legt. Hótelið heitir Arenberg ef ein- hver skyldi kannast við það. Arenberg staðfesti pöntunina og gerði engar athugasemdir við hjólastólinn. rjár tröppur í dyragættinni var fyrsta hindrunin á hótelinu. Við tékkuðum inn og fengum að sögn svítu til þess að sem best rými væri fyrir stólinn. Þá fórum við í lyftuna og þar var önnur hindrun því hún var svo lítil að ekki var nokkur leið að koma stólnum í heilu lagi inn. Með því að fjarlægja fótafjalir komst ég með naumindum inn og upp. Þá tók svítan við. Er hurðin var opnuð blasti við lítill gangur inn í herbergið og var á honum 90 gráðu horn sem var akkúrat nógu þröngt til þess að stóll- inn komst ekki í gegn nema honum væri lyft rösklega til að aftan. Var nú farið að fjúka í ansi mörg skjól og til að setja punktinn yfir I -ið var bað- herbergið algerlega ófært, það var ómögulegt að komast inní herbergið hvað þá meira. Þama var ekki hægt að vera, það var alveg ljóst svo gerðar voru ráðstafanir til að fá betra hótel sem fannst fljótlega. Þar sem ég var bæði þjakaður og þreyttur óskuðum við eftir bíl sem gæti tekið stólinn með mér í þegar farið yrði milli hótela. Það fannst eng- inn slíkur í allri Brussel, allavega vissu hótelin ekki um neinn. Ég varð því að notast við “venjulegan bíl.” Þessi ferðadagur var hræðilegur en reynslan á sinn hátt dýrmæt. Það sem þarna gerðist er ekkert einsdæmi. Sjálfur hef ég lent í svip- uðu hótelaklúðri áður og aðrir hafa svipaða sögu að segja. I tilviki mínu sem ég nefndi hér að framan brást hótelið gersamlega. Menn höfðu þar enga þekkingu á þörfum hjólastólafólks og bókuðu því hjólastólsnotandann án athugasemda þrátt fyrir algert aðgengisleysi. Mér skilst að hótel þetta sé ekki samningshótel og Samvinnuferðir- Landsýn sem bókaði okkur hafði því ekki aðrar upplýsingar en þær sem hótelið gaf upp. Já upplýsingar, þær eru grund- vallaratriði sem brást í mínu tilfelli. Þegar fatlaðir ferðast einir eða fleiri þarf gott aðgengi að upplýsingum um aðstæður og það þarf að vera hægt að treysta þeim. Hér kreppir skór- inn því miður veru- lega. Þááégbæðivið ferðir innanlands og utan. Þeir sem sinna al- mennri ferðaþjónustu hafa að mínu mati sorglega lítið sinnt því að afla upplýsinga um aðgengi á ferða- mannastöðum, hanna ferðir þar sem tekið er tillit til þarfa fatlaðra, í stuttu máli sagt hafa 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.