Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 8
Frá Samtökum sykursjúkra:
F ORM AÐURINN
FENGINN í SPJALL
henni veröld og ekki má gleyma því
að ferðakostnaður fatlaðra er oft meiri
en annarra vegna ýmissa sérþarfa,
hjálparmanna svo eitthvað sé nefnt.
Ég minntist hér í upphafi máls
míns á HELIOS fundinn sem ég sótti
í Brussel.
Þar heyrði ég gleðileg tíðindi sem
vonandi hafa áhrif hér með tíð og
tíma.
Það ku vera búið að samþykkja hjá
Evrópusambandinu lög þar sem
aðildarrrkjunum er gert skylt að gera
alla strætisvagna og alla áætlunarbfla
sem sinna almenningi aðgengilega
öllum. Breytingin á að mér skilst að
gerast innan fárra ára.
Fróðlegt verður að fylgjast með því
hvernig menn hér á bæ bregðast við,
gangi þetta eftir.
Að lokum þetta: Það er margt í
ólagi en höfum hugfast að hálfnað er
verk þá hafið er og Islendingar geta
gert svo miklu betur. Það þarf góða
samvinnu þeirra er að málum koma,
það þarf öfluga upplýsingavinnu, það
þarf að sýna fötluðum ferðamönnum
í verki að þeir séu velkomnir, það þarf
gott skipulag á hlutunum . Islensk
náttúra getur verið erfið en hún er þess
virði að við öll sækjum hana heim.
íslensk ferðaþjónusta er tækið til
að gera okkur það kleift . Viljinn er
allt sem þarf.
Sigurður Björnsson.
Erindiflutt á ráðstefnunni:
Ferðalög fyrir alla
Hlerað í hornum
í markaðsmálum og auglýsinga-
mennsku er mönnum ekkert heilagt
og því til sönnunar var þessi saga
sögð. Stanley fyrirtækið - það sem
m.a. selur nagla - átti afmæli og menn
vildu gjarnan fá nýja ímynd og ásjónu
í auglýsingabransanum. Leitað var til
auglýsingastofu og ungir menn þar
tóku að sér verkið. Eftir viku komu
þeir með afraksturinn, stórt flettiskilti
með Jesú Kristi á krossinum og undir
stóð flenniletri: Þeir halda vel nagl-
arnir frá Stanley. Ungu mennirnir
voru gerðir afturreka með þetta og
tveim dögum seinna komu þeir með
mynd af Jesú Rristi hlaupandi niður
Golgatahæðina frá krossinum og
undir stóð með stríðsletri: Það hefði
verið betra að nota naglana frá
Stanley.
s
liðnu hausti bættust tvö félög
í flota Öryrkjabandalags
Islands, en það voru MND
félag íslands og Samtök sykursjúki'a.
Aður hefur hér í blaðinu verið gerð
grein fyrir MND
félaginu og nú
skal úr bætt varð-
andi Samtök syk-
ursjúkra. Við
fengum formann
félagsins, Sigurð
V. Viggósson, til
að gera félaginu
nokkur skil hér í
blaðinu og fer
frásögn hans hér á
eftir með fáeinum innskotum frá
ritstjóra.
Hvað um aldur og tilgang?
Samtök sykursjúkra voru stofnuð
25. nóv. 1971 og varð félagið því 25
ára á síðastliðnu ári. Aðalhvatamaður
að stofnun þess og fyrsti formaður um
leið var Helgi Hannesson. Félags-
svæðið er landið allt og félagar geta
orðið sykursjúklingar, fagfólk í sykur-
sýki og velunnarar sem styðja vilja
tilgang félagsins. Tilgangur félagsins
skv. lögum þess er m.a.:
a) að halda uppi fræðslu um sykur-
sýki,
b) að vinna að því að komið verði á
fót lækningastöð fyrir sykursjúka
með sérmenntuðu starfsliði,
c) að bæta félagslega aðstöðu sykur-
sjúkra.
Hvar er félagið með aðstöðu og
hverjir skipa nú stjórn þess?
Samtök sykursjúkra eru með skrif-
stofu sína á þriðju hæð að Laugavegi
26, er þar í vissu samstarfi við Park-
insonsamtökin og Félag heilablóð-
fallsskaðaðra s.s. þú munt áður hafa
sagt frá. Núverandi stjórn er þannig
skipuð: Sigurður V. Viggósson for-
maður, Þuríður Björnsdóttir varafor-
maður, Helga Geirsdóttir gjaldkeri og
meðstjórnendur þau Björn Erlingsson
og Helen Sjöfn Steinarsdóttir.
Hver eru helztu viðfangsefni
núverandi stjórnar eða hafa
verið?
Helstu viðfangsefni stjórnar hafa
verið að bæta samstarf við alla helstu
aðila sem með einhverjum hætti koma
að málefnum sykursjúkra t.d. Göngu-
deild sykursjúkra, Samtök sykur-
sjúkra á Akureyri, IDF - alþjóða-
samtök sykursjúkra og þó sérstaklega
hin ýmsu samtök sykursjúkra á Norð-
urlöndum. Til gamans má geta þess
að mikil gróska er í þessum mála-
flokki þar og ýmsar samstarfsnefndir
eru í gangi og erum við nú orðin
þátttakendur í allnokkrum þeirra.
Einhver sérstök verkefni
sem þú vildir koma inn á?
Já, eitt helsta verkefnið sem verið
hefur í gangi og gengur undir heitinu
“Tvinning” felst í því að sérhvert
Norðurlandanna tók að sér eitthvert
Eystrasaltsríkjanna og studdi þá við
uppbyggingu samtaka þar. Á ráð-
stefnu sem haldin var í Ósló í ágúst
síðastliðnum benti ég á að “litlu lönd-
in” innan Norðurlandanna (fsland,
Færeyjar, Grænland) væru ekki síður
aðstoðar þurfi og niðurstaðan varð sú
að norsku samtökin tóku okkur að sér
í eins konar fóstur og hafa þau verið
okkur mikill styrkur. Við líturn einnig
mjög til uppbyggingarheildarsamtaka
sykursjúkra í Noregi, þar sem innan
þeirra eru yfirleitt allir þeir sem að
málum sykursjúkra koma á einhverju
stigi. Þessum aðilum öllum þurfum
við að ná til okkar einnig hér.
Hvað um unga fólkið?
Við teljum að ungt fólk, segjum á
aldrinum 16-30 ára, sé alltof mikið
utanveltu. Við þurfum að virkja þenn-
an hóp, fá hann til liðs við okkur og í
forsvar einnig. Undirbúningur er haf-
inn að stofnun deildar innan samtak-
anna sem ætluð er ungu fólki -16 -30
ára. í þessu sambandi má geta þess
að við höfum ákveðið að þiggja boð
sænsku samtakanna að senda tvo unga
Sigurður V.
Viggósson
8