Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 12
Samstöðuhátíð á Suðurlandi Sá ágæti siður Öryrkjabanda- lagsins að halda á aðventu svonefnda samstöðuhátíð var í heiðri haldinn á aðventunni 1996 og að þessu sinni varð Selfoss fyrir val- inu. Samstöðuhátíð er um leið ákveð- inn viðurkenningarvottur fyrir vel unnin störf að málefnum fatlaðs fólks og mála sannast að sú hefur raunin verið um árabil á Suðurlandi með Sel- foss sem miðstöð starfsins. Að þessu sinni var sá háttur á hafður að tillögu heimamanna að sameina samstöðu- hátíð því þegar kveikt væri á aðaltrénu í Selfossbæ og því gaf Öryrkjabanda- lagið hið myndarlegasta jólatré austur þangað og bandalagið og Selfossbær stóðu svo sameiginlega að hátíðar- fundi við Hótel Selfoss þar sem trénu hafði verið valinn staður. Hátíðin var hinn 14. des. sl. Veðrið lék hins vegar ekki við okkur þennan dag og fleira hafði til hrellingar verið því Asgerður Ingimarsdóttir átti að ávarpa hátíðina sem sannur Sunnlendingur en var allsófær til ferðalaga af flensu völd- um. Eggert Jóhannesson frarn- kvæmdastjóri sem annaðist allan undirbúning eystra fyrir okkar hönd lét hins vegar ekki veður né vinda hindra Selfossferð en sendi sérútbúna bifreið Björgunarsveitar Selfoss eftir okkur og ekki nóg með það heldur skilaði hún okkur aftur í bæinn. Við vorum í góðum höndum þeirra Hreiðars Hallgrímssonar og Trausta Traustasonar og send- um þeim hlýjar þakk- arkveðjur okkar fyrir alúðarfulla og trausta vörzlu báðar leiðir. Framkvæmdastjómar- fólkið Ólöf, Haukur, Hafliði, Ólafur og Þórey fóru austur ásamt ritstjóra sem reit þessa minnis- punkta. Mikill mannfjöldi var á hátíð þessari þrátt fyrir hryssinginn og börn í miklum meirihluta. Barnakór söng í upphafi nokkur jólalög við undirleik tveggja harmonikuleikara og var unun á að hlýða. Björn Gíslason formaður íþrótta- og tómstundaráðs Selfoss setti hátíðina, lýsti dagskrá, greindi einnig frá ýmsum atburðum dagsins á Selfossi sem gnótt virtist af. Jóla- sveinarnir (aðrir en við) mættu á svæðið og sungu jólalög með góðum undirtektum gesta. Þá flutti Helgi Seljan ávarp Öryrkjabandalagsins r forföllum Ásgerðar og er það birt hér s.s. venja er til. Hann bað í lokin gamlan nemanda sinn austan frá Reyðarfirði, Guðna Ragnar Val- dórsson, að kveikja á jólatrénu og var það gert við góðan fögnuð. Sigríður Jensdóttir forseti bæjarstjórnar Sel- foss flutti ávarp og þakkaði Öryrkja- bandalagi Islands fyrir þetta fallega tré og þann hlýhug til Sunnlendinga sem að baki byggi. Hún kvað mikla þörf á vakandi starfi að velferðar- málum fatlaðra og lagði áherzlu á að hlutur Selfyssinga yrði þar sem allra beztur. Hún minnti á nálægð jólanna og bað þess að allir mættu sem bezt fagnaðar þeirra njóta. Jólasveinarnir tóku nú við á ný og gengið var kring- um jólatréð og sungið nokkra stund. Eftir athöfnina bauð bæjarstjórn Selfossbæjar til kaffidrykkju að Hótel Selfoss, þar sem einnig var mætt starfsfólk Svæðisskrifstofu og heimila að ógleymdum kveikjaranum knáa Guðna Ragnari. Þar svignuðu borð beinlínis undan kræsingum og gerðu menn þeim góð skil eftir kulda- hrollinn sem að hafði sótt úti. Sigríður bauð gesti alla velkomna. Eggert Jóhannesson framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Suðurlands flutti stutta ræðu. Færði Öryrkjabanda- laginu einlægar þakkir svo og Sel- fossbæ fyrir mætar móttökur. Hann kvað bæjarfélagið frá upphafi hafa sýnt góðan skilning á málefnum fatlaðra m.a. með breytingum á skipu- lagi eftir þörfum. Hann vakti máls á flutningi málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og kvað þar margs að gæta, enda sveitarfélögin afar misvel í stakk búin til að axla þessa miklu ábyrgð. Sveitarfélögin yrðu að sam- einast um málefni þessi. þar sem smá sveitarfélög myndu illa eða ekki ráða við verkefnið. Hins vegar sagðist hann fagna því að málefnin færðust frá ráðuneyti heim í héruð, það væri góð þróun. Hann sagðist vona að full- trúar frá svæðisskrifstofum um mál- efni fatlaðra fengju að vera með í vinnu að flutningnum, svo ríkreynsla sem þar væri. Eggert gerði málefni geðsjúki'a og geðsjúkra bama sérstak- lega að umræðuefni, tryggt yrði að vera að þessu fólki væri ekki ýtt milli kerfa, hvenær sjúkt, hvenær fatlað? Lagði rnikla áherzlu á að greining og meðferð geðsjúkra barna kæmist í betra horf. Itrekaði þakkir þeirra er að þessu störfuðu fyrir viðurkenninguna. s Olöf Ríkarðs- dóttir form. Öryrkjabandalagsins þakkaði hinar hlýju móttökur. Hér væri virkilega vel unnið og það bæri að þakka. Hún sagði vissulega margt að varast við flutning málaflokksins, þar þyrfti að hafa fulla gát. Með því yrði fylgzt vel af hálfu Öryrkjabandalagsins. Hún minnti á fyrir- hugað átak Hússjóðs 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.