Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Side 14
Suðurnes sótt heim
að væri efni í þetta blað utan
enda að greina frá hinu fjöl-
þætta starfi sem svo víða á
vettvangi er unnið, að ekki sé nú á
fómfýsi sjálfboðastarfsins minnzt sem
svo mörgum Grettistökum hefur lyft.
Menn segja gjarnan að tími sjálfboða-
starfsemi sé liðinn, nú vilji menn fá
greitt fyrir hvaðeina sem gert er.
Verkalaun af því tagi að sjá góðan
afrakstur erfiðis síns séu að mestu
óþekkt orðin, allt
krefjist hins bein-
harða endurgjalds.
Eflaust er mikið til í
þessu, en þó má enn
auðveldlega finna
dærni um þessa fórn-
fýsi, þetta framtak án
alls endurgjalds nema
ánægjunnar af að sjá
eitthvað verða að
virkileika. Eitt þess-
ara dæma má finna
ljóslega í Reykja-
nesbæ, hjá Sjálfs-
björg á Suðurnesjum,
þar sem viljinn til
verka og vinnufúsar
hendur hafa á eitt
lagzt. Við höfðum af
því áreiðanlegar spurnir að Sjálfsbjörg
á Suðumesjum hefði komið sér upp
hinni ágætustu félagsaðstöðu í rúm-
góðu húsnæði þar syðra og fýsti að
sjá hversu þeir byggju þar suðurfrá.
Ólöf Ríkarðsdóttir formaður okkar
hafði raunar við vígslu þessa húss
verið og lofaði meistara verksins sem
verðugt var og vildi að fleiri fengju
að njóta.
Einn góðan janúardag var því
haldið á Suðurnes - í Reykja-
nesbæ - þar sem þær Asgerður og Ólöf
höfðu ritstjóra sem ekil og fréttamann
í senn. Hús það sem Sjálfsbjörg á
þama er að Fitjabraut 6 a, neðan aðal-
vegar inn í bæinn, nær hafnarsvæði,
enda átti Landshöfnin í Njarðvík þetta
hús á árum áður, en byggt var það um
1950. Þangað komin heilu og höldnu
vorum við velkomin boðin af þeim
forystumönnum Sjálfsbjargar, Friðrik
Arsæli Magnússyni og Jóni Stígssyni,
en þeir eru jafnframt mennirnir á bak
við þau salarkynni og umhverfi allt
sem við augum blasir þegar að er
komið. Og við fengum allan fróðleik
hjá þessum heiðursmönnum þó þeir
gerðu allt til þess að draga úr því verki
sínu sem hvarvetna mátti líta merki
um. Þeir félagar sögðu að allt hefði
þetta nú byrjað með því að ágætur
Sjálfsbjargarfélagi, Gísli Gíslason,
hefði arfleitt þá að 3/5 húseignar að
Hafnargötu 4 í Keflavík. Félagið átti
smásjóð í handraða. Þeim fannst um
svipað leyti félagsstarf allt vera að
lognast út af hjá Sjálfsbjörg og hugðu
á bót og betrun og m.a. gæti félags-
aðstaða orðið til þess að hleypa nýju
lífi í félagið. Farið var að svipast um
eftir hentugu húsnæði og þá kom
Landshafnarhúsið svo að segja upp í
hendurnar á þeim. Þetta þótti þeim
kjörið til átaka, keyptu húsið sem þá
var í eigu Sparisjóðsins í Keflavík á 4
millj. kr„ en svo var látið heita sem
Sparisjóðurinn gæfi þeim eina millj-
ón, húsið hefði átt að fara á 5 millj.
kr.
En ekki var sopið kálið þó komið
væri í ausuna. Hér þurfti sem sé
flestu að umturna svo unnt yrði að
nýta til væntanlegra nota og þar komu
þeir félagar svo sannarlega við sögu
og útilokað að telja og tíunda allan
þann aragrúa vinnustunda sem þeir
lögðu hér að verki. Húsið var með 12
herbergjum enda um fjölda ára
gististaður með matsölu. Langur
gangur var eftir endilöngu og þeirra
fyrsta verk var að rífa 4 herbergi og
ganginn meðfram þeim og jafna þar
allt við jörðu, ef svo má segja, til að
fá verulega góðan sal um 80 fermetra,
þar sem fyrir geta komizt við borð á
annað hundrað manns. Þeirfengu svo
verktaka til að leggja að öllu nýtt raf-
magn í húsið, sömuleiðis setti verktaki
veggi, gólf og loft inn í salinn en
erfiðleikar voru m.a.
í þvf að gólf voru
mishá. En svo tóku
þeir félagar og þeirra
konur og fleiri til
óspilltra málanna við
að mála og innrétta,
en þar kom nú
ónefndur trésmíða-
meistari afar vel við
sögu með sínum
mönnum. Ekki bara
salurinn, heldur voru
herbergi öll máluð og
innréttuð og ekki má
gleyma hinni ágætu
snyrtiaðstöðu í and-
dyri og þar afar vel
um allt búið, enda
aðgengisvænt fólk
sem að verkum kom. Eldhúsaðstaða
var eðilega fyrir og hún er hin ágæt-
asta í alla staði.
Allt ber góðu handbragði og
mikilli smekkvísi vitni og enn
er þó ýmislegt ógert en efni vart til
meiri afreka alveg í bráð. M.a. þarf
að skipta um alla glugga og útidyra-
hurð og ganga enn frekar frá úti m.a.
mála allt húsið, en málningin er þó
til. En aðkoman úti er þó fyllilega
unandi enda sögðu þeir félagar að í
það hefðu farið 26 bílhlöss og næst
útidyrum er steypt plan og í því hiti.
Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hefur eðli-
lega sótt í Framkvæmdasjóð fatlaðra
um nokkurn styrk til að standa undir
þessum kostnaði öllum, en nokkur
skuld hvílir hér á. Er vonandi að af
verði því rétturinn er ótvíræður lögum
samkvæmt. Leigutekjur af húsnæði að
Hafnargötunni standa hins vegar
nokkurn veginn undir rekstrarkostn-
aði hússins að Fitjabraut.
14