Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Blaðsíða 21
“Fjallið Flestur ber svipmót Kirkjufells,” segir Magnús. Sterk þessi fjöll í lífi Áslaugar og Magnúsar, sem nú eru að klífa erfið- asta hjallann, eins og fram kemur í orðum Áslaugar: “Baráttunni við Parkinson má líkja við endalausa fjallgöngu - upp og niður - niður og upp.” Nóbelsskáldið okkar notfærði sér örnefnin undir Flesti, Fótur og Fola- fótur, koma fram í einni veigamestu skáldsögu hans, Ljósi heimsins. “Halldór kom við í Ögri á meðan ég var þar,” segir Magnús, “og sagði miklar sögur af bændunum í kring. Ég spurði, hvort þetta væri ekki sögu- efni? Þá var hann að safna efni í Gerplu.” Hesteyrarkirkja var flutt til Súða- víkur, eftir að Magnús var hættur að þjóna þar - merkilegt, að byggðin skuli hafa færst til og að kirkjunni. “Núna fellur kirkjan alveg inn í nýju byggðina, stóð dálítið afsíðis fyrir snjóflóðið,” segir Magnús. Starfssvið lífsins í Grundarfírði Árið 1954 er merkisár í lífi Magn- úsar. Þá staðfesta þau Áslaug heit sitt í Dómkirkjunni, séra Bjarni Jónsson vígirbrúðhjónin. Áslaug ber líka nafn konu hans, frú Áslaugar Ágústsdóttur. “Hún kallaði mig alltaf nöfnu sína. Ég var samt ekkert skyld henni, þetta var bara svo mikið vinafólk, séra Bjarni og pabbi.” Sama ár tekur Magnús við Set- bergsprestakalli. “Grundarfjörður var eins og Kína fyrir mér, ég vissi ekkert hvert ég var að flytja,” segir Áslaug. “Fátækt hafði verið í Grundarfirði, en þorpið var að byggjast upp og samtímis jókst velmegun, fólkið hafði alltaf verið kirkjurækið,” segir Magn- ús. - Fékkstu svipaða reynslu af Snæ- fellingum og séra Árni Þórarinsson? “Þetta var norðan megin á nesinu, þar er allt annað fólk,” segir Áslaug kímileit. Magnús kveður fast að orði í svari sínu: “Mér þótti vænt um Grundfirðinga. Fólkið var traust, vinnusamt og nægjusamt.” Kirkjufellið heilsaði nýju prests- hjónunum í mynni Grundarfjarðar, þegar þau komu siglandi með Baldri Eftir messu séra Friðriks á Setbergi 1956. frá Stykkishólmi. Prestssetrið á Set- bergi var fyrsta heimili ungu hjón- anna, þaðan er sagt fegurst útsýni um Grundarfjörð. nga prestsfrúin varð að geyma brúðkaupsgjafir, eins og hræri- vél og brauðrist, fyrstu árin. Það var ekkert rafmagn á prestssetrinu! Áslaug komst líka í kynni við bala og þvottabretti. “En konurnar í Grundarfirði buðu mér að koma með þvottinn, eftir að við fengum bílinn. Erfiðara var að handhræra allar kökurnar fyrir kirkju- kaffið á sunnudögum.” Melrakkaeyja heyrir undir Setberg, og Áslaug segir það bestu sólskins- stundir ársins, þegarþau fóru út í eyju til dúntekju. “Sextán fuglategundir verptu þarna og ófáir bardagar við svartbakinn. Eyjanerfuglaparadís og fuglafræðingar sóttust eftir að koma með okkur.” Áslaug skellihlær, þegar hún minn- ist á erlenda fuglafræðinga sem héldu sig vera komna til tunglsins eftir ferð- ina um Berserkjahraun, og fannst allt svo frumstætt á Setbergi. “Þeir trúðu ekki sínum eigin augum, þegar þeir sáu ísskáp í eldhúsinu og fengu heimagerðan ís í eftirrétt - raf- magnið kom eftir tvö ár. Þeir skrifuðu bók um Islandsferðina og lýstu þessu afar skemmtilega.” “Við bjuggum á Setbergi í níu ár. Setberg var vinsælt brauð í gamla daga, kallað “sætabrauð” af því að aðeins ein kirkja heyrði undir sókn- ina,” segir Magnús, “Björn Halldórs- son sótti um Setberg í ellinni, þegar hann var að verða blindur og átti erfitt með ferðalög.” “Grundarfjörður var nokkuð af- skekktur á þessum tíma,” segir Áslaug, Hraunsfjörður og Kolgrafar- fjörður óbrúaðir, svo að sæta varð sjávarföllum. Öruggasta leiðin var með Baldri frá Stykkishólmi.” Þekking Áslaugar átti eftir að koma sér vel fyrir afskekkta Grundfirðinga. Hin ýmsu hlutverk prestskonunnar Grundfirðingar skynjuðu fljótt hæfileika nýju prestsfrúarinnar í hjúkrun. Iðulega varð Áslaug að ganga inn á starfssvið læknisins sem sat oftar en ekki fastur í Stykkishólmi. “Ég varð fljótt vinsæll sem bílstjóri lœknisins.” í fyrsta skipti sést örla fyrir brosi á þjáðu andliti Magnúsar. “Ég var í símasambandi við lækninn og gaf lyf eftir fyrirmælum hans,” segir Áslaug. “Ég gerði líka að minni- háttar sárum, aðallega í tengslum við vinnu í frystihúsinu. Þá tíðkaðist að konur ættu börn sín í heimahúsum og ég var svo heppin að fá að starfa með gömlu ljósmóðurinni og læra af henni.” Þau voru ófá börnin sem Áslaug hjálpaði í heiminn. Ekki spillti tónmenntun Áslaugar. Hún var organisti í kirkjunni þau tuttugu ár sem Magnús var sóknar- prestur. Auk þess kenndi hún allan söng í skólanum, sá um söngskemmt- anir, var lengi formaður kvenfélagsins og stóð fyrir þorrablótum og árs- hátíðum. - Hjúkrunarfræðingur, “læknir,” kirkjuorganisti, söngkennari og fé- lagsfrömuður. - Var ekki erfitt að sinna öllum þessum hlutverkum? “Það vildi svo heppilega til, að við eignuðumst ekki barn fyrr en eftir fimm ár,” segir Áslaug brosandi. “Félagslífið gaf mér svo mikið. Ég fór frá stórri fjölskyldu í Reykjavík, og þessi góðu mannlegu tengsl hjálp- uðu mér. Magnús var líka fastur liður á þessum skemmtunum, einskonar Spaugstofa Grundfirðinga.” Áslaug lítur kankvís til eiginmanns síns. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.