Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 22
“Tækifærisræðurnar hans voru svo vinsælar. Hann gerði góðlátlegt grín að ýrnsu í þorpslífinu og fór svo fínt í það, að enginn varð sár. Allt þetta tilheyrði og var svo skemmtilegt,” segir Áslaug og hlær. Sjálfsagt var talið að prestsfrúin væri sjálfboðaliði í öllu. Áslaug gerir lítið úr sjálfboðastarfinu, segist hafa fengið borgun í öðru. “Ég fékk svo rnargt gefins, rjórna, nýjan fisk og fleira, og fólkið ávallt reiðubúið að gera mér greiða. Síðustu árin fékk ég smáviðurkenningu, tíu þúsund krónur á ári fyrir organistastarfið. Við vorum líka alltaf saman með barnastarfið. Magnús hafði verið bæði sunnudagaskólakennari og sum- arbúðastjóri hjá KFUM og þekkti vel leiki og söng líkt og tíðkaðist þar. Á fimmtudögum byrjuðum við með kirkjuskóla fyrir 5-7 ára krakka, kenndum bænir og sögðum sögur. Fjölskyldumessur urðu líka vinsælar, eins og Magnús hafði kynnst í Svíþjóð.” Prestshjónin þurftu alltaf að fylgj- ast vel með gestum sínum, hvort þeir kæmust klakklaust alla leið. “Eina helgina áttum við von á séra Friðrik Friðrikssyni, sem vildi endi- lega heimsækja Magnús, þótt hann væri orðinn blindur. Vegslóðinn frá Stykkishólmi var svo viðsjárverður, að við keyrðum oftast á móti gestum okkar. Friðrik og föruneyti fundunr við inni í Kolgrafarfirði, farið að flæða inn í bílinn og þeir fastir.” Áslaug segist aldrei gleyrna messu séra Friðriks. “Þá var þingi Kvenfé- lagasambands breiðfirska kvenna ný- lokið og konurnar mættu allar til kirkju. Ógleymanleg helgistund - að hlusta á gamla manninn prédika blind- an. Persóna séra Friðriks geislaði svo út frá sér.” Ný kirkja rís, nýtt prestssetur... Framsýni Grundfirðinga til kirkju- byggingar í þorpinu nær aftur til ársins 1947, þegar áhöfnin á vélbátnum Fylki gefur 2.500 kr. í kirkjusjóð. Magnús þakkar líka kvenfélags- konum í Gleym-mér-ei fyrir giftu- drjúgt framlag. “Segja má að þorpsbúar hafi allir sem einn lagt sinn skerf fram til nýrrar kirkju,” segir Magnús. - Hvað er langt á rnilli Setbergs og Grundarþorps? Magnús prédikar í nýja prédikunarstólnum í Grundarfjarðarkirkju. “Jafnlangt og á milli Betlehem og Jerúsalem, átta krn.” “Magnús fór af miklum krafti út í nrargra ára kirkjubyggingu, útvegaði sjálfboðaliða á vegum Alkirkjuráðs- ins,” segir Áslaug. “Þá var maður frískur og hraustur og allir vegir færir,” svarar sjúkling- urinn, sem berst við að halda sér upp- réttum í stólnum. Magnús leggur sinn skerf fram, horfir á kirkjuskip, safnaðarheimili og nýjan prestsbústað rísa, en prests- hjónin, sem bjuggu við olíuljós fyrstu árin á Setbergi, fengu aðeins að njóta nýja prestssetursins í sex ár. “Aðeins kirkjuturninn vantaði, þeg- ar við fórum. Ég sagði nú reyndar við Grundfirðinga, að engin þörf væri á kirkjuturni. Kirkjufellið væri á við fegurstu turnsmíð.” s Ijúlí 1982 voru tvær hátíðaguð- þjónustur í Grundarfirði, í Set- bergskirkju, sem hafði hlotið gagn- gera endurbót á níræðisafmæli sínu, og í fullgerðri Grundarfjarðarkirkju. Presturinn og organistinn á leið í messu á Setbergi. Áslaug og Magnús voru heiðursgestir við þá athöfn. - Hvernig fannst Magnúsi að ganga aftur inn í helgidómana? “Eyrarsveit er rík að eiga tvo helgi- dóma, annan nýjan, hinn endurnýj- aðan. Ég hafði vanist ófullgerðri Grundarfjarðarkirkju og fannst ég ganga í nýja kirkju. Kirkjan er til- komumikil með lýsandi krossi efst á turninum og einskonar kennimark kauptúnsins.” Á þrjátíu ára vígsluafmæli kirkj- unnar, árið 1996, voru prestshjónin aftur heiðursgestir. Áslaug: “Þá var mikið kaffiboð í safnaðarheimilinu. Sigurbjörn sonur okkar og Kristín kona hans sáu um að keyra okkur. Eldri barnabörnin voru með, Áslaug sex ára og(Magnús níu ára. Sú yngsta, Nína Kristín, var of ung í vetrarferð. Grundfirðingum fannst gaman að sjá, að búið var að yngja okkur upp.” “Okkar bestu ár vom á Grundarfirði. Þaðan var erfitt að fara.” Djúpið í dökkum augum Magnúsar glampar undarlega mikið. Eftirsjá er líka í rödd Áslaugar: “Þegar fermingarbörnin fóru að segja: “þú tókst á móti mér” skynjaði ég, hvað maður var orðinn rótgróinn þarna. Maður var heimilisvinur á öllum heimilum, leitað til okkar jafnt á nóttu sem degi. Ætli við væmm ekki enn á Grundarfirði, ef Magnús hefði ekki veikst.” Parkinson gerir vart við sig - Hvernig varðstu fyrst var við sjúk- dórninn? “Hann byrjaði sem hreyfitregða vinstra megin í líkamanum. Ég festist 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.