Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 24
Kynning framkvæmdastjóra Jón Snævarr Guðnason hjá LAUF leyfir. Stafurinn er nýtt hjálpartæki,” og Áslaug bendir á stafinn sem Magnús hefur við hlið sér. “Hann fékk líka tölvustýrðan rúm- botn í fyrra, til að geta hreyft sig í rúminu.” - Þetta hlýtur að vera geysilegt álag? “Ég verð að passa bakið og herð- arnar.” kyndilega hefur hægt um mann- inn í stólnum, hann situr grafkyrr. “Svona gengur þetta, upp og niður. Hann fer oft beint úr mikilli ofvirkni niður í algjöra óvirkni. Oft er hann betri fyrri hluta dagsins, þá sætum við lagi og reynum að komast eitthvað út.” Áslaug reisir Magnús upp úr stóln- um, ýtir á fætur hans, en líkaminn bregst ekki við, maðurinn stendur stjarfur. Þá er sprautan aftur eina úrræðið. “Það er mikið álag á konuna mína,” segir hinn sjúki maður. “Það hjálpar mér mikið, að þú æðrast aldrei,” segir hún. - Ertu aldrei bitur, Magnús? Dökku augun eru alvarleg og svarið kemur um síðir: “Nei, ég held ekki.” “Biblían og bænabókin liggja alltaf á skrifborðinu hans,” Áslaug bendir á hinar helgu bækur. - Hver var aðalboðskapurinn í prédikunum þínum, Magnús? Aftur er löng þögn. Síðan: “Ég hélt mig við guðsorð.” Heimsóknin, á fimmtu hæð við Grandaveg, er og verður ógleymanleg. Presturinn sem horfir yfir sundin, í píslarfjötrum Parkinson. Kjarkmikla konan við hlið hans. Áslaug og Magnús gefast ekki upp. Æðrulaus barátta þeirra getur gefið mörgum Parkinsonsjúklingnum og aðstandendum aukið þrek. Skrifstofa Parkinsonsamtak- anna er á Laugavegi 26, gengið inn frá Grettisgötu. Hún er opin á miðvikudögum kl. 17-19. Sími: 552- 4440. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband eða líta inn. Utan skrifstofutíma er alltaf hægt að hafa samband við samtökin hjá Jóni Jóhannssyni, gjaldkera í síma: 566- 6830. Oddný Sv. Björgvins. Formáli: Haldið skal fram þeirri hollu venju að kynna hér í blaðinu framkvæmdastjóra félaga okkar. Nú er röðin komin að Jóni S. Guðnasyni hjá LAUF, sem inntur var eftir frekari fróðleik urn eigin persónu sem og um þau helztu verkefni sem félagið vinn- ur að. En gefum Jóni nú orðið: s Eg er fæddur þann 31. janúar 1947 í Reykjavík og sleit mínum barnsskóm í Hlíðunum og á sumrin á Breiðabólsstað í Reykholtsdal. Að lokinni skóla- göngu í Gagn- fræðaskóla Aust- urbæjar stundaði ég verslunarnám við Verslunar- skóla íslands í einn vetur og síð- an lá leiðin til London, þar sem ég stundaði nám við London School of Foreign Trade. Að lokinni sveitavist var ég eitt sumar í brúar- vinnu í Borgarfirði og Dalasýslu, en vann síðan tvö sumur hjá Heklu hf. Eftir heimkomu mína frá London árið 1967 hóf ég störf hjá Ferðaskrifstof- unni Sunnu og var þar um þrettán ára skeið. Ég vann hjá Ferðaskrifstofunni Atlantik og Ferðaskrifstofunni Sögu uns ég gerðist framkvæmdastjóri DHL Hraðflutninga á íslandi. Fyrir nokkrum árum fór ég í hjartaaðgerð og ákvað að breyta um lífsstíl og taka lífinu með meiri ró og vann við ýmis smærri verkefni. Þegar leitað var til mín síðastliðið vor um að ég tæki að mér starf framkvæmdastjóra LAUFS til áramóta, í fjarveru Bergrúnar H. Gunnarsdóttur vegna fæðingarorlofs, ákvað ég að slá til og gegni nú þessu starfi en er jafnframt með rekstur eigin fyrirtækis ásamt breskum meðeigend- um á sviði upplýsingamála fyrir Evrópusambandið. egar ég kom til LAUFS vissi ég ekki mikið um flogaveiki, en mér hefur opnast nýr heimur en ekki eingöngu um flogaveiki heldur um ýmsa aðra sjúkdóma sem því miður eru til staðar í okkar þjóðfélagi. Síð- astliðið ár var viðburðarríkt fyrir okk- ur á skrifstofu LAUFS, en þar bar hæst fund formanna og framkvæmda- stjóra norrænu flogaveikisamtakanna, sem haldinn var í júní og ekki síður fundur evrópsku flogaveikisamtak- anna, sem haldinn var í Helsinki í júlí. Sá fundur var sérstaklega ætlaður þeim, sem eru með flogaveiki og reyndist hann gagnlegur þeim sem hann sóttu. Afar brýnt er að koma markvissri fræðslu um flogaveiki til allra þeirra stétta og starfshópa í þjóð- félaginu, sem hugsanlega gætu þurft að veita flogaveikum aðhlynningu. Má þar nefna kennara og starfsfólk skóla, heilbrigðisstéttir, löggæslu- fólk, starfsfólk skemmti- og veitinga- staða og svo mætti lengi telja. Áætlað er að fara í alla grunn- og sérskóla í Reykjavík með sérstaka fræðslu fyrir kennara og annað starfsfólk og síðan verður landið allt tekið í áföngum eftir efnum. Húsnæðismál LAUFS hafa verið á döfinni, en félagið leigir hús- næði að Laugavegi 26, sem er í eigu Félags heyrnarlausra. Við njótum góðrar aðstöðu hjá Félagi heyrnar- lausra, en þeir hafa yfir að ráða góðum samkomusal í húsakynnum sínum, sem hentar rnjög vel fyrir fræðslu- fundi okkar og aðrar smærri samkom- ur. Félagið hefur fengið styrk frá Framkvæmdasjóði fatlaðra til hús- næðiskaupa og er unnið að því. Fram- tíðarverkefni félagsins eru mörg og mikilvæg, en þessa stundina leggjum við megináherslu á annars vegar fræðslu- og upplýsingastarfsemi og hins vegar félagslega þáttinn, svo sem fjölskyldu og foreldraráðgjöf og félagsráðgjöf, en þessi þjónusta er veitt af fagfólki á skrifstofu okkar. Við hjá LAUFI lítum framtíðina björtum augum, það er mikill þróttur í félaginu og mikil samstaða um að ná settum markmiðum. Jón Snævarr Guðnason. Jón Snævarr Guðnason. 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.