Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 26
INNLIT HJÁ ÖRVA Einn fagran febrúarmorgun lagði ritstjóri leið sína í Kópavoginn, yzt út á Kárs- nesið, þar sem er aðsetur starfs- þjálfunarstaðarins Örva, nánar tiltekið að Kársnesbraut 110. Þar er með ágætum á akri iðjað, en forstöðu staðarins hefur Kristján Valdi- marsson og hefur við stjórnvöl þar verið allt frá því í ágúst 1991. Ritstjóri gekk þarna um garða og gazt afar vel sú merka starfsemi er þarna fer fram og Kristján með sínu liði fræddi ritstjóra um fjölmargt sem Örva varðar fyrr og nú. 1982 sótti Kópavogsbær um leyfi til að reka vinnustofu fyrir öryrkja og aldraða í húsnæði Sunnuhlíðar og það leyfi fékkst 1983. Þar fór svo starf fram til ársins 1987 að flutt var að Kársnesbraut 110, en þá gerður leigu- samningur til tíu ára. Húsnæðið þá var 460 fm. Framkvæmdasjóður fatlaðra lagði svo fram fé til kaupa og fóru kaupin fram 1996 og þá fékkst 170 fm. viðbót við áður leigt húsnæði. Þar í viðbótarrýminu eru nú lager- aðstaða og vinnustofur tvær sem og fékkst þarna nokkur stækkun verk- stæðis. Þess má geta að áður var lagerpláss ekkert og var það mjög bagalegt svo sem nærri má geta. Síðan hefur verið unnið að innrétt- ingum og lagfæringum og þeim nú að ljúka og er allt rými hið vistlegasta. Þarna er skrifstofa forstöðumanns, lítið fundaherbergi, skrifstofur fyrir iðju- og þroskaþjálfa sem og fulltrúa, kaffistofa mjög hugguleg, afar rúm- góður vinnusalur, lítið verkstæði til viðgerða, lagerinn og sitt hvorum megin við hann vinnustofa með pökk- unarborði og vinnuherbergi fyrir sérverkefni og þar má hafa kennslu o.fl. Sömuleiðis er í húsinu lítið her- bergi með sýnishornum af framleiðsl- unni, afdrep verkstjóra og sjúkiaher- bergi um leið. Svo eru ágætar snyrt- ingar o.fl. Stöðugildi hjá Örva eru 5 1/2 og skiptast þannig, að forstöðu- maður er í fullu starfi, þroskaþjálfi og iðjuþjálfi skipta með sér einu og hálfu stöðugildi, fulltrúi á skrifstofu í hálfu stöðugildi og 5 starfsleiðbeinendur og verkstjórar í hálfu stöðugildi hver. Kristján segir að styrkur Örva felist ekki hvað sízt í góðu starfsfólki og stöðugleika í starfsmannahaldi, marg- ir unnið þarna vel og lengi. í Örva stendur fötluðum til boða starfsprófun og tímabundin starfs- þjálfun, Örvi þannig mikilvægur hlekkur í þjónustukeðju við fatlaða. Örvi leitast við að líkja eftir aðstæðum á vinnustöðum á almennum markaði. Meginmarkmið eru þessi: * Veita fötluðum þjálfun til starfa á almennum vinnumarkaði. * Þjálfa rétt vinnubrögð, góðar starfs- venjur, aukið starfsþrek og félags- leg samskipti. * Veita starfsþjálfun sem eykur mögu- leika til blöndunar í samfélagi ófatl- aðra á gagnkvæmum forsendum. * Annast starfsprófun sem hefur það að markmiði að meta möguleika hins fatlaða til vinnu og annarrar iðju. * Bjóða upp á næg og fjölbreytt verk- efni sem taka fyrst og fremst mið af þjálfunargildi. * Líkja sem bezt eftir algengum (væntanlegum) vinnuaðstæðum og ki'öfum á almennum vinnumarkaði. * Veita viðskiptavinum góða og sveigjanlega þjónustu. Þjónustu sem er jafngóð eða betri en vænst er og fellur að mismunandi þörfum og óskum þeirra. * Starfsemi í Örva sé í sem mestum tengslum við atvinnulífið og að allar aðstæður og starfskjör lfkist því sem almennt gerist. Allir sem í Örva koma, fara fyrst í 3ja mánaða starfsprófun til að unnt sé að meta möguleika viðkom- andi til vinnu. Að loknu þriggja mánaða mjög skipulegu starfsprófun- artímabili er skrifleg niðurstaða lögð fyrir og ákvörðun tekin um fram- haldið. Ef niðurstöður eru þær að mælt sé með starfsþjálfun getur starfs- maður farið í starfsþjálfun Örva, annars er atvinnuleit hafin, en unnið í Örva á meðan á leit stendur. Fyrstu þrjá mánuði í nýju starfi fær viðkomandi stuðning og eftirfylgd frá svæðisskrifstofu og Örva, en slíkt er mjög mikilvægt. Starfsþjálfun Örva leggur hins vegar áherzlu á rétt vinnu- brögð, góðar starfsvenjur, aukið starfsþrek og félagsleg samskipti. Lengd sniðin að þörfum hvers og eins. Miðað er þó við 18 mánuði, en getur varað í 36 í undantekningartilvikum. Reglubundin viðtöl eru í tengslum við starfsmat. Einmitt þegar ritstjóri var þama á ferð voru 34 á skrá í Örva, en almennt miðað við 30 u.þ.b. helmingur fyrir hádegi, hinir eftir hádegi. Kristján benti einmitt á það alveg sérstaklega að í gangi væru nú tvö samstarfs- verkefni. Annað er í samvinnu við Vesturhlíðarskóla - viðkomandi þaðan var fyrst einn dag í viku, nú tvo daga og stefnt að því að vera alla daga í sumar; þ.e. hálfan daginn. Hitt sam- starfsverkefnið er við Tjaldanes. Þaðan koma 4 drengir sem eru þrjá daga í viku og með þeim fylgir starfsmaður frá Tjaldanesi, en Tjalda- nes heyrir nú undir Svæðisskrifstofu Reykjaness. Arangur fyrir drengina verið umtalsverður og verður hans vart í mörgu, ekki sízt heima í Tjalda- nesi. Við fórum svo yfir starfssvið fólks: Starfsráðgjafar Örva eru tveir, þær Geirlaug G. Björnsdóttir þroskaþjálfi og Guðrún Á. Einars- dóttir iðjuþjálfi. Þær annast í samein- ingu stuðning við einstaklinga í starfsprófun og starfsþjálfun, leggja upp markmið, aðstoða við verkstjórn, leggja á faglegt mat og gera tillögur um áframhaldandi þjálfun, þetta er gert í samvinnu við starfsleiðbein- endur á staðnum. Guðrún iðjuþjálfi 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.