Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 28
VIÐHORF / • • Olafur Orn Haraldsson alþm.: MÁLEFNI FATLAÐRA jónusta við fatlaða hér á landi hefurbreystmikið síðustu árin og sem betur fer farið ört batnandi. Það grundvallarviðhorf er nú viðurkennt af flestum að fatlaðir eigi að standa jafnfætis öðrum þjóðfélagsþegn- um og um þá þurfi þess vegna ekki að gilda sér lög heldur þurfi að breyta lögum um félagslega þjón- ÓlafurÖrn ustu þannig að Haraldsson. þau veiti fötluð- ———— umfyllsturéttindi á við aðra. Það er óæskilegt að til lengdar þurfi að sérgreina þjónustu fatlaðra frá þjónustu við aðra íbúa landsins, enda þótt slíkt fyrirkomulag hafi þótt nauðsynlegt á sínum tíma þegar lögin um málefni fatlaðra voru sett 1979. Frá þeim tíma hefur sem betur fer orðið stórfelld breyting í þjónustu við fatlaða og því kominn tfmi til að taka skref fram á við ekki aðeins í þjónustunni heldur einnig í lagasmíð. Með því móti verði keppt að því að þjónusta við fatlaða, ófatlaða sé hlið við hlið og að- greining milli fatl- aðra og ófatlaðra hverfi. Til þess að slíkt sé hægt þarf að steypa saman tveimur flóknum og umfangsmikl- um lagabálkum en það eru annars veg- ar lögin um félags- þjónustu í sveit- arfélögunum og hins vegar lögin um málefni fatl- aðra. Félagsmálaráð- herra, Páll Péturs- son skipaði nefnd á síðasta ári til þess að endurskoða lög um málefni fatl- aðra, en í nefndina voru skipaðir aðilar frá hagsmunasamtökum fatlaðra, Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu, ennfremur fulltrúi sveitarfélaganna, tveir alþingismenn og formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra. Formaður nefndarinnar er höfundur þessarar greinar, ritari nefndarinnar og lögfræðilegur ráðgjafi komu frá félagsmálaráðuneytinu. Nefndin tók fljótlega þá grund- vallarafstöðu að leggja til flutn- ing á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Strax við þá ákvarð- anatöku varð ljóst að gjörbreyta þyrfti lögunum og að ekki dygði eingöngu lagasetningarstarf heldur þyrfti að fara fram mikill undirbúningur á faglegu sviði og samningsgerð milli sveitar- félaganna og ríkisins með þátttöku allra þeirra aðila sem hagsmuna eiga að gæta og gott gátu lagt til málsins. Þá þurfti að svara þeirri spurningu hvort flytja ætti málefni fatlaðra öll í einu lagi frá ríki til sveitarfélaga eða gera slíkt í áföngum. Eftir að hafa kannað þetta hjá nokkrum sveitarfélögum, fagfólki og stjórn Sambands íslenskra sveitar- félaga varð niðurstaðan sú að leggja til flutning á málaflokknum í einu lagi og kom þá fljótlcga í sjónmál 1. janúar 1999 og varð það að lokum tillaga nefndarinnar. Það eykur mönnum bjartsýni að árangur náist hversu vel hefur tekist til með flutning grunn- skólans frá ríki til sveitarfélaga. Við undirbúning á flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna verður án efa litið mjög til reynslunnar af grunn- skólaflutningnum. Heppilegast er að komið sé á fót verkefnastjórn eða stjórnum þar sem hinir ýmsu þættir málsins verði teknirfyrir sérstaklega, þeir greindir og um þá samið milli ríkis og sveitarfélaga. Nokkrir þess- ara þátta gætu verið um fjármál, rétt- indi og þjónustu fyrir fatlaða, réttindi og kjör starfsfólks sem vinnur við málefni fatlaðra og fleira mætti telja. Ekki ríður minnst á að nægjanlegt fjármagn komi frá ríkinu til sveitar- félaganna þannig að þau geti staðið undir þeim kröfum sem til þeirra verða gerðar. Þá er einnig afar mikil- vægt að glata ekki þeirri miklu reynslu fólksins sem hefur unnið að þjónustu við fatlaða út um byggðir landsins bæði á einstökum stöðum svo og svæðisskrifstofum um málefni fatl- aðra. argir hafa áhyggjur af flutningi til sveitarfélaganna, ekki síst vegna þess að mörg sveitarfélög eru lítil og vanmegn- ug að veita fé- lagslega þjón- ustu. Vanmáttur þeirra er bæði 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.