Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 32
MOLAR TIL MELTINGAR Hinn 20. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög til breytinga á lögum um málefni fatlaðra. Þetta er afrakstur nefndar- starfs á liðnu ári, en sú var niðurstaða þess að ekki skyldi nein breyting gerð á efnisatriðum laganna sem gilt hafa, heldur í raun taka aðeins á flutningi mála- flokksins yfir til sveitar- félagannafráríkinu. Hauk- ur Þórðarson varaformaður Öryrkjabandalagsins var fulltrúi þess í endurskoð- unarnefndinni og skrifaði upp á þessa niðurstöðu. Eflaust geta verið eitthvað skiptar skoðanir um það hvort svo skyldi með fara, en mála sannast að annað hvort var að taka á öllum lagaþáttum og gefa sér þá til þess lengri tíma eða eins og gert var: lögfesta yfir- færsluna og lítið annað og sjá svo hvernig úr ynnist og hver nauðsyn verður yfir- leitt á sérlögum eftir að við höfum vonandi fengið fullgilda félagsmálalöggjöf og málaflokkurinn kominn að fullu inn í félagsmála- kerfi sveitarfélaganna. Fyrst menn ákváðu að taka þetta stóra skref þá hygg ég að þetta hafi verið eina rökrétta niðurstaðan. Breytingar nú eru sem sagt litlar og miðast í raun nær alveg við væntanlega yfir- töku og hversu brúa skal bilið fram til þess tíma, en til framkvæmda á yfir- færslan að koma 1. janúar 1999 eða eftir tæp tvö ár. ✓ Il.gr. er gert ráð fyrir þeirri breytingu í kjölfar þess að fræðslustjóra- embættin eru ekki lengur til, að í stað fræðslustjóra í svæðisráðum áður komi nú ráðherraskipaður fulltrúi án tilnefningar. Þó skal svæðisráð kveðja á sinn fund fólk með sérþekkingu á skólamálum þegar ástæða er til. í 2.gr. er fjallað um skip- unartíma framkvæmda- stjóra svæðisskrifstofa sem er þá að sjálfsögðu til 1. janúar 1999. 3. greinin varðar Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins um skipun for- stöðumanns hennar til fimm ára að fengnum til- lögum stjórnar stofnunar- innar. Þetta er til samræmis aðeins við aðra skipan starfsmannamála hjá hinu opinbera. 4. gr. laganna fjallar um framlög Framkvæmda- sjóðs fatlaðra til fram- kvæmdaaðila íbúða fyrir fatlaða. Ístað5%framlags til sveitarfélaga kemur nú 10% framlag s.s. til annarra framkvæmdaaðila. En auðvitað er það ákvæðið til bráða- birgða sem öllu skiptir, en þar er félagsmálaráðherra gert skylt að gera ráðstaf- anir til að undirbúa yfir- færslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga og skipa verkefnisstjórn eða stjórnir í því skyni. Við undirbún- inginn skal huga að rétt- indagæzlu fatlaðra. Og svo kemur yfirfærslan til fram- kvæmda 1. janúar 1999, enda þá tilkomin ný lög um félagsþjónustu, sérstök lög um Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins og að sjálf- sögu samkomulag um breytta tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. í greinargerð lagafrum- varpsins var út frá því gengið að samtök fatlaðra ættu fulla aðild að verk- efnisstjórn eða stjórnum og verður að treysta því að svo verði. Það er ekki sízt á sviði Öryrkjabandalags íslands og fjölmargra félaga þess með þjónustu sína og rekstur, sem ýmis álitamál munu upp koma og á því brýn þörf að þar sé vel á málum haldið svo félögin fái haldið þeim hlut sinnar starfsemi sem þau helzt kjósa eða þess vegna allri starfseminni með eðlilegum stuðningi ríkis- valdsins. Þar verður eflaust nrestur vandinn um að véla, því í mínum huga er svo ótalmargt í þessari þörfu starfsemi sem hvergi er betur komið en hjá þessum virku og vakandi félagsein- ingum okkar. ✓ Iöllu þessu starfi þarf og grannt að því að gæta að sem fyllst jafnræði gildi rnilli fötlunarhópa og þeirra ólíku þarfa sem þar eru óneitanlega. Yfirfærsla málaflokksins verður að taka til ótvíræðra skyldna sveitarfélaganna að sinna öllum þeim sem bezt er við einhverjafötlunbúa. Sann- leikurinn er nefnilega sá að í samningum unr yfirtöku sveitarfélaga á mála- flokknum af félagsmála- ráðuneyti, sem fram hafa gengið að undanfömu hefur sú yfirtaka nær einvörð- ungu snert einn fötlunarhóp aðeins. Til allra átta verður að líta við heildaryfirfærsluna og það skal vissulega von- að að verði gert. *** Félagsmálaráðuneytið hefur að undanförnu verið að gera samninga við fjögur sveitarfélög um yfirtöku á þjónustu við fatl- aða - yfirtöku málaflokks- ins s.s. hann er á gildandi fjárlögum í raun með nokkurri viðbót þó á samn- ingstímanum. Ýmist hafa þessir samningar verið gerðir á grundvelli laga um reynslusveitarfélög eða þá á grundvelli laganna um málefni fatlaðra. Sveitar- félögin eru Akureyri, Húsavík, Vestmannaeyjar og Hornafjörður. Á Norð- urlandi eystra þýðir þetta að Svæðisskrifstofa um mál- efni fatlaðra hefur verið lögð niður, enda hefur Akureyri tekið að sér Eyjafjörðinn allan og Húsavík Þingeyjarsýsl- urnar, svo þessi tvö sveit- arfélög eru í raun ábyrg fyrir öllum málefnum fatlaðra í kjördæminu. Hornafjarðarbær tekur að sér Austur-Skafta- fellssýslu og Djúpavogs- hrepp að auki og svo yfir- tekur Vestmannaeyjabær 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.