Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 33
umtalsverðan rekstur ríkis-
ins þar í Eyjum.
Það er í raun ágæt
reynsla sem þarna myndast,
en enn ber þess að gæta að
yfirtakan nær að yfir-
gnæfandi hluta til þroska-
heftra og þeirra stofnana
sem fyrir eru þeim til halds
og trausts og gefur því ekki
að fullu mynd af yfirtöku
alls málaflokksins sem til
allra þarfa taki. Þar má
auðvitað segja að fyrst
reyni verulega á þegar
málaflokkurinn flyzt yfir á
Stór-Reykjavíkursvæðinu
en það á sem sagt lögum
samkvæmt að gerast 1.
janúar 1999.
^ ^ ^
Ohugnanlegar stað-
reyndir blasa við
okkur í grein í danska blað-
inu Femína þar sem í
glöggu viðtali við brezka
konu, er fjallað um stór-
aukna misskiptingu lífs-
gæða í Bretlandi síðasta
hálfan annan áratug í kjöl-
far hinnar óheftu auð-
hyggju er stjórnvöld hafa
gert að æðstu stefnu sinni.
Þar er hinn ríkari sannan-
lega skipulega gerður ríkari
og ekki síður hinn fátæki
fátækari. Heimilislausir í
Bretlandi munu vera um
600 þús. nú og fólk með
tekjur við eða undir hung-
urmörkum segir hún vera
um 4 milljónir.
Þessi brezka kona hefur
ásamt félögum sínum
fengið hina heimilislausu
til að selja blað sem þau
gefa út og það gengið mjög
vel, jafnvel komið sumum
þein'a alveg á réttan kjöl -
styrkingu til sjálfshjálpar
kallar hún það. En hún
bendir um leið á bjargar-
leysi allra hinna sem fer
vaxandi. Þegar maður les
þannig um afleiðingar
hinnar hörðu frjálshyggju
þá spyr maður sig býsna
óþægilegra spurninga í ljósi
þess að hér á landi hafa
ákveðin valdamikil öfl í
þjóðfélaginu sótt hug-
myndir sínar í frjáls-
hyggjubankann og ýmsar
aðgerðir borið þess ríkuleg
merki. Er ekki ráð að líta
til reynslunnar í Bretlandi
og ógnvænlegra afleiðinga
þess, ef blinda hálfgildings
trúarskoðana tekur öll
völd? Því bak við allt frels-
ishjalið liggur aðeins eitt:
frelsi fjármagnsins umfram
frelsi fólksins.
***
Hingað barst á okkar
borð ítarleg skýrsla
um verndaða vinnustaði og
stöðu þeirra í hinurn ýmsu
Evrópulöndum, en skýrsla
þessi mun hafa verið unnin
í tengslum við Helios-verk-
efnið blessað. Þama kemur
margt áhugavert í Ijós og
greinilega misjafnlega að
málum staðið í hinum ýmsu
ríkjum, bæði hvað varðar
form og framlög. Lengi
hefur verið vitað urn um-
talsverðan kostnað hins
opinbera af vernduðum
vinnustöðum, en þeir fá
rekstrarstyrki á fjárlögum
s.s. menn vita. Oft hefur
þaðjafnhliða heyrzt hversu
drjúg þessi framlög séu nú
og útgjöld ríkisins mikil
þ.a.l. Samkvæmt þessari
ágætu skýrslu kemur það
hins vegar í ljós að tekjur
ríkisins af framleiðslu þess-
arar sömu vernduðu vinnu-
staða em eilítið hærri en hin
rómuðu framlög ríkisins til
rekstrarins. Þaðerþvímeð
fullurn rétti hægt að segja
að þessi framlög borgi sig
fyrir hið opinbera.
En lýsandi er það að það
skyldi þurfa erlenda
skýrslu, auðvitað byggða á
íslenzkum upplýsingum, til
að draga þessa staðreynd í
dagsljós fram.
Samanburður í raun-
framlögum hér við rnargar
aðrar þjóðir sem vel gera í
þessum efnum er vægast
sagt heldur óhagstæður
okkur og er það önnur saga,
en ber þó að taka tillit til í
framtíðarstefnumótun
þessara ágætu vinnustaða,
sem eru tvímælalaus nauð-
syn, jafnhliða sókn út á
hinn almenna vinnumark-
að.
Hlerað í
hornum
Hjón nokkur ætluðu á grímudansleik,
en rétt áður en þau ætluðu að fara fékk
konan svo slæman höfuðverk að hún
varð eftir heima og sá á eftir bónda
sínum í fullum skrúða fara á dans-
leikinn. Þegar frá leið batnaði kon-
unni svo mjög að hún dreif sig á dans-
leikinn. Sá hún bónda sinn fljótlega
og þótti hann skemmta sér konung-
lega og einkum var hann elskulegur
við dansdömur sínar. Konan bauð
honum svo upp og þeim samdi svo
vel að þau brugðu sér afsíðis í léttan
ástarleik. Konan flýtti sér svo heirn
að því búnu og beið bónda síns. Þegar
hann kom svo heim, seint og um síðir
spurði hún hvernig dansleikurinn
hefði verið. “Eg var þar nú ekki lengi,
því mér hundleiddist og fór heim til
Jóns vinar okkar, en þeir sátu þá þar
tjórir að spilurn. Þegar Gunnar Jóns
sá mig í búningnum bað hann mig að
lána sér hann. Ég tók svo til við að
spila, en hann fór á dansleikinn”.
**
Maður einn kom inn í Norðurleiða-
rútuna hér í Reykjavík og bað bílstjór-
ann að vekja sig þegar þeir kæmu í
Varmahlíð. Svo var ekið norður og á
Akureyri vaknaði maðurinn, óð að
bílstjóranum með óbótaskömmum og
svívirðingum fyrir að hafa ekki vakið
sig.
Nærstaddur maður rann á hljóðið og
spurði bílstjórann hvað í ósköpunum
gengi hér á, hvað væri eiginlega að
manninum. Þá svaraði bílstjórinn:
"Blessaður vertu, þetta er nú ekkert.
Þú hefðir átt að heyra í þeim sem ég
lét fara út í Varmahlíð”.
**
Fljótfæri dýralæknirinn var að lesa inn
skilaboð á símsvarann hjá sér og
ætlaði auðvitað að segja: “Þetta er
sjálfvirkur símsvari, það er dýra-
læknirinn sem talar”. En útkoman
varð: “Þetta er sjálfvirki dýralækn-
irinn sem talar”. Þetta fréttist og menn
hringdu ákaft í síma dýralæknisins
þennan dag til að hlýða á þessi sér-
kennilegu skilaboð.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
33