Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 41
svo Guðríður Ólafsdóttir og minnir á þessi sömu atriði, telur hins vegar að öll mót- mæli sem aðgerðir bíti ekki á stjórnvöld. Fjörleg frá- sögn er af hjólastólaralli á Húsavík, þar sem forsvars- menn fyrirtækja og opin- berra stofnana spreyttu sig og fengu að kynnast að- genginu af eigin raun. Hugmyndasamkeppni skólabarna er gerð góð skil og enn er gripið niður í ljóð eða hugleiðingu, sem hlaut önnur verðlaun á Norður- landi vestra en af þessu áður hér sagt og til vitnað. Af hverju eru ekki allir skólar íþróttahús og allir vinnustaðir byggðir þannig að allir komist inn hjálparlaust? Hverjir ráða þessu? Bæjarstjórnin, ríkisstjórnin, arkitektinn eða við? Getum við ekki breytt þessu? og þessi hugleiðing er eftir Kolbein Aðalsteinsson á Siglufirði. Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkrunarframkvæmda- stjóri víkur í viðtali að Grensásdeildinni og hinni miklu eftirspurn eftir endurhæfingu, en frá og meðó.janúarsl. vardeildin fullnýtt sem betur fer. Hún upplýsir að þeim sem hafa orðið fyrir mænusköðum í bílslysum hafi fækkað úr 10-15 á ári í 4-5 eftir að öryggisbelti voru lögleidd. Minnir einnig á hina miklu nýtingu sundlaugarinnar af fólki utan úr bæ. Þá er birt ávarp Guðríðar Ólafsdóttur á baráttusamkomu á Ing- ólfstorgi 24. október sl. Þar minnir hún á að heilbrigðis- þjónusta sé mannréttindi og varar við því að auðgildið sé sett manngildinu ofar. Sagt er frá alþjóðadegi fatl- aðra 1995 með viðurkenn- ingum og verðlaunaveit- ingum og eins frá viður- kenningum veittum í Kringlunni 3. desember á liðnu ári. Að lokum er sagt frá þingi Samtaka fatlaðra á Norðurlöndunr sem frá var greint í 3ja. tbl. liðins árs. *** Meginstoð - blað MS félagsins 2.tbl. 1996 barst hingað á liðinni að- ventu, fjölbreytt vel og fallegt. Þar segir formaður frá opnu húsi í dagvistinni 23. september svo og frá undirbúningi alheimsráð- stefnu MS félaganna 1999, - “ekki á morgun, heldur hinn”. Þá er hin fróðlegasta frá- sögn af áhrifum lyfsins In- terferon beta, en rúmlega hálft ár er liðið frá því byrjað var að nota lyfið hér álandi. 4 einstaklingar sem notað hafa lyfið segja frá reynslu sinni af því og þeim aukaverkunum sem fylgja, einkum í fyrstu: hiti, bein- verkir, ógleði o.fl. s.s. þunglyndisköst, öll mæltu þau þó með lyfinu í raun. John Benedikz taugasér- fræðingur greindi svo glögglega frá rannsóknum og greiningu sjúkdómsins. Hann útlistaði m.a. hinar þrjárhelztu gerðirMS sjúk- dómsins: 1) þá sem ein- kennist af versnunarköstum með einhverjum bata í kjöl- farið 2) þá sem einkennist af versnun án bata og 3) þá sem einkennist af stöð- ugri versnun án kasta. Og við fyrstu gerðina á Inter- feron beta bezt við. Hann minnti svo á hina viða- miklu erfðarannsókn sem Kári Stefánsson læknir stendur fyrir hér á landi og MS félagið er aðili að. Sagði og frá öðrum efnum sem á leiðinni væru en of snemmt að segja um áhrif þeirra. Margrét Sigurðardóttir Glatt á hjalla í góðum félagsskap. Sjá innlit hjá Blindravinafélaginu bls. 16. félagsráðgjafi skrifar grein um sjálfshjálparhópa fyrir fólk með MS. Af þessu mun t.d. hin bezta reynsla í Danmörku enda samvera með öðrum öllum nauðsyn- leg, að fólk geti sagt frá vandamálum sínum og hlýtt á vandamál annarra. Margrét lýsir hinum ýmsu gerðum slíkra hópa: umræðuhópar um lífið og tilveruna - deila vandamál- um, sorgum og gleði en slíkt hópstarf er Margrét að setja á laggirnar; kaffi- klúbbar í raun þar sem félagsskapurinn skiptir öllu; námshópar og svo þátttöku- eða vinnuhópar. Lýsir Margrét svo hinum ýmsu umræðuefnum sem taka má fyrir í sjálfshjálpar- hópi. Ritstjórinn Páll Pálsson segir frá ágætri út- gáfustarfsemi MS félaganna á Norðurlöndum. Sagt er frá ráðstefnu ungra MS sjúklinga í Kaupmanna- höfn en 3 félagskonur héðan sóttu ráðstefnuna, en næsta norræna ráðstefna af þessu tagi verður hér í Reykjavík. Sagt er frá alþjóðlegri ráðstefnu í At- lanta sem Auður Marinós- dóttir og Oddný M. Lár- usdóttir sóttu. Tilgangur ráðstefnu að fræða hjúkr- unarfólk um hið nýjasta í rannsóknum og meðferð MS sjúklingá. Þær sögðu m.a. frá mjög fullkominni tölvuvæðingu á sjúkrahúsi fyrir mænuskaddaða og fólk með taugasjúkdóma, en einnig var þarna m.a. góð fræðsla um spasma og meðhöndlun með lyfjum og endurhæfingu. Þá er afar gott viðtal við séra Braga Skúlason sjúkrahús- prest, sem daglega vinnur með fólki sem orðið hefur fyrir rniklu andlegu áfalli eða er á mismunandi stig- um í baráttu við illvíga sjúkdóma. Þar ræðir hann m.a. hina ýmsu fylgifiska slíks s.s. sjálfshöfnun, hjónaskilnaði, frumkvæð- ismissi, missi stjórnar á eigin lífi o.s.frv. Hann minnist einnig rækilega á það hve nánustu aðstand- endur fólks með langvinna sjúkdóma verði oft gífur- lega þreyttir. Bragi segir að niðurstaða úr ákveðinni rannsókn á því hversu fólk tæki áföllum - sjúklingar sem aðstandendur liafi ver- ið þessi: slenzkar fjölskyldur þola, þrauka og þegja. Bragi leggur mjög mikið upp úr því að fleiri séu viðstaddir neikvæða niður- stöðu sjúkdómsgreiningar en læknir og sjúklingur, þar þurfi til að koma fjöl- FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.