Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Síða 44
Magnús Einarsson:
GUÐMUNDUR GAMLI
s
g kynntist nýlega gömlum
manni. Lítill en knár þrátt
fyrir háan aldur. Hann býr í
blokkinni minni. “Góðan daginn, all-
an daginn”. Hann heilsaði mér svona
ásamt því að
lyfta hægri hend-
inni, í þeirri
vinstri var stafur.
Það leið ekki á
löngu þar til við
vorum orðnir
mestu mátar
enda sérvitringar.
Hann bauð
mér í bíltúr að
Arnarstapa á
Snæfellsnesi. Ég
þáði boðið og
ekki síst vegna
þess að hann var
staðráðinn í að
veiða þar lúðu.
“Ég var leigubíl-
stjóri í 40 ár”.
“ J æ j a ” .
“Þessi jeppapúta
er ágæt”. Hann
átti gamla Lödu
sport sem hann var nýbúinn að mála
með pensli. “Hefurðu séð huldu-
fólk?” “Huldufólk? Nei en ég hef
séð einhverja liti á hreyfingu sem
gætu hafa verið huldufólk”. “Sann-
aðu til. Blessaðir á þeim hafa verið
að hjálpa þér”. “Ja hérna, allt er nú
til”, tautaði ég.
“Ég var einu sinni kallaður til
huldukonu sem var að fæða, þetta var
í Dimmuborgum. Ég var kallaður til
að gefa henni styrk og svo fæddist
þessi líka myndarhnáta, hún hefur oft
komið síðan að þakka mér fyrir”.
“Það er margt skrýtið”, tautaði ég.
“Já það er margt skrýtið í maga á
Ingibjörgu”.
s
Eg fékk hláturskast og hann smit-
aðist og við hlógum þar til við
fórum að hósta. Hann hafði smitandi
hlátur og líflegan þrátt fyrir aldurinn.
Aksturinn gekk vel og greinilegt að
hann var góður bílstjóri.
“Einu sinni ætluðu tvær huldukon-
ur að ná í mig og þá var stór maður
sem varði mig og ég fór ekki fetið.
Hann var svo stór að hann var á við
tvær bílhæðir”. Hann var ákafur en
brosti þó blítt að þessari minningu. Ég
var orðinn mjög forvitinn um þennan
mann og fannst eitthvað svo jákvætt
við hann.
“Það er nú fallegt hjá huldufólkinu,
það sem við sjáum sem fjall eða klett
getur verið konungleg höll. Þeir eru
af holdi og blóði rétt einsog við”. Nú
var ég mát.
“Heyrðu nú mig, af holdi og
blóði”. Hann hló. “Það held ég nú,
þetta eru földu börnin hennar Evu sem
voru skítug þegar Drottinn kom að
vitja þeirra og Eva faldi þau og þá
ákvað Drottinn að þau skyldu líka
vera hulin mönnum”. Hann brosti og
bætti svo við kíminn, “já það er margt
skrýtið in harmonium”. Hann
skellihló og ég líka.
“Jú.jú, einnig in dominum”, bætti
ég við.
Sólin skein og hlý golan gældi við
okkur þar sem við sátum í bflnum
með opna glugga. Bíllinn fór þá leið
hægt en örugglega sem bílstjórinn
ætlaði. Fjöllin blöstu við, skýjahnoðr-
ar svifu í loftinu og blár himinninn
lofaði fögru í fjarlægðinni. Fuglar
flugu allt í kring. “Einu sinni var ég
að veiða fyrir austan þegar önd kom
út úr grasinu og ungar á eftir, þegar
óhræsið skúmur renndi sér niður og
át ungana. Skömmin á honum. Ég
var ekki seinn á mér að beita og kasta
uppá land og dóninn kom og beit á.
Kunningi minn sem var með mér gekk
síðan frá honum”. Hann lifði sig inní
frásögnina og það var gaman að heyra
hann segja frá. “Vargurinn”, tautaði
ég til að segja eitthvað yfir þessu
afreki gamla mannsins.
Loks vorum við komnir að Arn-
arstapa og ævintýrið að ná hápunkti
sínum. Við fórum úr bílnum. “Þeir
segja að lúðan bíði við klettana til að
éta egg sem detta”. Það var kominn
keppnishugur í hann. Hann var með
nælonþráð sem hann batt við bílinn
og á hinum endanum var krókur með
soðnu eggi. Hann kastaði þessu útí
sjó og nú hófst biðin.
Við settumst niður í laut og fengum
okkur kaffi og með því. Við spjöll-
uðum mikið og hlógum stöðugt, hann
hafði svo smitandi hlátur. “Hvers
vegna hlærðu svona mikið?” spurði
ég. “Nú það verður enginn ágætur af
aungu”. Við hlógum.
að kom rykkur á þráðinn og hann
rauk uppí bflinn og dró lúðuna á
land. Hann hljóp til og drap fiskinn
með steinhnullung. “Svona! komdu
og sjáðu”. Ég gekk rólegum skrefum
til hans. “Fyrst þetta er hægt þá er
allt hægt in dominum”, tautaði ég.
Við skellihlógum.
Við keyrðum til baka í rólegheitum
og ég keyrði stundum enda gamli
maðurinn þreyttur. Hann tók lúðuna
upp til sín og eldaði oní okkur og við
kvöddumst hlæjandi, saddir en þreytt-
ir. Ég vaknaði daginn eftir og eigin-
lega mundi ég eftir deginum áður sem
draumi en minningin var ljúf. Það var
hringt bjöllunni. Ég opnaði dyrnar.
“Góðan daginn, allan daginn”. Hann
rétti mér höndina og hló smitandi
hlátri. “Góðan daginn”, tautaði ég,
brosti, og bauð honum inn. Ég hellti
á kaffi, hann settist í sófann. Hann
lagði stafinn til hliðar og tók ofan
pottlokið. “Það er nú meiri blíðan.
Það er kollheiðríkt”. “Já nú er blíð-
an”, svaraði ég og settist í stólinn
minn. “Já þetta er ekta gott veður”.
“Það er lóðið Þórkatla”, sagði gamli
og hló enn þessum smitandi hlátri.
Hann tók þessar líka hlátursrokur
og skellti hönd á læri og ók sér
til enþetta varmjög smitandi. Ég náði
í kaffið og hann horfði á fiskana mína.
“Sérðu nokkuð prestinn í kringum
mig?” “Prestinn?” “Æi, sleppum því,
en þar af er löng saga og óskemmti-
leg”.
ið horfðumst í augu og enn og
aftur fór hann að hlæja og ég
smitaðist. Það var reyndar góð til-
finning að gefa honum kaffi því hann
hresstist alltaf.
Magnús
Einarsson.
er greinir hér
frá.
44