Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Qupperneq 46
Samstarf Félagsmálastofnunar Kópavogs
og Svæðisskrifstofu Reykjaness um
þjónustu við fólk með fötlun
Samstarfshópurinn á óformlegum fundi í byrjun ársins Frá vinstri:
Sigrún, Hrafn, Anna, Hanna og Hrönn.
Ahaustdögum 1996 ákváðu
Félagsmálastofnun Kópa-
vogs og Svæðisskrifstofa
málefna fatlaðra á Reykjanesi að
treysta samstarfsgrunn sinn með
stofnun samráðshóps.
Um árabil hafa þessar stofnanir átt
mjög gott og árangursríkt samstarf, þá
sérstaklega hvað varðar liðveislu og
atvinnumál fólks með fötlun. Það
samstarf var á margan hátt kveikjan
að stofnun samráðshópsins. Starfs-
fólk stofnananna telur það verðugt og
spennandi verkefni að samnýta betur
reynslu sína og þekkingu og feta
þannig nýjar leiðir í samstarfi og
þróun á þjónustu við fólk með fötlun.
Markmið samráðshópsins er að
tengja og samræma betur einstakl-
ingsbundna þjónustu stofnananna,
þannig að hún verði eins skilvirk, hag-
kvæm og árangursrík og kostur er.
Hópurinn vinnur að verkefnum varð-
andi þjónustu beggja stofnananna við
sömu einstaklinga í Kópavogi, það er
að segja samkvæmt lögum um félags-
þjónustu sveitarfélaga og lögum um
málefni fatlaðra.
Hópurinn hefur til grundvallar
ákveðið vinnuferli sem Félags-
málastofnun og Svæðisskrifstofa hafa
komið sér saman um hvað varðar
þjónustu við fólk með fötlun í bæjar-
félaginu. Samkvæmt því leita Kópa-
vogsbúar sem óska eftir þjónustu
vegna fötlunar fyrst til Félagsmála-
stofnunar þar sem gert er heildstætt
mat á þjónustuþörf þeirra. Ef matið
gefur til kynna að þjónustuþörf ein-
staklingsins verði ekki eingöngu mætt
með félagsþjónustu sveitarfélagsins,
heldur sé einnig þörf fyrir þau sértæku
úrræði sem Svæðisskrifstofa getur
boðið upp á, þá er erindið lagt fyrir
samráðshópinn. Verkefni hópsins er
þá að samhæfa á sem árangursríkastan
háttfélagsþjónustu sveitarfélagsins og
viðbótarþjónustu Svæðisskrifstofu
sem getur t.d. verið stoðþjónusta í
atvinnu- og/eða búsetumálum.
Verkefni samráðshópsins fela m.a.
í sér eftirlit með heildstæðu mati á
þörf fyrir þjónustu og gerð þjónustu-
áætlana í framhaldi af því, ákvarðanir
um þjónustu, mat á framgangi þjón-
ustuáætlana, fyrirbyggjandi starf og
samræmingu á þjónustu. Fundir eru
haldnir reglulega, ákveðin dagskrá
liggur fyrir fundunum og fundargerðir
eru skráðar, þar sem m.a. kemur fram
hver hefur verkstjórn þeirra mála sem
til umfjöllunar eru. Samráðshópurinn
kallar til sín umsagnaraðila eftir þörf-
um s.s. annað fagfólk stofnananna.
Samráðshópinn skipa Anna
Jóhannsdóttir og Hrafn Sæmundsson
frá Félagsmálastofnun Kópavogs,
Hanna Björnsdóttir, Hrönn Kristj-
ánsdóttir og Sigrún Þórarinsdóttir frá
Svæðisskrifstofu Reykjaness. Hóp-
urinn hefur nú þegar haldið nokkra
fundi þar sem vinnulag og verka-
skipting hefur verið skipulögð og
ákveðin.
Frétt frá hlutaðeigandi
Hlerað í hornum
Oft hefur verið sagt að Austfirðingar
hefðu áður verið flámæltir s.s. þessi
vísa ort í orðastað Austfirðings á að
sanna:
Hérna líður Lögurinn
ljúfum meður sefa.
Hingað stefnir högurinn
hérna vil ég lefa.
Og önnur staðfesting þessa:
Verkfræðingur einn var að mæla fyrir
vatnsaflsvirkjun hjá bónda eystra og
þurfti margt að mæla. Einu sinni
sagði hann við bónda: “Viltu nú
skrefa þarna niðureftir svo við sjáum
hvað langt er frá ánni og hingað”.
Bóndi varð vandræðalegur og sagði
svo: “En ég hef bara ekkert tel að
skrefa með”.
Palli sem var fertugur hitti afa sinn á
götu og þeir fóru inn á kaffihús til að
fá sér tíu dropa. Palli tók upp pilluglas
og fékk sér eina töflu með kaffinu,
kvað það nauðsyn fyrir menn á sínum
aldri, kostuðu enda ekki nema
hundrað kall stykkið. Afinn vildi fá
að prófa eina og gleypti hana á
staðnum. Nokkru síðar hittust þeir og
þá rétti afinn Palla fimmhundruðkall
fyrir töfluna. “En hún kostaði bara
hundrað”, sagði Palli. “Veit ég vel,
hitt er frá ömmu þinni”.
46