Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1997, Page 48
Andi Jóns innbyrtur í skjóðu kerlingar. Kerlingin og óvinurinn. HALALEIKHOPURINN OG GULLNA HLIÐIÐ Orstutt frétt var í síðasta blaði um það ágæta framtak Halaleikhópsins að færa okkur Gullna hliðið á nöprum nóvemberdögum. Þegar svo ágæta vel er að staðið má ekki minna vera en maður þakki fyrir sig og sína. Halaleikhópurinn hefur unnið afbragðsgott starf og skilað mörgum verkum frá sér og öllum með ágætum, en þó hygg ég að hér hafi verið um jafnbeztu sýningu hópsins að ræða og skyldi þó engu gleymt sem gert hefur verið áður. Það er Edda V. Guð- mundsdóttir sem leiðir hópinn og leikstjórn hennar hin bezta, því öllu skiptir í sýningum áhugafólks að hver og einn skili því sem skila ber sem bezt, en jafnframt sé áferð og samfella slík að sýningarinnar sé notið sem heildar og það þótti mér vel takast. Eg skýt því hér að í hógværð, að það var einmitt í Gullna hliðinu sem ég þreytti mína frumraun á leiksviði í hlutverki óvinarins og þótti býsna sann- færandi í hlutverkinu sem hæfði mér vel að margra sögn. Hins veg- ar skorti okkur austur á Fáskrúðsfirði markvissa leiðsögn og ögun góðs leikstjóra og einmitt þessi munur kom mér helzt í hug þegar ég sá Gullna hliðið nú undir svo öruggri stjórn Eddu. s Omar Bragi Walderhaug lék kerlinguna með sínum al- kunnu tilþrifum og góðu leikgáfu og kerlingarlegur hið bezta, Jón Eiríksson lék Jón bónda, aðallega ósýnilegan í skjóðunni góðu, hressilega orðhvatur og kom hlutverkinu virkilega vel frá sér, ekki sízt þegar hann loks var sloppinn úr skjóðunni. Guðrún J. Ólafsdóttir lék bæði Vilborgu grasakonu og Helgu, vinkonu kerlingar og gerði hvoru tveggja hin beztu skil, einkar skýr fram- sögn og leikur. Oddný Sverris- dóttir lék Lykla - Pétur, virðulega og vel, hátíðleiki guðsmannsins leyndi sér ekki og röddin myndug. Og svo lék Árni Salómonsson óvininn með afbrigðum vel, röddin á víxl ógnandi og smjaðrandi og óhugnaður af allri persónunni eins og vera bar. Önnur hlutverk eru ólíkt minni, en þó verður að geta þeirrar ljósu en kúnstugu mann- gerðar sem Kristinn Baldvinsson sýndi okkur í hlutverki prestsins. En allir ávöxtuðu vel sitt pund og hvergi alvarlega brotalöm að finna. Það er ánægjulegt að sjá svo í verki hina margumtöluðu blöndun, þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika saman svo ljómandi vel og einmitt þannig að maður gleymir með öllu hver er hver, hver fatlaður, hver ófatlaður, enda oft erfitt um alla skilgreiningu. Mála sannast er það að fólk hafði af hina ágætustu skemmtan, enda Gullna hliðið listilega vel skrifað og gefur leikrænum tilþrifum og raddbeit- ingu byr undir báða vængi. En einmitt í slíkum verkum er vandi vel að gera - og vissulega tókst Halaleikhópnum það. Öll umgjörð var hin ágætasta og ekki skyldi hinni bráðgóðu yfirskrift sjálfs himnaríkis gleymt: Himnaríki, heimur án þröskulda. Hafi Hala- leikhópurinn heila þökk fyrir framtak gott og skemmtan góða. Megi honum farnast vel í fram- tíðarverkum sínum. H.S. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.