Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 4
sem er inni á stofnunum fær. Þetta em vesælar 10 þúsund krónur og fyrir það áttu að kaupa allt utan fæðis og húsnæðis. Nú hafa félagsmálastofnanir veitt sumum inni á stofnunum fatastyrk að fjárhæð kr. þrjátíu og sex þúsund. Og hvað skeður? Næsta ár eru vasa- peningamir skertir vegna þessa styrks um sömu upphæð Það eru ekki allir sem eiga ein- hverja að sem klæða þá. Og er það í raun ekki lítillækkandi að þurfa að vera upp á aðra kominn með svo sjálf- sagðan hlut eins og að eiga einhver föt til að vera í? Nema að það sé eins og í sögunni um manninn sem fór til Afríku. Þegar hann kom heim sagði hann konu sinni að hann hefði keypt handa henni alklæðnað Afríkuprins- essu. Konan varð yfir sig spennt og svo fékk hann henni forláta perlufesti. Konan spurði: “ Og hvar er hitt?” og maðurinn svaraði: “Það var ekkert annað!” ið megum alls ekki fara að koma inn einhverju ölmusuhlutverki hjá fólki. Það á að deila út réttlátum greiðslum sem eru ákveðnar með lög- um (ekki endalausar heimildir). Ekki að fólk, sem sannanlega á rétt á örorkulífeyri fari aftur að skammast sín fyrir að taka við honum. Þegar ég hóf störf hjá Öryrkjabandalaginu fyrir meira en aldarfjórðungi síðan varð ég einmitt vör við þennan hugsunarhátt -fólki fannst það vera að fá ölmusu. Við sem vinnum í málaflokki fatlaðra höfum eytt ómældum tíma í að sann- færa ekki bara þetta fólk heldur þjóð- ina um að þetta sé réttur fólks og allir hafa lagt sinn skerf til þjóðarbúsins svo það megi verða áfram. Og nú er nýlokið kjarasamningum. Ekki er nú hægt að segja að þar sé um neina ofrausn að ræða þó sumt sé til bóta og reynt í vissum tilfellum að bæta upp þar sem búið var að skerða. En eftir er samt enn breiðara bil en nokkru sinni fyrr milli þessa hóps og hins almenna launamanns í landinu. Eg veit ekki afhverju þessi hópur á að lifa af minnu en hinir. Og svo breikkar líka bilið milli hjóna og sambúðarfólks annarsvegar og ein- hleypinga hinsvegar. Svo mikið er víst að baráttan heldur áfram - barátt- an fyrir því jafnrétti sem við viljum hafa í þjóðfélaginu. Kannski finnst einhverjum að þessi leiðari beri keim af óbærilegum léttleika tilverunnar en hvar værum við stödd án hans. Við verðum víst alltaf að lifa í voninni um betri tíð með blóm í haga og víst er að þrátt fyrir allt og allt kemur sum- arið til okkar og hin nóttlausa voraldar veröld ríkir jafnt yfir réttlátum og ranglátum - fátækum og rikum. Asgerður Ingimarsdóttir Afmælisrit Félags nýrnasjúkra Nýlega er komið út hið glæsi- legasta afmælisrit Félags nýrnasjúkra, en félagið varð 10 ára á sl. ári, stofnað 30. október 1986. Formaðurinn Dagfríður Halldórs- dóttir ritar forystugrein þar sem hún hvetur alla til að fylla út líffærakort og taka þannig afstöðu öðrum til bjargar. I mörgum og góðum greinum í ritinu er m.a. hvatt mjög til auk- innar félagslegrar þátttöku og virkni nýrnasjúkra til eflingar öllu félagsstarfi. Það gerir t.d. Jóhanna Halldórsdóttir sjúkraliði sem starf- ar á Gervinýra Landspítalans, en einnig er viðtal við deildarstjórana tvo á Gervinýra — þær Björk Finnbogadóttur og Hildi Einars- dóttur, sem segja deildina löngu hafa sprengt utan 'af sér húsnæðið. Páll Ásmundsson yfirlæknir er þarna með ágætt ágrip af sögu Blóðskilunardeildar Landspítalans, lýsir m.a. hinum miklu tæknifram- förum sem orðið hafa svo og tengslum við líffæraflutninga — fyrst í Gautaborg en nú í Kaup- mannahöfn. Kristinn Tómasson sérfræðingur í geðlækningum og heilbrigðisfræði skrifar um geðsjúkdóma meðal nýrnaveikra, þar sem hann bendir á að þvageitrun fylgi oft einkenni sem bendi til geðsjúkdóms, en horfur eru almennt góðar um bata. Magnús Böðvarsson nýrnasér- fræðingur skrifar um nýrnabilun, meðferð, betri lífslíkur og aukna sálfræðilega og félagslega aðstoð en greinin ber heitið: Menn álitnir deyja úr leti. Líffæraskortur senn úr sögunni, segir dr. Margrét Árnadóttir nýrnasérfræðingur. Hún segir ný ónæmisbælandi lyf á leiðinni, umönnun líffæraþega hafi breytzt mikið, en einmitt nægileg meðferð sé nauðsyn. Magnús Tómasson blóðskilunar- sjúklingur, sem stendur á sjötugu — of gamall til að fá nýra — blóðskil- un verður að duga, segir Magnús, sem reyndar fór í nýmaskipti en eftir sjö og hálft ár gaf nýrað sig. Fyrsti blóðskilunarsjúklingurinn og um leið fyrsti nýrnaþeginn, Salóme G. Guðmundsdóttir segir sína lær- dómsríku sögu, vígði blóðskil- unarvélina og fór í ígræðslu í árslok 1970, stálslegin í dag. Axel Einarsson tónlistarmaður segir sína reynslusögu — 17 ára sögu nýrna- bilunar og nýrnaígræðslu fyrir tveim árum — mér var gefið nýtt tækifæri — segir Axel. Þetta er afar læsilegt rit og vel til þess vandað undir ritstjóm Axels V. Ammendrups. Félag nýrna- sjúkra er nú með skrifstofuaðstöðu í húsakynnum Öryrkjabanda- lagsins að Hátúni 10, skrifstofan er opin miðvikudaga milli kl. 17 og 19. Nýtt símanúmer félagsins er 5619244. Formaður félagsins er s.s. áður segir Dagfríður Halldórs- dóttir en aðrir í stjórn: Regína Aðalsteinsdóttir, Jón Sveinsson, Sandra Róbertsdóttir og Hildur Pétursdóttir. Öryrkjabandalagið sendir félaginu einlægar ámaðar- óskir. H.S. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.