Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 33
Hlerað í hornum Tveir menn kepptu um sömu konuna og svo þegar annar hafði nú borið endanlega sigur úr býtum þá bar hinn sig vel og sagði: “Hún Gunna var hvort sem er meingölluð. Ég labbaði mig bara með hana til hans Jóns og þakkaði honum fyrir afnotin”. *** Tveir litlir snáðar voru að tala um fyrsta mannaða geimfarið sem lenti á tunglinu og annar spurði hinn hvers vegna geimfarinn hefði ekki stoppað lengur á tunglinu fyrst hann var nú kominn.Hinn svaraði: Ja, tunglið hlýt- ur bara að hafa verið fullt, svo hann hefur ekki fengið neina gistingu”. *** Tveir karlar voru að draga frá og gekk heldur illa. Þeir tóku til láns yfir núll og þá sagði annar: “Heyrðu Jón, breytist ekki núllið eitthvað þegar maðurtekurtil láns yfirþað?” “Mikil endaleysa er í þér,” sagði hinn þá. “Veiztu ekki maður að núll er alltaf núll”. Maður einn eystra lenti í mikilli hálku á fjallvegi einum og endaði á því að skilja bifreið sína eftir og fara fót- gangandi til byggða. Þar barði hann að dyrum á bæ einum næst fjallveg- inum og var þá nokkuð liðið á nóttu. Hann var inntur þess hvernig hann hefði komizt til bæja: “Ja, ég labbaði nú bara á sjálfum guðsgöffhmum”. Sagan greinir frá tveim bræðrum, annar nýkominn á bílprófsaldurinn, hinn ennþá á þríhjóli. Sá eldri átti sem sagt bíl og bannaði þeim litla harðlega að fara inn í bílinn þó ólæstur væri, en því hlýddi nú sá litli heldur illa. Nú var það einn daginn að sá litli hafði falið sig í skottinu, þegar eldri bróðirinn fór í ökuferð út fyrir bæinn með vinkonu sína. Þegar komið var á afvikinn stað spurði sá eldri vinkon- una: “Jæja, ertunútil?” Húnsvaraði hins vegar neitandi. Þá sagði bróðir- inn: “Ansans vandræði. Þá verður þú að labba heim,” og rak stúlkuna út og ók svo til baka. Þegar sá litli var sloppinn úr prísundinni í skottinu, greip hann þríhjólið sitt og bauð vinkonu sinni lítilli að sitja aftan á bakkanum. Hjólaði svo nokkurn spöl, en spurði svo þá litlu: “Ertu nú til ?” “Já, ég er til,” sagði sú stutta. Þá sagði stráksi: “Ansans vandræði, þá verð ég að labba heim”. Dómarinn dæmdi sakborning í nokkra sekt og sá heimtaði kvittun fyrir. Dómarinn spurði hvers vegna hann sækti það svo fast. Þá svaraði sakborningur: “Nú dey ég og kem til himna og Pétur fer að minna mig á þessa synd, en þá segi ég að ég hafi nú greitt fyrir hana fullu verði. Hann biður mig þá um kvittun og ef ég hefi enga þá verð ég að fara alla leið til vítis til að heimta hana af yður og því nenni ég bara ekki”. Prestur var að ávíta ungan mann fyrir það að hann léki sér að tilfinningum kvenna, sagt væri að hann ætti einar fimm kærustur, tvær í Reykjavík, eina í Sandgerði, eina á Selfossi og svo eina upp á Akranesi, spurði svo í lokin: “Hvemig eiginlegakemstu yfir allt þetta, ungi maður?” “Það er enginn vandi, ég á þetta fína mótorhjól”. Formannaskipti í félögum okkar Nú á útmánuðum hafa nokkur félaga okkar skipt um formenn og þykir rétt að halda því til haga fólki til fróðleiks. í Alnæmissamtökunum lét Eggert S. Sigurðsson af formennsku, en við tók Ingi Rafn Hauksson. I Blindrafélaginu lét Ragnar R. Magnússon af formennsku, en þar tók við Helgi Hjörvar. Þá lét Arni Jónsson af formennsku í Gigtarfélaginu en við tók Einar S. Ingólfsson. Þá tók varaformaður SPOEX — samtaka Psoriasis- og exemsjúklinga Margret Ingólfsdóttir við af Helga Jóhannessyni sem dvelst nú erlendis. Við óskum hinum nýju formönnum farsældar í starfi sínu um leið og þökkuð eru ágæt samskipti við þá sem af störfum létu. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.