Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 17
Beinvemd Miðvikudaginn 12. marz var haldinn stofnfundur félagsins Beinverndar í Norræna húsinu og var hann allfjölmennur. Fundarboðendur voru áhugafólk um beinþynningu með Olaf Olafsson landlækni í fararbroddi. Markmið félagsins Beinverndar eru: Að vekja athygli almennings og stjórnvalda á beinþynningu sem heilsufars vandamáli. Að standa að fræðslu meðal almennings og heilbrigðisstétta á þeirri þekkingu sem á hverjum tíma er fyrir hendi um beinþynningu og varnir gegn henni. Að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, orsökum og afleiðingum bein- þynningar og forvörnum gegn henni. Að eiga samskipti við erlend félög á svipuðum grundvelli. I kynningu segir: Beinþynning er vaxandi vandamál og hefur hún verið nefnd faraldur 21. aldarinnar. Bækl- ingur hefur verið gefinn út um bein- þynningu með miklum og mætum fróðleik. A stofnfundinum kynnti Olafur landlæknir hugmyndina að baki stofnuninni, dr. Gunnar Sigurðsson læknir sagði frá beinþynningu, hvað væri vitað og hvað ekki, kynnt var einnig fyrirhuguð útgáfa bæklinga. Þá voru félaginu sett lög og stjórn kosin en hana skipa: Formaður Ólafur Ólafsson. Aðrir í stjórn: LisaThom- sen varaform.; Unnur Stefánsdóttir ritari, Anna Björg Aradóttir gjaldkeri og svo þau: Laufey Steingrímsdóttir, Páll Gíslason og Þórunn Björnsdóttir. Alls voru kynntir 9 fræðslubækl- ingar fyrir almenning og 4 fyrir heilbrigðisstéttir sérstaklega, sem þörf væri fyrir að gefa út. 5. apríl sl. var svo haldinn stofnfundur svæðisdeild- ar Norðurlands og fleiri slíkir munu í farvatninu. Félagið Beinvernd hefur aðsetur sitt í húsi Kvenfélagasambands íslands að Hallveigarstöðum í Reykjavík. Ærin munu verkefnin og félaginu alls góðs árnað í uppbyggingu sinni og farsælu fræðslustarfi. H.S. Vordraumar Ég bíð eftir vori og vindunum hlýju að vaxi allt og grói og blómgist að nýju, að vetrarins bönd megi víkja af foldu, að vakni úr dái öll grösin úr moldu. Ég hugann læt reika til horfinnar tíðar er heilluðu drengstaula vornætur blíðar. Þó annasamt væri og í mörgu að mæðast var maíkvöldið ylríkt og lömbin að fæðast. Þá unað var löngum við ilminn frá blómi og yfir þeim stundum er glitfagur Ijómi, er lagzt var í grasið í hlaðvarpa heima og hugfanginn sveinn lét sig ótalmargt dreyma. í daganna rás hef ég draumanna notið um dáðríkast mark sem ég aldrei fæ hlotið. Þeir yljuðu mér þó ef stóð ég í ströngu og stríðið mér léttu á ævinnar göngu. Og eins er í vetrarins myrkasta veldi að vorþráin sterk fer um hjarta mitt eldi. Ég angan þess finn þó að úti sé myrkur, þess yndi í fjarska er huganum styrkur. Þó ár hafi liðið og týnzt út í tómið þá tær vakir minning um fegursta blómið. Því ennþá í Ijóma þá vitjar mín vorið, það vekur og gleður og léttir mér sporið. Helgi Seljan. Formannafundur um skipulagsmál Eins og lesendur vita þá var á síðasta aðalfundi Öryrkjabandalagsins kjörin skipulagsnefnd bandalagsins, sem vinna skal að tillögum fyrir næsta aðalfund þess. Björn Hermannsson er formaður nefndarinnar, en aðrir þeir Ólafur H. Sigurjónsson og Helgi Seljan. Nefndin hefur starfað allnokkuð og sem liður í starfi hennar var hinn 7. maí sl. boðað til fundar um skipulagsmál á Grand Hótel Reykjavík þar sem til voru kallaðir formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaganna auk framkvæmdastjórnar. Var vel mætt og fundurinn afar líflegur og frjór. Björn Hermannsson hafði framsögu, fór yfir ýmsar hugmyndir og varpaði fram spurningum til fundarins um hina ýmsu þætti þessara mála. Síðan voru ágætar umræður um ýmis álitamál og áherzlur í skipulagi bandalagsins. Þá var fundarmönnum skipt niður í hópa til frekari umræðna og í lokin skiluðu svo framsögumenn hópanna áliti í stuttu máli, sem nefndin fær til athugunar. Áætlað er að halda annan slíkan fund í júníbyrjun, en óhætt að segja að þessi byrjun lofar mjög góðu um áframhaldið. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.