Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 18
GENGIÐ VIÐ í GERÐUBERGI egar ritstjóri var með spum- ingaþætti í útvarpinu á sín- um tíma fékk hann allgóða innsýn í það mikla og dýrmæta starf sem innt er af hendi í félagsmið- stöðvum aldraðra í Reykjavík. Það var afar skemmti- legt og lærdóms- ríktumleið. Einn þessara staða er uppi í Gerðubergi 3-5 og þar varð ég þess var að eitt- hvað var af fólki þar sem náði ekki hinum löggiltu aldursmörkum, fólk sem einmitt varí hópi okkar fólks, öryrkjar sem áttu þarna athvarf gott. I samtölum þá við forstöðukonuna, Guðrúnu Jónsdóttur, kom fram að hún væri einmitt að kanna möguleika á því að taka yngra fólk, einmana og athvarfs þurfi, inn í félagsmiðstöðina til sín og draumur hennar sá að félagsmiðstöðvarnar almennt yrðu þannig opnaðar meir og betur fyrir þeim sem sannanlega þyrftu á að halda, þó ekki væri að hinum einu sönnu aldursmörkum komið þ.e. 67 ára aldri. Þróun þessara mála hefur svo á bezta veg verið, búið að opna á undanþágu vegna yngra fólks, þegar þörf þykir á og í Gerðubergi er búið að opna þetta í tilraunaskyni og enginn hamingju- samari örugglega með það en Guðrún, sem hefur haft brennandi áhuga fyrir þessari breytingu til batnaðar. Okkur hér á bæ var í marz boðið til kynningarfundar þetta varðandi upp í Gerðuberg og þangað fóru þau Asgerður Ingimarsdóttir og Helgi Hróðmarsson og þótti báðum málið allt hið ágætasta. að var svo á yndisbjörtum apríldegi sem ritstjóri lagði leið sína upp í Gerðuberg til Guðrúnar til að fá um frekari fróðleik, bæði um undanþágumar í félagsmiðstöðvunum almennt og svo starfið í Gerðubergi og tengsl þess við okkar fólk alveg sérstaklega. Fara hér á eftir sundurlausir mol- ar frá spjalli okkar Guðrúnar, en víða var komið við, margt örugglega ekki borizt alla leið á minnisblöð mín. 1983 var fyrst opnað í Gerðubergi og allt til 1987 var félagsmiðstöðin þar í höndum íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur, en allt frá árinu 1987 hefur Öldrunardeild Félags- málastofnunar haft starfsemina með höndum. Þó er samstarf við ÍTR um sund og leikfimi. Sjálf hefur Guðrún verið þarna við stjómvöl frá 1990. Guðrún sagðist fljótt hafa fundið það að fólk sem yngra var en 67 ára leitaði í félagsmiðstöðina, enda eðlilegt eins og hún segir, því þetta er nú einu sinni miðstöð til að þjóna fólki. Raunar var ein yngri kona sem kom þegar árið 1986, en það var einstakt tilfelli vegna sérstakra að- stæðna. En þrýstingur jókst og Guðrún sagðist hafa farið að leita leiða til að opna félagsmiðstöðina fyrir þessu yngra fólki, sem í einsemd sinni og allt að því einangrun sótti fast að komast í þennan góða félagsskap. 1994 fékk hún leyfi fyrir hinum fyrsta og 1995 voru settar ákveðnar undan- þágureglur frá aldri. Þar var önnur meginreglan sú að yngri aðila sem á maka sem kominn er á eftirlaun væri heimilt að taka þátt í opnu félags- starfi. Hins vegar eru svo sérstakar umsóknir um undanþágur fyrir yngri þátttakendur sem sendast skulu und- anþágunefnd. Viðmiðin til undan- þágu eru þessi: Fólk sem býr í nágrenni félags- miðstöðvar, en nærri eftirlaunaaldri, býr við einsemd og á e.t.v. erfitt með að sækja staði sem eru í meiri fjarlægð og óskar eftir því að taka þátt í félagsstarfi. Yngri einstaklingur sem kæmi tímabundið, t.d. öryrki sem kæmi í upphafi t.d. með ættingja, en leitast yrði þá við að finna eða benda á viðeigandi úrlausnir eftir hæfilegan aðlögunartíma. Hvert mál sem kemur til nefndar- innar verður tekið fyrir sérstaklega og úrlausn fengin í samvinnu við við- eigandi félagsmiðstöð. essar undanþágureglur eru sem sagt í sínu fulla gildi og ótvíræð ástæða til að kynna þær hér á okkar vettvangi, þar sem þetta getur einmitt átt við okkar fólk. Reynsla Guðrúnar staðfestir þetta einmitt. 1996 var sótt um 11 undan- þágur hjá Guðrúnu og allar veittar sem betur fer. Hún bendir einmitt á það að það hafi verið félagar í aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins sem til hennar hafi leitað. Hún nefnir félög eins og Blindrafélagið, Félag heyrnarlausra, FAAS, LAUF og MS félagið. Hún leggur áherzlu á að þetta hafi ekki verið auglýst, fólk hafi bara komið. Nú og svo var allt opnað í Gerðu- bergi um áramótin og það einmitt kynnt á fundinum sem í upphafi var um talað. Borgarstjórn Reykjavíkur hafði sem sé samþykkt í desember sl. að aldursmörk yrðu felld niður í Gerðubergi og starfið þróað í þá átt að það þjóni fleiri aldurshópum. Sérstakur verkefnishópur myndaður þar í kring til að ákveða nánar fyrir- komulag starfsins. Aðspurð segir Guðrún að hér séu 15 manns undir aldursmörkum og uni hag sínum eðlilega hið bezta. Þó hefur þetta ekkert verið auglýst frekar en undanþágurnar sem nú gilda eins og áður er sagt um allar félagsmið- stöðvar aldraðra í borginni. En hvað er það þá sem dregur yngra fólk að, hvað er á boðstólum og hversu er unnið. Guðrún segir að í stuttu máli séu markmið félagsstarfsins í Gerðubergi þessi: 1. Að félagsstarf verði hlýr og hvetjandi vettvangur þar sem saman fer hæfileg blanda af lífsgleði og alvöru, svo líf og saga 18

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.