Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 13

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 13
Heilbrigðisráðherra og hennar fólk í heimsókn. Færði 200 þús. kr. styrk til aðstandendafræðslu. farið. Þetta hefur reynzt mjög vel og verið mörgum dýrmætt. Nú ekki má gleyma fræðslufund- um Geðhjálpar, sem lengi hafa verið snar þáttur í félagsstarfinu. Nú eru þessir fundir haldnir í Hafnarbúðum, en voru áður á Landspítalanum. A vormisseri 1997 hafa fundarefnin verið þessi: Leiðir til þátttöku geðsjúkra í samfélaginu. Almannatryggingar — fræðsla um tryggingamál. Starfsþjálfun fatlaðra — möguleikar geðfatlaðra. Fjölskylduþjónusta á móttökugeðdeildum. Þessir fyrirlestrar hafa verið vel sóttir enda efnisval ágætt og höfðar til margra. Stuðningsþjónusta Geðhjálpar er undir yfirumsjón Ingólfs; en þar eru 5 starfsmenn í fullu starfi. Fjárframlag kemur frá félagsmála- ráðuneyti til þessa verkefnis í sam- ræmi við lög um málefni fatlaðra. Þetta framlag er veitt til ákveðinnar þjónustu við 30 geðfatlaða einstakl- inga og þar með eru taldir hinir 10 íbúar áfangaheimilisins að Bárugötu 19. Þjónustusamningur hefur verið gerður við Reykjavíkurborg sem er með verkstjórn yfir heimaþjónustu og liðveislu, en Geðhjálp svo aftur með alla frekari liðveislu. Efirlitið er sem sagt frá Reykjavíkurborg, en eins og Ingólfur segir er hér um ágætan vísi að ræða að samræmdri þjónustu við geðfatlaða utan sjúkrahúsa. Starfandi er sérstök samstarfsnefnd um öll þessi mál með fulltrúum frá Geðhjálp, Sjúkrahúsi Reykjavíkur (geðdeild), Geðdeild Landspítalans, Félags- málastofnun Reykjavíkur, Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra og fundi nefndarinnar hefur einnig setið nú að undanförnu Kristín Jónsdóttir starfsmaður Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins. Allt hefur þetta gengið býsna vel og margir fá þama þann mikil- væga stuðning sem léttir þeim lífs- gönguna á svo margan veg. Ingólfur nefnir til sögu ágætt samstarf við Rauða kross Islands s.s. Pétur for- maður gerir á öðrum stað í blaðinu. Rauði krossinn rekur eins og lesendur vita hið ágæta athvarf Vin, sem vel er metið og að verðleikum. Örstutt svo um dagskrá félagsmiðstöðvar. Frá kl. 11-12 mánudaga-föstudaga svo og kl. 13-14 á föstudögum og kl. 14-17 á laugardögum er opið hús. Eftir hádegi á mánudögum svo og föstudögum er vinna (verkefni frá Odda). Á þriðjudögum er farið í sund í sundlaug Sjálfsbjargar. Á miðviku- dögum er spiluð keila og þá eru tölvutímar einnig og síðan er boðið í bíó. Á fimmtudögum er farið á kaffi- hús í boði Geðhjálpar. Þá er líka söng- tími, leikið á harmoniku af félaga Hólmari Henrýssyni. Héreraðeinsá því helzta stiklað stórum. Rætt var fram og til baka um hin mörgu og misleitu viðfangsefni daganna, hvað væri framundan af verðugum verkefnum og verður aðeins hér á það helzta drepið. Ingólfur nefndi þann möguleika að Geðhjálp tæki yfir heimilishjálp þá og liðveizlu sem Reykjavíkurborg annars annast. Hann getur vissulega séð þá þróun fyrir sér að inn í félagsmiðstöð Geðhjálpar færðist — út af sjúkrahús- um ýmis þjónusta s.s. sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og dagþjónusta — þannig að þar yrði um eins konar dagdeild að ræða í raun. Það ber brýna nauðsyn til þess að nýta sem allra bezt krafta frjálsra félagasamtaka þar sem oft er óbeizluð orka sem útrásar krefst til hagsbóta og heilla fyrir þá sem helzt þurfa á að halda. Vissulega þurfa þar að verða náin og góð tengsl við sjúkrahúsin eins og þau eru nú. Sannleikurinn er sá að Geðhjálp sinnir og aðstoðar þyngsta hópinn og það fór ekki framhjá glöggu gestsauga okkar að svo er. Ingólfur minnti svo á sjálfshjálparhópana sem mikils virði væru s.s. um fælni svo og foreldrar eða aðstandendur geðsjúkra barna, sem hafa hugsað sér til hreyfings, þunglyndissjúklinga nefnir Ingólfur svo og geðklofasjúklinga, segist vel geta séð fyrir sér virka hópa með aðstoð félags og Stuðningsþjónustu. Ingólfur sagðist nú vera að vinna að ákaflega skemmtilegu verkefni sem hann vonaði sannarlega að mætti ná fram og varðaði atvinnumöguleika geðfatlaðra. Fyrirmyndin fyrst komin vestan um haf — fountain house — klúbbar eða félög sem þar hafa starfað allt frá 1940. Þá gerir félagið eða klúbburinn samning við atvinnurek- endur um ákveðinn fjölda starfs- manna sem m.a. felur það í sér að félagið ábyrgist starfskraft í staðinn, ef viðkomandi mætir ekki eða hættir, starfsmaður skv. samningnum sem sagt alltaf tryggður. Ingólfur segist vera kominn talsvert vel á veg með þetta mál. Þarna þyrfti töluvert undir- búningsstarf, mynda þyrfti félag, samþykkja stofnskrá, fá ákveðna stjórn, virkja málsmetandi fólk á ýmsum sviðum til þátttöku svo mál mættu hafa sem farsælastan fram- gang. Verður forvitnilegt að sjá hverju fram vindur. Umræðan snérist um ýmsa þætti þessa viðkvæma málaflokks og vand- meðfarna m.a. ræddum við um þá miklu samþjöppun geðfatlaðra sem Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 13

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.