Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Side 12
GÆGZT INN HJÁ GEÐHJÁLP Ingólfur H. Ingólfsson. Þeim góða sið að heimsótt séu félög okkar með svo tilheyr- andi frásögn hér í Fréttabréf- inu verður vonandi fram haldið. Það er gullið tækifæri til að auka og bæta tengsl bandalags og félaga og færir okkur nær hvert öðru, setur okkur betur inn í bar- áttumálin og þann vanda sem við kann að vera að fást hverju sinni. í þetta sinn lagði þríeykið: ““““Ólöf, Ásgerður og undirritaður leið sína til Geðhjálpar, þess öfluga og athafnasama félags okkar. Geðhjálp hefur ná skipt um dvalarstað sinn, en félagið var áður til húsa á Öldugötu 15. Nú er aðsetrið á Tryggvagötu 9 í Hafnarbúðum og þangað haldið einn hryssingslegan maídag. Hrollkalt úti en hlýtt inni og móttökur allar hinar ágætustu. Það var framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Ingólfur H. Ingólfsson, sem leiddi okkur í allan sannleik um húsakynni sem starfsemi og verður fátt eitt af því fram talið hér. Nokkrir gestir voru í félagsmið- stöðinni þegar gengið var í garð og einn starfsmanna Stuðningsþjónustu Geðhjálpar átti afmæli með tilheyr- andi veizlu og ekki voru veizluföngin síðri er við fengum að njóta. Geðhjálp hefur alla aðra hæðina í Hafnarbúðum til afnota, leigir hana af Sjúkrahúsi Reykjavíkur, en húsið sjálft í ríkiseign. Fyrst er komið inn í rúmgott opið rými — setustofu sem um leið er matsalur — þar sem nálægt 20 manns geta matast í einu, en þarna er heitur matur í hádeginu mánudaga til föstudaga. Fólk greiðir sem svarar efniskostnaði einum. Þarna er ráðs- kona í fullu starfi sem Geðhjálp kostar. Hún sér ekki einungis um matargerðina heldur ekki síður um það að húsreglur allar séu haldnar. Það gengur hins vegar mjög vel og engir árekstrar orðið sem betur fer. Nú eðlilega er svo þarna hið ágætasta eldhús þar sem Guðbjörg ráðskona ræður ríkjum af rausn og skörungs- skap. Þama er svo sameiginleg skrifstofa Ingólfs framkvæmdastjóra og for- stöðumanns Stuðningsþjónustu Geð- hjálpar. Síðan er svo alhliða salur, segja mætti Ijölnota salur fyrir föndur, fyrir vinnu að verkefnum sem fengin eru frá Odda, fræðslufundirnir á kvöldin eru þar og þar er jafnvel hvíldarherbergi þegar ekkert annað er um að vera. Þarna var einmitt rumsk- að við einum þegar við vorum þar á ferð, því nú var afmælisveizlan að byrja. Svo er sérstakur salur í sportið og listina. Mest er þar verið í borð- tennis og reynist vel. En þarna er líka reynt að koma á kóræfingum, að vísu ekki margir sem mæta, en þeir sem mæta hafa af yndi og ánægju. Þarna eru svo góðar geymslur og salerni og svo er reykherbergi niðri í kjallara og máske helzt til mikið notað út frá hollustusjónarmiðum. Allt er hér vistlegt og í raun rúmt og góður heimilisandi fær hvergi leynt sér. Ingólfur er spurður um fjármögnun félagsins, en Stuðningsþjónusta Geð- hjálpar er sérmál sem síðar verður að vikið. Hann segir félagið fá styrki frá þrem aðilum: Ríkinu, Reykjavrkur- borg og Öryrkjabandalaginu. Aðrar tekjur eru mjög litlar. Til er Minn- ingarsjóður Geðhjálpar, lítill og býsna vanmegna sjóður þar sem nú munu vera um 120 þús.kr. en stofnfé var 50 þús.kr. Tilgangur sjóðins er að: styrkja einstaklinga til endurhæfingar hjálpa heimilislausum geðsjúkum styrkja forvarnar- og fræðslustarf Viðamikil verkefni en vanefni mikil, þó vonandi megi úr rætast. Inntur eftir erlendum samskiptum segir Ingólfur þau töluverð. Geð- hjálp er í norrænum systursamtökum og þar er hitzt reglulega. Síðan er Geðhjálp komin í alþjóðleg samtök sem m.a. standa að lO.október — geðverndardeginum: World Federa- tion for Mental Health, skammstafað WFMH. Þá eru árleg sumarmót geð- fatlaðra á Norðurlöndum, löndin skiptast á um að halda mótin og einu sinni var mótið haldið hér og tókst hið bezta. Nú fer hópur héðan til Dan- merkur og í fyrra var til Finnlands Frá félagsmiðstöðinni. Gestir frá Bjargi í heimsókn hjá heimafólki. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.