Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Qupperneq 42
Kynning framkvæmdastj óra Hér kemur svo síðbúin kynning á hinum ötula framkvæmdastjóra Alnæmissamtakanna, Grétu Adolfsdóttur svo og ágætar hug- leiðingar hennar einnig. Gréta Adolfsdóttir. Örfá orð til kynningar Ég er fædd í Reykjavík á því herrans ári 1952, ættirnar eru mér óskiljanlegar og lítt áhugaverðar því mér skilst að allir Islendingar séu meira og minna skyldir í áttunda ættlið, ef ekki nær. Hvar ólst ég upp? Ég bjó á Vitastíg 18 í Reykjavík til átta ................ ára aldurs, var á því tímabili eitt og hálft sumar í sveit í Mýrdalnum, þá skildu foreldrar mínir og ég flutti ásamt móður minni og tveimur systrum austur í Rangár- þing þar sem móðir mín fékk vinnu sem ráðskona á bóndabæ. Þar bjó ég til 18 ára aldurs, en þá gifti ég mig. Ég flutti til Reykjavíkur, þaðan til Vestmannaeyja. Þegar gosið hófst tlutti ég á Suðumesin, svo til Húsa- víkur, þaðan til Raufarhafnar. Var kúabóndi í Skeiðahreppi í Ámessýslu, bjó fímm ár í Grundarfirði og hef búið í Reykjavrk síðan 1989. Ég fór einn vetur í Verslunarskólann, fannst nám- ið ekki raunhæft, hætti. Fór síðar á ævinni í Viðskiptaskóla Stjórnunar- félags Islands á fjármála- og rekstrar- braut. Hef unnið við flest nema sjúkrahús og togarasjómennsku. Hef verið sjálfstæður atvinnurekandi og unnið hjá öðrum. Hér hef ég unnið síðan 25. janúar 1994. Hvers vegna hér? Einkennilegar tilviljanir réðu því að ég var ráðin starfsmaður hjá Alnæmissamtökunum 25. janúar 1994. Ég var ekki í atvinnuleit. Ég var í hálfu starfi hjá heildverslun og var Zontaklúbbskonur koma færandi hendi. stödd á Vinnumiðlun Reykjavíkur- borgar í hádeginu að spjalla við fyrrverandi skólasystur mína, úr skóla sem nú heitir Viðskiptaskóli Stjómun- arfélagsins og Nýherja. Þar hafði ég verið í námi sem heitir fjármála- og rekstrarbraut og er nám á háskólastigi varðandi bókhald, fjármál og rekstur fyrirtækja. Þar sem ég sit í mestu mak- indum við að tefja fyrir skólasystur minni, svífur á mig kona sem þar vinnur við að finna fólk í viðtöl hjá fyrirtækjum og spyr hvort ég hafi áhuga á að fara í viðtal út af hálfu starfi hjá Alnæmissamtökunum. Starfslýsing lá ekki alveg fyrir, en skrifstofuvinna væri inni í myndinni. Ég verð að játa það að forvitni mín rak mig til að segja já og fara í viðtal. Mér til mikillar undrunar var ég ráðin og mátti byrja strax. Eitthvað varð hann óhress heildsalinn sem ég var að vinna hjá og hann sagði mér upp á stundinni þegar ég sagði honum fréttirnar, þó að vinnutími þyrfti ekki að rekast á. Starfið Starfið hjá Alnæmissamtökunum var ómótað, þar hafði unnið áður sál- fræðingur í stuttan tíma, en hann flutti til útlanda og enginn starfsmaður hafði verið í einhverja mánuði. Þetta var spennandi tími. Ég vissi ekkert um alnæmi nema það sem ég hafði lesið í dagblöðum, hafði ekki séð sjúkling nema í sjónvarpinu, vissi ekkert um smitleiðir né lyfjameðferð. En ég hafði búið hingað og þangað um land- ið og kynnst fjölbreytilegu mannlífi og hef alltaf haft mikinn áhuga á mannlegum samskiptum. Ég sökkti mér ofan í starfið og las allt sem ég komst yfir, ég vildi vita allt um málið. Smátt og smátt kynntist ég þeim sem voru smitaðir af alnæmi og komst að því að þetta var yndislegt fólk með ólæknandi sjúkdóm sem þau lýstu fyrir mér eins og tímasprengju hjá hverjum og einum. Ég komst að því að ég var hættulegri þeim en þau mér. Á stuttum tíma urðum við vinir, ég og Jákvæði - hópurinn sem er félag alnæmissmitaðra og starfar innan Alnæmissamtakanna. Ný lífssýn! Það var ekki auðvelt að horfa upp á þessa nýju góðu vini sína veslast upp og deyja hvern á fætur öðrum og geta ekkert gert nema þykja vænt um þá. Ég fékk nýja lífssýn og lærði að meta líf mitt og heilsu, og hvert andartak sem ég var í vinnunni með þessum vinum mínum varð mikilvægt, ég vissi aldrei hvort ég sæi þau oftar. Ég hugsaði mikið á þessum tíma og lærði 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.