Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 20

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 20
Maren Sveinbjörnsdóttir iðjuþjálfi: Hornafjarðarbær yfirtekur þjónustu við fólk með fötlun ann l.janúar 1997 yfirtók Hornafjarðarbær málefni fatlaðra í Austur-Skafta- fellssýslu og í Djúpavogshreppi. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi hafði áður séð um þessa þjón- ustu á svæðinu. Svæðisskrifstof- an er staðsett á Egilsstöðum og þaðan var starf- seminni stjómað, Maren ' en Þar sem Sveinbjörnsdóttir. Austurlandskjör- ■—— dæmi er stórt og oft erfitt yfirferðar var ráðinn starfs- maður á Höfn haustið 1988 til að sinna Austur-Skaftafellssýslu og Djúpavogi. Skrifstofan á Höfn var útibú frá Egilsstöðum og bar nafnið Leikfanga- og ráðgjafarþjónusta og heyrði undir Svæðisskrifstofu Austurlands. Framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu Austurlands var yfirmaður útibúsins og bar rekstrarlega ábyrgð, en sérstök rekstraráætlun var gerð fyrir þetta svæði. Hlutverk starfs- manns útibúsins var að sinna: ráðgjöf vegna barna og til fullorðinna, hafa yfirumsjón með leik- fangasafni, kynna mál- efni fatlaðra og gera tillögu til Svæðisskrif- stofu um uppbyggingu á svæðinu og vinna að því að koma á fót annarri nauðsynlegri þjónustu við fatlaða í samvinnu við Svæðisskrifstofu og sveitarfélag. Bakgrunnur starfsmanns Eg er iðjuþjálfi að mennt, útskrifaðist frá Iðjuþjálfaskólanum í Odense, Danmörk í júní 1986. Eftirnámið vannég áGeðdeild Landspítalans iðjuþjálfun, við sér- kennslu í Hafnarskóla á Homafirði og í febrúar 1994 byrjaði ég að vinna hjá Svæðisskrifstofu Austurlands. Aður gegndi þroskaþjálfi því starfi. Samstarf Samskipti og samstarf við starfs- fólk Svæðisskrifstofunnar fór aðal- lega fram í gegnum síma. Einnig fór ég í vinnuferðir til Egilsstaða og starfsmenn frá Svæðisskrifstofunni komu í vinnuferðir til Hornafjarðar tvisvar á ári. Þessar ferðir virkuðu sem vítamínsprauta fyrir mig, því það er oft erfitt að halda fullum dampi þegar maður vinnur einn. Faglegan styrk sótti ég að mestu leyti á skrif- stofuna á Egilsstöðum. Þar er mjög rík áhersla lögð á mikilvægi faglegs starfs og mikið gert til að efla það, til dæmis möguleikar á námskeiðum og ráðstefnum bæði á Egilsstöðum og í Reykjavík. Breytingar Það hafði lengi verið í umræðunni að Hornafjarðarbær tæki yfir málefni fatlaðra á svæðinu, en sökum annarra stærri verkefna varð það ekki mögu- legt fyrr en í janúar 1997. Eg verð að játa að tilfinningar mínar til þessara breytinga voru blendnar, en líklega hefur það verið hræðslan við breyting- arnar, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Faglega hliðin Eg vil taka það fram áður en lengra er haldið að starfsaðstaða mín er á neðstu hæð í íbúðarhúsi þar sem engin önnur starfsemi er. Sökum þrengsla á bæjarskrifstofunni var ekki unnt að flytja vinnuaðstöðu mína þangað strax. Hugmyndin er að byggja við bæjarskrifstofuna næsta haust og mun ég þá fá starfsaðstöðu þar. Þannig að fyrsta mánuðinn eftir að bæjarfélagið tók að sér málefni fatlaðra, fann ég ekki fyrir miklum breytingum. Sam- band mitt við Svæðisskrifstofuna var enn töluvert því það þurfti að ganga frá ýmsum lausum endum. Þegar tæplega tveir mánuðir voru liðnir frá breytingunum, fannst mér ég vera mun einangraðri heldur en ég hafði verið fyrir breytingamar. Ég fór að hugsa um af hverju það gæti stafað. Jú þar sem ég var ekki lengur undir rekstrarlegri stjórn Svæðisskrif- stofunnar urðu samskipti við mig minni frá þeirra hálfu og af ein- hverjum ástæðum hringdi ég ekki eins oft og áður til að fá faglega aðstoð. Eins höfðu vikulegir fundir, þar sem voru auk mín, sérkennslufulltrúi, félags- ráðgjafi og félagsmála- stjóri Homafjarðarbæjar, fallið niður eftir áramót vegna stjórnsýslubreyt- inga hjá bænum. En eins og kemur fram síðar er komið fast skipulag á þessa fundi núna. Þar sem vinnuaðstaða mín er ekki á bæjarskrifstofunni og samskipti við starfs- fólk Svæðisskrifstof- unnar hafa breyst, ein- 20

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.