Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 44
Jan Presthus yfirlæknir: Ráðstefna um sjúkdóma með hreyfihömlun (í þýðingu séra Magnúsar Guðmundssonar) Með jöfnu tímabili eru haldin alþjóðaþing um Parkinsonsveiki. Ég fór fyrst á slíka ráðstefnu árið 1975. Þar voru um 400 þátttakendur. A ráðstefnunni í Vín í júní 1996 voru þátttak- endur um 1500, en á þessari ráð- stefnu var ekki eingöngu fjallað um Parkinsons- veiki heldur einnig um aðra sjúkdóma sem leiða til hreyfi- hömlunar. Að mestu fór fund- artíminn þó í umfjöllun um Parkinsonsveiki. I heila viku voru haldnir fyrir- lestrar frá morgni fram á kvöld. Þar að auki voru kynntir um 1000 útdrættir af textum og tölum frá rannsóknum sem framkvæmdar höfðu verið. Það var því áríðandi að vera fyrirfram vel undirbúinn svo að það náist sem menn óska að sjá og heyra. Slík ráðstefna getur verið yfirþyrmandi vegna margbreytni sinnar. Það eru svo mörg viðfangsefni tekin til meðferðar og margar úrlausn- ir fyrir hvert viðfangsefni. Allir reyna að svara erfiðum spurningum, en skoðanir eru skiptar og umræður fjörugar. Því fer fjarri að hægt sé að leysa vandamálin fullkomlega og nýjar spurningar koma fram í umræðunum og þær krefjast nýrra svara næst þegar leiðir liggja saman. Þegar allt er afstaðið hafa menn samt sem áður öðlast nýja innsýn og skilning á mörgu sem áður var óljóst. Þess vegna er haldið heimleiðis með það hugboð að menn viti hvernig “málin” standa einmitt núna. Og það er í sjálfu sér dýrmætt. Og hvernig standa svo “málin” þegar um Parkin- sonsveiki er að ræða? Ég ætla að svara spurningunni að nokkru leyti. Orsökin Orsök veikinnar er ennþá ókunn. Möguleikinn á erfðum er ræddur af nýjum áhuga eftir að skýrslur gáfu til kynna að til væru stórar ættir þar sem Parkinsonsveiki fyrirfinnst í mörgum ættliðum án frávika. í þessum ættum lítur út fyrir að veikin erfist að miklum meirihluta. En augljóst er að slíkar ættir mynda undantekningu frá regl- unni um að Parkinsonsveiki gangi ekki í erfðir. Menn eru þeirrar skoð- unar að þessar ættir myndi undirflokk Parkinsonssjúklinga. Tvíburarann- sóknir sem hófust fyrir meira en 20 árum og í byrjun virtust ekki mæla með erfðum virðast nú gefa til kynna að til sé tilhneiging í erfðum til þróunar Parkinsonsveiki. Til þess þarf líka sjúkdómsmyndandi þátt utanfrá. Því hefur verið haldið fram að þessi óþekkti þáttur gæti verið í sambandi við efni sem líkist MPTP sem er efni sem getur framkallað veikindaástand sem líkist mjög Parkinsonsveiki. Slfk efni hafa hingað til ekki fundist. Ferill sjúkdómsins Lífefnafræðingar höfðu mikið að segja um þær breytingar sem verða í heilanum í Parkinsonsveiki. En það er töluverður ágreiningur hjá sérfræð- ingunum. Ég get nefnt að efi ríkir um þýðingu þeirra súru efna (frjálsu radi- kala) sem myndast þegar dópamín sundrast í heilanum, og þó hefur verið litið svo á í mörg ár að frjálsir radikalir eigi höfuðsök á dauða taugafrumanna í Parkinsonsveiki. En síðasta orðið um það hlutverk sem þeir gegna hefur ekki enn verið sagt. Aftur á móti er mikil eining þegar um er að ræða þýðingu taugavaxtaþáttanna fyrir líf og dauða frumanna. Meðferðin En mests tíma og mestrar athygli naut meðferðin við Parkinsonsveiki. Tveirnýir ensímhemjarar, sem lofuðu góðu, voru kynntir. Þessirensímhemj- arar eru læknislyf sem halda í skefjum ensíminu COMT sem brýtur niður levodópa áður en það ummyndast í dópamín. Með því skerðir það áhrifin af levodópaefnunum og dregur einnig úr eðlilegri myndun dópamíns. Þessir tveir ensímhemjarar eru kallaðir entacapone og tolcapone. Þeir munu auka dópamínmyndun heilans og þeir munu verða til þess að meira af levo- dópa í lyfjunum Madópar og Sinemet ummyndast í dópamín. í þeim tilraun- um sem hafa verið gerðar á sjúkling- um hefur verið sýnt fram á að bæði lyfin draga úr sveiflunum í hreyfi- færninni sem svo margir Parkinsons- sjúklingar þjást af. Hér eru tvö lyf til staðar sem hægt er að nota þegar meðferðin fer að verða erfið og það er æskilegt að bæta öðru lyfi við Sinemet eða Madópar. Ennþá eru þessi lyf ekki komin á skrá hjá okkur, en a.m.k. annað lyfið ætti brátt að vera mögulegt að taka í notkun. Aðrar nýjungar Dópamínsamherjar er efni sem örvar sömu taugafrumur og dópamín. Þeir eru gjarnan kallaðir hinir bein- skeyttu dópamínsamherjar, þar sem þeir verka óháð dópamíni. En verkun þeirra er veikari en hjá dópamíni og er þess vegna venjulega ekki notað eitt sér, heldur í viðbót við Madópar eða Sinemet. 1 Noregi er einn dópamín- samherji á skrá, sem sé parlodel. Nýir dópamínsamherjar var önnur stórfrétt í lyfjafræðilegri meðferð sem rædd var á ráðstefnunni. Það eru fleiri á 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.