Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Page 24
VIÐHORF / Emil Thóroddsen framkv.stj. Gigtarfélags Islands: Hugmyndir um framtíðarskipulag • • s Oryrkjabandalags Islands Inýsamþykktri stefnuskrá Öryrkja- bandalagsins er framtíðarsýn bandalagsins eitt samfélag fyrir alla þar sem jafnrétti ræður á öllum sviðum. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur tæki- færi til þess að þroskast og nota hæfileika sína til jafns við aðra þegna þessa lands og geti á hverjum Emil tíma lifað og Thóroddsen. starfað á sínum ^1“ eigin forsendum. Að skapa þjóðfélag sem byggir á aðlögun, samhjálp og gagnkvæmri virðingu. Arangur Öryrkjabandalagsins Margt hefur áunnist í málefnum fatlaðs fólks og stórir áfangar náðst, en langt er í land, ef til vill ekki alltaf róið í takt og stefnuviti félaga í bandalaginu á stundum misvísandi. Mælistikur á það hvort framtíðarsýnin verður að veruleika eru og verða grunnmarkmið bandalagsins. Jafiirétti til atvinnu, jafnrétti til búsetu, jafnrétti til' félagslegrar þátttöku, jafnrétti til heilbrigðisþjónustu, jafnrétti til menntunar, jafnrétti til sambœrilegra kjara. Arangur í þessum málaflokkum skiptir mestu og hlutverk bandalags- ins fyrst og fremst að vinna að þeim, eins og það hefur raunar gert á und- anförnum árum. Það er eðlilegt og hollt fólki í hvaða starfsemi sem er að staldra við og skoða hvort stefnan sé rétt, hvert vægi markmiða er og hvort halda beri áfram á sömu braut eða breyta til. Breytingar eru ekki sjálfgefnar, en oftar en ekki nauðsyn- legar þar sem umhverfið er í stöðugri þróun, viðhorf breytast og stjórn- valdsákvarðanir hafa bein áhrif svo fátt eitt sé nefnt. í þessum punktum er ætlunin að velta upp atriðum um innra starf bandalagsins sem komið hafa upp í hugann eftir að stefnuskráin var samþykkt og hugsanlega geta þau orðið innlegg í þá umræðu sem nú á sér stað innan bandalagsins um framtíðarskipulag þess. Nefndir um meginmálefni I stefnuskránni kemur sterklega fram hver tilgangur og tilvera Öryrkjabandalagsins er. Hugtökin bakhjarl, málsvari og sameiningarafl fá í henni mikið vægi og ekki óeðlilegt þegar litið er til þess að félög undir regnhlíf bandalagsins eru misjöfn að stærð, með misjafnar áherslur og misjafnan rekstur. I allri umræðu um skipulag bandalagsins er mikilvægt að umræðan miðist við félögin sjálf óháð rekstri þeirra eða stofnunum. Samleið félaganna er á grunni hagsmuna félaganna og ótvírætt um sameiginleg hagsmunamál að ræða. Hvort einhver félög sameinast, samnýti húsnæði eða vinni saman að ákveðnum verkefnum er ekki á verksviði bandalagsins að hlutast til um. A hinn bóginn eru félögin grunn- eining í bandalaginu og eðlilegt að þau leggi til með virkari hætti þekk- ingu og ráðgjöf í þeim málaflokkum sem starfsemin helgast af. Slíkt gerðist ef störfuðu ráðgefandi nefndir eða áhugahópar um grundvallar- málefni (grunnmarkmiðin), s.s. kjaramál, atvinnumál, heilbrigðis- þjónustu, húsnæðismál, menntamál og félagslega þátttöku. Formlega kjörnar nefndir eiga ekki að vera stórar ef starfa á af krafti og ekkert er því til fyrirstöðu að þær myndi einnig áhugahóp um málefnið (ráðgefandi eðabaráttuhóp) sem gefur áhugasömum félögum aðildarfélag- anna tækifæri til þess að vinna að málaflokknum. Hlutverk nefndanna verði í fyrsta lagi að vera ráðgefandi fyrir stjórn og starfsmenn bandalagsins í hinum einstöku málaflokkum sem og að vera aflvaki nýrra hugmynda á sama vett- vangi. 24

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.