Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 45
leiðinni og tveim þeirra var rækilega lýst og eru fullreyndir. Annar þeirra er Ropinrol. Verkunin er svo góð að fyrstu sex mánuðina er hún svo langvinn að komist verður af með það eitt. Það kom á daginn að áhrifin eru betri en með Parlodel. Sagt er að gott sé að þola það og því fylgdu minni ósjálfráðar hreyfingar en levodópa- efnunum. En það hefur í för með sér flökurleika sem minnkar eftir notkun í nokkurn tíma. Hitt lyfið er pramipesol sem einnig hefur sýnt góð ytri áhrif bæði snemma og á seinni stigum Parkinsonsveiki. Ráðlegt þótti að nota það sérstaklega í þeim tilvikum þegar sjúklingar eru langt leiddir með mikl- ar ofhreyfingar og mikinn skjálfta. Flökurleiki getur fylgt því, svefn- truflanir og ofskynjanir. I umfjöllun um levodópadepotefnin var lögð áhersla á það að hvað snertir Sinemet depot er skammturinn 1.4 sinnum meiri en venjulegt Sinemet (Sinemet standard) í upphafi og síðar í með- ferðinni 1,2 sinnum meiri. Það er lítill munur á depotgerðinni og standard af lyfinu þegar það er gefið nýjum Parkinsonssjúklingum. Þetta kemur í ljós í athugun sem stóð í fimm ár. Sama niðurstaða er í sams konar athugun, með Madópar standard og Madópar depot. Komið hefur í ljós að aukaverkanir eru mjög líkar. Samt sem áður sýna rannsóknir að sjúkling- ar kjósa heldur depotefnin. Uppskurður Mikill áhugi var á uppskurði. Um þessa meðferð er skrifað í Parkinsons- póstinum 1/96 svo að hér skal þess aðeins getið að thalamotomi (heila- stúkuuppskurður) tíðkast enn í með- ferð á skjálfta. En ennþá betri árangur virðist vera af djúpstæðri rafertingu á thalamus (heilastúku) og reynslan af því mikil svo að umsögnin þar um virðist byggð á traustum grunni. Menn voru heldur varkárari í umræð- unni um pallidotomi (bleikhnattar- skurð) vegna minni reynslu og voru í óvissu um árangurinn af akinesi (hæggengi, tregðu og stirðbusahátt) og á rigiditet (stífleika). En menn voru sammála um að þess konar uppskurðir verka vel á ósjálfráðar hreyfingar sem er aukaverkun af lyfinu gegn Parkin- sonsveiki. Sama máli gegndi um djúp- stæða rafertingu af Globus pallidus (bleikhnetti). Þrívíddaraðgerð á aftari- fremri bleikhnetti. (PVP=postero- ventral pallidum-aðgerð. PVP- aðgerð). Lögð var áhersla á það að unnt væri að framkvæma djúpstæða rafertingu öðrum megin í heilanum þó að áður hafi verið gerður heilastúku- skurður eða bleikhnattarskurður hinum megin. Djúpstæð raferting í neðanstúkukjarna (subthalam- us=STN) þar sem taugafrumurnar starfa heldur ekki eðlilega í Park- insonsveiki er á tilraunastigi. Komið hefur í ljós umtalsverður árangur á ósjálfráðar hreyfingar sem nefndur er hér á undan. (Annars verkun á skjálfta, stirðleika og hreyfitregðu). ígræðsla á taugafrumum sem fram- leiða dópamín er enn til athugunar. Unnið er að því að bæta aðferðina. Gamalt og nýtt fer saman Það sem vakti mesta athygli við lok ráðstefnunnar var sú staðreynd að Hlerað í hornum Maður einn geistlegrar stéttar var á kirkjulegum fundi úti í Finnlandi. Að fundi loknum fór sá íslenzki ásamt finnskum starfsbróður sínum í sánabað og á eftir veltu þeir sér allsnaktir úti í snjónum. Þá bar þar að konu eina og varð hinum klerklegu hverft við, sá íslenzki greip fyrir blygðan sína en sá finnski fyrir andlitið. Þegar konan var horfin spurði sá íslenzki þann finnska hvers við þurfum framvegis á þeim lyfjum að halda sem við eigum og munum komast að raunhæfum niðurstöðum með því að bæta inn í nýjum lyfjum, sem einnig hafa verið nefnd. Lyfja- meðferð verður að þróa til fulls áður en til uppskurðar kemur. Þá stendur valið á milli uppskurðar eða djúp- stæðrar rafertingar. Öll meðferð er við einkenni sjúkdómsins. Eitthvað nýtt um lækningu sjúkdómsins var ekki í boði á þessari ráðstefnu. Við verðum að láta okkur þá huggun nægja að fram fara miklar rannsóknir einnig á þessu sviði. Jan Presthus, yfirlæknir Parkinsonspósturinn. E.s. Sá ötuli baráttumaður séra Magn- ús Guðmundsson þýddi þessa glöggu grein sem birtist í málgagni Parkin- sonsjúklinga, en gjarnan vildum við að enn fleiri fengju að njóta. vegna hann hefði gripið fyrir andlitið. “Jú, sjáðu, hér í landi þekkjast menn á andlitinu”. Sagan segir að nýlega hafi tignarmað- ur einn boðið öðrum til sætis í sófa einum þar sem yfir hékk afar voldug klukka. Rétt þegar sá er í sófa sat var staðinn upp datt klukkan niður í sóf- ann og mölbraut hann. “Ja, nú varég heppinn að fá ekki klukkuna í haus- inn”, sagði sófamaður. Þá svaraði hinn: “Já, bölvuð vandræði með þessa klukku. Hún er alltaf svo sein á sér”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.