Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 39
nafninu “góða konan”, hjúkrun- arfræðingur Olöf Hafliðadóttir sem er hjá kvennadeild RKÍ. Hún les fyrir konurnar og kemur alltaf með þetta fína “bakkelsi”. Nú þá eru það sjálf- boðaliðarnir frá Gerðubergi - félags- miðstöð aldraðra. Upphafið að þessu samstarfi var það að ein heimilis- konan í Foldabæ hafði áður verið í Gerðubergi og m.a., í kórnum og naut þess mjög. Guðrún sagðist svo hafa farið á fund nöfnu sinnar í Gerðubergi til að fá kórinn þar í heimsókn. Það varð úr og gjörði góða lukku. Og nú koma Vinir Foldabæjar 3 - 4 í einu frá Gerðubergi hálfsmánaðarlega, lesa, flytja efni, leika á hljóðfæri og dansa og allir taka þátt af einlægri gleði. Hvorir tveggja hafa hina mestu unun af, en 16 teljast til Vina Folda- bæjar, þetta er mikill úrvalshópur. Þetta fékk undirritaður að reyna í heimsókn sinni aprílkvöldið góða og þótti hreint út sagt frábært. Heimilis- konur Foldabæjar fara svo einnig í sumarferðalög með Gerðubergs- fólkinu og starfsfólk fer þá með. Guðrún segir í lokin að auðvitað þurfi að gæta þess við val á heimilisfólki inn í Foldabæ að hver og einn falli vel inn í hópinn og því sé vandlega yfir það farið hverju sinni. Það hafi heppnast vel og sé auðvitað afgerandi fyrir þann heimilisanda sem ríkja þarf og ríkir blessunarlega. I gegnum FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga hafa þær í Folda- bæ tekið á móti mörgum útlendum gestum, sem skoða vilja. Með þessar heimsóknir eru heimiliskonur afar ánægðar, spjalla gjarnan við gestina sína á þeirra erlendu tungumálum. 26 útlendingar á norrænni ráðstefnu hér voru t.d. nýbúnir að heimsækja Folda- bæ og fengu hlýjar móttökur heimilis- fólks. Lokaorð Guðrúnar eru svo þessi: Við leggjum hér mesta áherzlu á það að mega njóta hverrar mínútu, lifa lífinu lifandi. Umfram allt gildir virðingin fyrir manneskjunni, að heimiliskonur finni að þær séu metnar sem manneskjur með sitt stolt og sína sjálfsvirðingu. Það leitumst við við að tryggja sem bezt. Guðrúnu er þakkað gott spjall og íbúum Foldabæjar sem og öllu starfsfólki alls góðs óskað. Hinn góði heimilisblær leynir sér hvergi og þannig á það einmitt að vera. H.S. Stiklur Kveðið á Reylcjalundarárum ('48 - '51) Kyrrð er yfir láði og legi lækkar sól og kveldar brátt. Einn ég geng á grýttum vegi í gæfuleit, þótt halli degi. Samt ég geng í sólarátt. Og svo nýlega til gamans gert. Vísa þessi er varla góð vafasöm og snúin. í mér þessi ósköp stóð, en er þó loksins búin. Sveinn Indriðason Þessi litla en ljúfa sending barst ritstjóra frá þeim mæta baráttumanni í málefnum gigtsjúkra, Sveini Indriðasyni. Mættum við fá meira að heyra. Og svo kom hér góðvinur blaðsins Guðmundur Mikaelsson og gaukaði þessari vorvísu að ritstjóra, ásamt með öðru efni sem m.a. verður birt. En vísan er svona: Kyrrt er nú um byggð og ból brosir sól í varpa. Vaknar allt af vetrarblund vorsins ómar harpa. Guðmundur Mikaelsson. Gaman væri ef fleiri létu frá sér heyra. H.S. Hlerað í hornum Hafnfirðingur kom heim eftir 13 mánaða úthald á sjónum og unga konan tók á móti honum með nýfætt barn. Hafnfirðingurinn var afar stoltur af barninu og sagði félögum sínum frá, en þeir töldu af og frá að hann gæti verið faðirinn. “Og það held ég nú bara”, sagði sjóarinn, “það veit ég ekki betur en að það séu tvö ár á milli okkar bræðra”. *** Tveir prestar tóku tal saman og sá yngri spurði þann eldri hvemig hann færi að afmarka bænastundina og lengd hennar þegar sagt væri: Vér skulum biðja og í hljóði beðið. Þá sagði sá eldri: “Ja, ég tel nú bara upp að tíu í huganum”. *** Adam var að kvarta við Drottin og kvaðst vera orðinn leiður á Evu sinni. Drottinn gerði honum tilboð um að útvega honum mikla hasarskvísu, en hann yrði að greiða vel fyrir: hægra auga, eyra, handlegg og fleira smálegt sem Adam var þó sárt um. Hann spurði því Drottin: “En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein?” Heyrt í fjölmiðli nýlega: “Eg hefi arfleitt þetta göngulag frá honum föður mínum”. Kona ein sagðist aldrei tvítóna neitt við hlutina, jafnvel þó þeir væru bévað taðrak. Hún meinti víst tvínóna og kraðak. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.