Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Síða 22
Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu Eins og lesendur ættu vel að vita samanstendur Sjálfs- björg - landssamband fatlaðra af mörgum félagseiningum vítt um landið. Hið elzta þeirra er Sjálfsbjörg á Siglufirði sem verður einmitt 40 ára á næsta ári. Af því tilefni mun næsta aðal- þing Sjálfsbjarg- ar verða á Siglu- firði í boði þessa elzta félags sam- bandsins.En annað Sjálfs- bj argarfélag verður einnig 40 ára á næsta ári, aðeins nokkru yngra í árinu, en það er Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu s.s. heiti þess er í dag. Þar er haldið uppi öflugu og vaxandi félagsstarfi þar sem margir koma að og mega njóta. Framkvæmdastjóri félagsins er Jóhannes Þór Guðbjartsson og á mildum apríldegi var hann sóttur heim til frekari fróðleiksöflunar um þetta fjölmenna og fjöruga félag. Jóhannes Þór er fyrst inntur eftir félagssvæði og félagatölu Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu? Um síðustu ára- mót munu hafa ver- ið um 1280 manns í félaginu, þar af munu rúmlega 800 af þeim vera fatlað- ir. Við vorum svo að safna styrktar- félögum okkur til trausts og halds og þannig fengust um 500 manns og er að þeim góð búbót. Félagssvæðið er frá Straumsvík og upp í Kjós. Hvaða starfs- liði hefur félagið á að skipa? Framkvæmdastjórinn er í fullu starfi og máske ríflega það í raun. Svo er Guðrún Sæmundsdóttir hér í fullu starfi við afgreiðslu, bókhald og fjárvörzlu. Svo má ekki gleyma því mikla starfi sem stjórnarmenn inna hér af hendi án allra launa, það er auð- vitað ómetanlegt. Nú hefur maður heyrt um marg- ar starfsnefndir félagsins. Hverjar eru þær? Já, þær eru allmargar og máske misvirkar eftir eðli og hlutverkum, en nefndirnareru: skemmtinefnd, æsku- lýðsnefnd, basarnefnd, bridsnefnd, taflnefnd, félagsvistarnefnd, ritnefnd, fjáröflunarnefnd, laganefnd og ferða- nefnd, svo þú sérð að fjöldinn er nægur. Þess má svo hér geta að félagið á aðild að ferlinefndum í þeim sveitar- félögum þar sem þær yfirleitt eru eða í Reykjavík, Garðabæ, Kópavogi, Bessastaðahreppi og á Seltjarnarnesi. Hvað aðhafast svo þessar ágætu nefndir ykkar? Nú eðli máls samkvæmt sér skemmtinefndin um skemmtanir. Nú síðast var haldin árshátíð í samvinnu við íþróttafélag fatlaðra og Nýung, vel sótt og skemmtileg. Æskulýðsnefndin vinnur aðallega í gegnum Nýung, en þar koma að æskulýðsnefndir bæði landssambandsins og okkar. Nefndin hefur staðið fyrir ýmsu s.s. ferðalög- um, að ógleymdri ágætri norrænni ráðstefnu hér á liðnu sumri sem þú munt hafa greint frá. Svo er mikið spilað og jafnvel teflt, er það ekki? Ein styrkasta og öflugasta nefndin er bridsnefndin, en á hverjum mánu- degi spila hérna hjá okkur 40 - 50 manns, keppnismót haldin og verð- laun veitt, líflegt og vakandi starf. Taflnefndin hefur hins vegar átt við ramman reip að draga sakir ónógrar þátttöku, en þar hefur þó sami kjarn- inn náð að halda saman, en mest munu þarna tefla 10 manns. Farið var á Ólympíumót fatlaðra í Póllandi í sum- ar sem leið og þar stóðu skákmenn okkar sig vel. Unnið er að uppbygg- ingu nánara samstarfs við Norður- löndin. Svo er félagsvistarnefndin sem fær rós í hnappagatið fyrir að endurvekja félagsvistina svona mynd- arlega, fyrir tveim árum spiluðu svona 8 - 12, nú seinast voru það 28. Ekki mun allt starf upptalið? Nei, basarnefndin okkar sér um okkar árlega jólabasar, sem mjög hef- ur breytt um svið, þar kemur Kola- portið með alla sína sölu inn í mynd- ina, svo munasala verður æ minni, en þess í stað er byggt á hlutaveltu og kaffisölu og geng- urvel. Ritnefnd sér um útgáfu Frétta- bréfs Sjálfsbjargar sem kemur út 5 - 7 sinnum á ári og flytur fréttir frá starfsemi félagsins svo og stuttar greinar um áhuga- verð málefni. Nú svo má ekki gleyma opnu húsi á hverju þriðju- dagskvöldi. Þang- að sækja býsna margir, algengt er að þar séu 40 - 50 Jóhannes Þór Guðbjartsson. 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.