Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1997, Blaðsíða 46
• í B RENNIDEPLI egar hugað er að lífskjörum öryrkja þarf að taka mið af ýmsum misleitum þáttum, sem breytilegir kunna að vera frá ein- um til annars. Einn þessara þátta er hinn beini kostnaður sem fötlun fylgir, viðbótarkostnaður af ýmsu tagi sem aðrir þurfa sem betur fer ekki að bera, allt yfir í hreina umönnun. Annar þátt- ur, nátengdur þó, varðar kostnað vegna lyfja- og lækniskostnaðar, sem langvarandi veikindi skapa umfram hið eðlilega, kostnað sem oft verður tilfinnanlegri fyrir öryrkja en aðra vegna hins ofurlága tekjugrunns þeirra, alltof margra. Með sérstakri uppbót eða frekari uppbót var þessu á sínum tíma mætt að hluta og kom raunar húsnæðiskostnaður í ríkum mæli inn í myndina og er enn þar sem svo háttar að húsaleigubætur eru ekki greiddar. Lesendur þessa blaðs eiga vel að vita hver breyting varð hér á í apríl á síðasta ári, þar sem sett voru ákveðin tekju- og eignamörk sem skilyrði fyrir þessari frekari uppbót, mörk sem aldrei áður höfðu gilt, þar sem aðeins var litið til umfangs þess kostnaðar aukalega sem viðkomandi sannlega varð fyrir. * Mótmæli okkar snéru eðlilega að tekjumörkum, enda eignastaða öryrkja almennt afar rýr, svo ekki sé meira sagt. Þau mótmæli voru í hví- vetna eðlileg þar sem mikill fjöldi missti annað tveggja þessa uppbót alveg eða stórlækkaði í uppbótargreiðslum, alveg án tillits til þess hver aukakostn- aður var. Lesendur eiga líka að hafa fengið að fylgjast vel með baráttunni fyrir breytingunni, eðlilegri og sanngjarnri, ekki sízt í ljósi yfirlýsinga ráðherra tryggingamála um endurskoð- un upphæða í ljósi reynsl- unnar. Sameiginlega tóku samtök öryrkja og aldraðra á málinu og settu í lokin fram lágmarkskröfu um tekjumörk við 85 þús. kr. á mánuði í stað 75 þús. kr. sem upphafleg reglugerð kvað á um. Til móts við okkur var komið með reglugerð um 80 þús. kr. tekjumörk frá og með síðustu áramótum, að vísu tveggja prósenta hækkunin þar inni- falin, en það sem meira var um vert, þessi tekjumörk taka sömu breyt- ingum og bótahækkanir almennt gera. Ráðherra eru hér færðar þakkir fyrir rýmkan þessa, sem skiptir verulegu máli fyrir svo marga. Okkur er ljóst að hjá henni var við ramman reip ríkiskassavarða að draga, svo ekki náðist það er við helzt vildum, en vissulega árangur þó, sem meta ber. Alltof margir sem áður nutu þessarar uppbótar og voru ekki ofsælir af, liggja þó enn óbættir hjá garði og þykir okkur miklu miður. Sú stað- reynd, að svo margir misstu við þessa breytingu í fyrra rétt sinn til undan- þágu af greiðslu afnotagjalda RUV, kallar sannarlega á endurskoðun þess hvaða bótaviðmiðun á að gilda um þennan rétt í framtíðinni. Að því verð- ur vel að huga. * Eitt margra baráttumála Öryrkja- bandalagsins mörg undangengin ár varðar það að fjárhagsleg aðstoð sveitarfélaga, hin sértæka aðstoð, sem oft hefur verið nefnd hið síðasta úrræði, fái hvorki skert bætur né vasa- peninga. Sannleikurinn er nefnilega sá að við höfum mörg dæmi um að þessum styrk sé skilað til baka í skertum bótum og skatttöku, jafnvel svo að af verði beint fjárhagslegt tap Frá heimsókn í Foldabæ. S ,á bls. 18. fyrir viðkomandi og er þá illa komið, þegar hrein neyðaraðstoð í raun er þannig étin upp og jafnvel ríflega það. A sínum tíma var þó komið ákvæði inn í lagafrumvarp um að þessi fjár- hagsaðstoð skerti ekki sérstaka heim- ilisuppbót, en eins og allir vita skerðist hún um krónu á móti krónu, því frí- tekjumark er ekkert. Aldrei varð af samþykkt þessa frumvarpsákvæðis og látið í veðri vaka að ekki hefði verið unnt að sjá kostnaðarafleiðingar fyrir ríkissjóð. í vetur hefur að beiðni Öryrkjabandalags Islands verið að störfum nefnd til að fjalla sérstaklega um þetta mál, annars vegar bótaskerð- inguna og hins vegar skatttökuna. Að hafa komið fulltrúar frá félags-, fjármála-, heilbrigðis- og trygginga- ráðuneyti, ríkisskattstjóra og Trygg- ingastofnun ríkisins auk okkar. For- ysta hefur verið í höndum Jóns Sæmundar Sigurjónssonar. Nú hefur sá árangur náðst að þessi félagslega fjárhagsaðstoð mun hvorki skerða bætur né vasapeninga. Ber að fagna því alveg sérstaklega, svo tilfinnanleg sem þessi skerðing hefur orðið svo mörgum, svo af eru hin átakanlegustu dæmi. Við segjum stundum að árangur af alls kyns puði í ýmsum áttum sé oft enginn, jafnvel verri en enginn. Hér er um árangur langrar baráttu að ræða en fyrir mestu að nú hefur hann náðst. Það gildir oft að halda málum svo til streitu að aldrei sé eftir gefið fyrr en fullur sigur hefur fengizt og það sannast varðandi þennan þátt. Eftir er skattaþátturinn en við vitum að endurskoðun 66. greinar skattalaganna, heimildargreinar um skatta- Iækkun eða lækkun gjald- stofns, er væntanleg og við vonum svo sannarlega að þar verði á þessu tekið, enda mun því vakandi haldið. * Eins og lesendur ættu að vita hefur verið starfandi samstarfsnefnd launþega- samtakanna annars vegar og Landssambands aldraðra , 46

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.